Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Side 84
84
HVERNIG RÆTT IST SPÁ IN?
með sambærilegum hætti og á 2. mynd. Á öðru mælibili eru sýnd afköst í lestri 2. texta
dagana 25. apríl til 12. maí. Á þriðja mælibili eru sýnd afköst í lestri 3. texta dagana 3.
til 11. maí. Á fjórða mælibili eru sýnd afköst í lestri 4. texta dagana 11. og 12. maí. Á
fimmta mælibili eru sýnd lestrarafköst í 1., 2., 3., 4., og 5. texta sem mæld voru í lok
seinna kennslutímabils, í mars 2006. Á sjötta og síðasta mælibili eru afköst í lestri allra
fimm textanna sýnd aftur í mars 2007, þá um einu ári eftir að kennslu lauk. Hröðunar-
línur sem sýna tvöföldun (2.0x) á afköstum (100% aukningu afkasta) frá mæliviðmiði
eru lagðar ofan á raunmælingarnar til að beina athygli lesanda að afkastaaukningunni
á fyrra kennslutímabili.
2. texti.
Lestur 2. texta var mældur tvisvar í hraðaæfingum í hverri kennslustund fimm fyrstu
dagana sem sá texti var lesinn, en einu sinni sjötta og sjöunda kennsludaginn. Milli
lessprettanna var farið yfir textann með beinum fyrirmælum (12. þrep og aðgreining)
eins og á lestri 1. texta. Þegar nemandinn sá textann í fyrsta skipti las hann 40 atkvæði
rétt og 16 atkvæði röng. Það segir að leshraðinn var alls 56 atkvæði á mínútu, sem er
sami hraði og lestur á 1. texta mældist daginn eftir (26. apríl) þótt hlutfall rétt og rang-
lega lesinna atkvæða hafi þá verið allt annað, eða 53/3. Afköst nemandans jukust nær
daglega og var villum breytt í rétt lesin atkvæði með beinum fyrirmælum. Á sjöunda
kennsludegi þann 3. maí var leshraðinn kominn í 82/0. Það þýðir, eins og hallalínan
sýnir á 3. mynd, að fjöldi rétt lesinna atkvæða úr fyrstu mælingu á 2. texta þann 25.
apríl hefur liðlega tvöfaldast (80:40) á sjö kennsludögum frá mæliviðmiði, sem er 2,05x
afkastaaukning. Með öðrum orðum, forspá höfundar um tvöföldun afkasta á viku gekk einnig
vel eftir á lestri 2. texta (6. tafla).
Hér vill höfundur vekja athygli á því að 2.–5. mæling á 2. texta sýna að nemand-
inn las hraðar þá daga en spáð hafði verið, hliðstætt og í fyrstu mælingum á 1. texta.
Aukningin frá upphafsmælingu þann 25. apríl til seinni mælingar næsta dags reyndist
vera 13 rétt lesin atkvæði, eða 2,3x aukning, sé miðað við tvöföldun á viku. Auk þessa
sýna næstu sex mælingar þar á eftir hversu vel framfarir nemandans dag frá degi falla
að spálínunni sem segir til um tvöföldun afkasta á viku.
Áður en fjallað verður um 3. og 4. texta, verður vikið að lestri 1. og 2. texta seinni
kennsluviku þeirra. Þá daga var lestur 3. texta einnig kenndur og mældur í sömu
kennslustundum, ásamt prófun á lestri 4. texta (6. tafla; 3. mynd). Afkastaaukningin í
seinni kennsluvikunni verður fyrst greind út frá mældum afköstum a) í lok fyrri viku
og síðan b) miðað við upphafsstöðu.
a) Afkastaaukning seinni kennsluviku miðað við afköst í lok þeirrar fyrri.
Eins og glögglega sést á æfingakortinu á 3. mynd fylgdu mælingarnar spálínunni
vel fyrir 1. og 2. texta fyrstu þrjá kennsludagana í seinni kennsluvikunni. Síðari þrjá
dagana í þeirri viku dregur úr aukningunni og eru mælingar á báðum textum þá
undir spálínu um tvöföldun miðað við lokastöðu í vikunni þar á undan. Nemand-
inn las 81 rétt atkvæði á mínútu eftir sjö daga kennslu á 1. texta. Miðað við tvöföldun
afkasta ætti hann í ljósi þess að ná 162 rétt lesnum atkvæðum á 7. kennsludegi þaðan
í frá. Kennsludagarnir urðu aðeins sex seinni vikuna og hefði nemandinn samkvæmt