Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Page 68

Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Page 68
68 HVERNIG RÆTT IST SPÁ IN? anna. Beitt var aðferðinni beinum fyrirmælum (Direct Instruction; DI4) (Engelmann og Carnine, 1991) til að frumkenna (leggja inn) ný þekkingaratriði, sem voru málhljóð íslensku bókstafanna og blöndun þeirra. Frumkennslunni var fylgt eftir jafnharðan með hnitmiðaðri færniþjálfum (Precision Teaching; PT) (Lindsley, 1972) til að æfa flæði og öryggi í lestrinum og til að mæla hversu vel frumkennslan hafði skilað sér (White, 1986). Lestrarkennslan var þjónusta sem veitt var samkvæmt beiðni foreldra nemand- ans og var stefnt að því að nemandinn yrði tæknilega læs. Í alþjóðlegu samhengi má með nokkurri einföldun segja að tekist sé á um tvær meg- instefnur í lestrarkennslu. Í höfuðdráttum er deilt um það hvort gagnlegra sé að kenna lestur með orðaaðferð (sight words) og út frá merkingu tungumálsins (whole language) (Daniels, Zemelman, og Bizar, 1999), eða með því að byggja kennsluna á eindum við- fangsefnisins, svokallaðri hljóðaaðferð (phonics) (Lundberg, 1994). Nánari umfjöllun og yfirlit um röksemdir fyrir hvorri stefnu fyrir sig sem og greining á notagildi þriðju leiðarinnar, að blanda orðaaðferð og hljóðaaðferð saman (balanced reading) (Pressey, 1999), eru utan ramma greinarinnar. Hér skal þó bent á að þegar fjallað er um hljóða- aðferð í lestrarkennslu getur það þýtt a.m.k. tvennt sem þar af leiðandi er ekki „sjálf- krafa“ sambærilegt. Lestrarkennslan sem hér verður lýst og hljóðrænn undirbúningur hennar fól í sér samtengjandi ferli frá hinni smæstu eind – málhljóðinu, hljóðungnum (phone) og upp í stærri, samsettar heildir, þ.e. atkvæði, orð og setningar. Sú leið gengur í gagnstæða átt við það sundurgreinandi ferli sem nú tíðkast. Þar er unnið út frá stærri heildum, þ.e. setningum og fjölkvæðum orðum, niður í smærri einingar; fyrst atkvæði og áfram niður í stakar eindir -hljóðungana (Ásthildur Bj. Snorradóttir og Valdís B. Guðjónsdóttir, 2001). Aðferðirnar bein fyrirmæli og hnitmiðuð færniþjálfun hafa þróast hvor í sínu lagi í meira en fjóra áratugi. Fáar kennsluaðferðir ef nokkrar hafa verið rannsakaðar jafn rækilega og bein fyrirmæli, og er ljóst að hún ber af öðrum skoðuðum aðferðum um mældan árangur nemenda (Slocum, 2004). Hnitmiðuð færniþjálfun er hins vegar ekki kennsluaðferð í hefðbundinni merkingu, heldur þjálfunar- og mælitækni sem skapað hefur verðmætan banka haldbærra gagna um árangur í kennslu (Kubina, Morrison og Lee, 2002). Eftir kennslu með beinum fyrirmælum á nemandinn að geta framkvæmt rétt það sem verið var að kenna honum. Og eftir hnitmiðaða færniþjálfun, sem kemur í beinu framhaldi, á nemandinn að hafa hina nýju kunnáttu á hraðbergi, þ.e. að geta beitt henni án þess að þurfa að hugsa sig um fyrst. Reynslugögn um lestur sem sýna nákvæmni og hraða eftir slíka kennslu eru allrar athygli og skoðunar verð. Ekki veit höfundur til þess að DI–PT tvennan hafi áður verið notuð til að kenna lestur á íslensku. Bein fyrirmæli (Direct Instruction; DI) Bein fyrirmæli einkennast af gagnvirku ferli og fylgja líkaninu sýna – leiða – prófa (model – lead – test). Í hverri umferð byrjar kennarinn á því að kynna eitt afmarkað atriði 4 Direct Instruction er skrásett vörumerki á tiltekinni kennsluaðferð, sérhönnuðu kennsluefni og námskrá. Í kennslunni sem hér er lýst er aðeins átt við framkvæmd kennslunnar en hvorki nám- skrá né námsefni, þar sem slíkt efni hefur enn ekki verið gefið út á íslensku.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.