Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Qupperneq 75

Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Qupperneq 75
75 GUÐRÍÐUR ADDA RAGNARSDÓTTIR Seinna tímabil Haustið eftir kom í ljós að lestarfærni nemandans hafði dalað um sumarið og var þráðurinn tekinn upp að nýju. Verður framförum nemandans á því kennslutímabili (veturinn 2005–2006) lýst í meginatriðum. Kennt var í alls 88 stundir, á þessa leið: 1. 26. sept.–14. des. 2005, 38 stundir. Upprifjun, bókstafir/málhljóð. Blöndun mál- hljóða, lestur, hægt/hratt, einkvæð orð og orðleysur. 2. 18. jan.–30. mars 2006, 39 stundir. Lestur, einkvæð orð og orðleysur. Lestur, hægt/hratt, ýmis fjölkvæð orð. Hraðlestur á nýjum samfelldum textum. 3. 3. apríl–27. apríl 2006, 11 stundir. Ný verkefni, svo sem orðskýringar, lesskiln- ingur og endursögn. Viðfangsefni þessa hluta eru handan efnis greinarinnar. Framvinda Í ljósi stöðukönnunarinnar var ákveðið að kenna nemandanum að lesa með beinum fyrirmælum og hnitmiðaðri færniþjálfun. Honum skyldi kennt að bera rétt fram eins- tök málhljóð og umskrá tákn (bókstaf) í hljóð -lesa, og hljóð í tákn -skrifa eftir upp- lestri, þannig að ekki færi milli mála að hann réði yfir nauðsynlegri verkfærni til að tengja hljóðin bæði í lestri og ritun áður en ein- og fleirkvæð orð væru lögð fyrir hann. Þar eð ekkert íslenskt námsefni hefur verið samið samkvæmt Direct Instruction aðferðinni var valið úr því íslenska efni sem til er og hentaði til kennslunnar sem hér er lýst, auk æfingablaða sem kennarinn útbjó. Á fyrra kennslutímabilinu (19. janúar–12. maí 2005) vatt fyrstu 43 tímunum fram á svipaðan hátt. Nemandinn hlustaði á kennarann segja málhljóðin sem lágu fyrir þann daginn og endurtók þau. Samsvarandi bókstafir voru einnig fundnir í bókinni, málhljóð þeirra sögð, og skrifaði nemandinn þá síðan eftir heyrn í stílabókina sína. Kennarinn gekk sérstaklega eftir því að hljóðmyndun nemandans væri skýr og vara- og tungustaða rétt. Var nemandanum gert að horfa gaumgæfilega á munn kennarans þegar hann myndaði hljóðin nokkuð ýkt. Auk þess fékk nemandinn spegil til að sjá eigin varastöðu og æfa sig að mynda þau hljóð sem erfitt reyndist fyrir hann að greina á milli, svo sem o, ó og ö, eða þau sem hann vildi rugla saman, svo sem þ og f. Til að greina milli b/p, d/t, g/k, v/f, og ð/þ hélt nemandinn hendinni fyrir munni sér og fann hvenær blásturinn kitlaði mikið í lófann og hvenær lítið sem ekkert. Unnið var eftir DI- líkaninu (sjá þó þjálfun í aðgreiningu) auk þess sem skynjunar- og verkleiðir nemand- ans voru settar í ákveðna röð og númeraðar á stighækkandi borðum eftir því hversu mikið eða lítið kennarastýrð viðkomandi verkleið var. Á hliðstæðan hátt var náms- efnið hugsað í stigum sem leiddi rökrétt hver af öðrum (1–3) eftir umfangi efnisins frá hinu einfalda til flóknari heilda (component/composite). Námsefnið í hverjum stiga var síðan sneitt örþunnt – fleygað í einstök námsatriði, eins og bókstafi og málhljóð þeirra, og myndaði hvert námsatriði eða flaga eitt þrep í viðkomandi stiga. Mikilvægt er að undirstrika að námsefnið eða framvinduröð þrepanna -hvað kennt er hverju sinni annars vegar, og kennsluaðferðirnar eða röð borðanna -hvernig það er gert hins vegar, eru óháðar hvor annarri. Í kennslunni voru sömu skynjunar- og verkleiðirnar (borðin) endurteknar við hvert nýtt atriði/þrep sem fyrir lá í þeim námsefnisstiga sem unnið var í hverju sinni (1. mynd).
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173
Qupperneq 174
Qupperneq 175
Qupperneq 176
Qupperneq 177
Qupperneq 178
Qupperneq 179
Qupperneq 180
Qupperneq 181
Qupperneq 182
Qupperneq 183
Qupperneq 184
Qupperneq 185
Qupperneq 186
Qupperneq 187
Qupperneq 188
Qupperneq 189
Qupperneq 190
Qupperneq 191
Qupperneq 192
Qupperneq 193
Qupperneq 194
Qupperneq 195
Qupperneq 196
Qupperneq 197
Qupperneq 198
Qupperneq 199
Qupperneq 200
Qupperneq 201
Qupperneq 202

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.