Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Page 95
95
BIRNA MARÍA SVANBJÖRNSDÓTT IR
Vilja foreldrar stuðning
í foreldrahlutverkinu?
Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna viðhorf foreldra til stuðnings við þá í foreldra-
hlutverkinu. Helstu tildrög rannsóknarinnar eru áhyggjur af auknu agaleysi og andfélagslegri
hegðun barna og unglinga og hugsanlegu öryggisleysi foreldra í uppeldismálum. Margir sam-
verkandi þættir eru taldir hafa áhrif á þroska og vöxt barns en foreldrar eru þar í lykilstöðu,
svo sem með uppeldisháttum og tengslamyndun. Mikilvægt er því að þeir geti sinnt því hlut-
verki eins vel og frekast er kostur og fái stuðning til þess ef þeir þurfa og vilja. En vilja þeir
stuðning? Í hvaða þáttum og með hvaða hætti? Könnun þess efnis var gerð meðal foreldra 180
barna á aldrinum 4–12 ára í einu skólahverfi á Akureyri vorið 2003. Helstu niðurstöður eru
að tæp 70% svarenda vildu stuðning í foreldrahlutverkinu með einum eða öðrum hætti. Þeir
foreldrar sem töldu sig vel í stakk búna til að ala upp barn óskuðu síður eftir stuðningi en hinir.
INNGANGUR
Miklar viðhorfsbreytingar hafa orðið í þjóðfélaginu á síðustu 50 árum og kemur það
m.a. fram í breyttu fjölskyldumynstri. Þessi breyting hefur verið nefnd breytingin úr
nútímafjölskyldu í samtímafjölskyldu (Elín Thorarensen, 1998). Uppeldi er ekki lengur
talið meðfædd þekking sem byggist á skynsemi heldur tækni sem foreldrar verða að
tileinka sér (Elkind, 1995). Foreldrar bera meginábyrgð á uppeldi barna sinna en eiga
rétt á utanaðkomandi aðstoð við það. Í Aðalnámskrám grunnskóla (2006) og leikskóla
(1999) segir m.a. að í skólanum skuli unnið að því í samvinnu við heimilin að búa
nemendur undir líf og starf en að frumábyrgðin á uppeldi og menntun hvíli á for-
eldrum. Sameiginlegt verkefni heimila og skóla krefjist náinna tengsla, gagnkvæms
trausts, samábyrgðar og samvinnu. Enn fremur er þar tekið fram að skólinn eigi að
aðstoða foreldrana í uppeldishlutverkinu. Þetta er einnig áréttað í lögum um leik- og
grunnskóla (1994 nr. 78, 2.gr.; 1995 nr. 66, 2. gr.) þar sem sagt er að hlutverk skólanna
sé, í samvinnu við heimilin, að efla alhliða þroska barna og undirbúa þau undir líf og
starf í lýðræðisþjóðfélagi sem er í sífelldri þróun. Sömu áherslur á uppeldi og ábyrgð
er að finna í samningi Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins (1991 nr. 18) en þar
stendur m.a. að aðildarríki skuli gera það sem í þeirra valdi stendur til að tryggja að
Uppeldi og menntun
16. árgangur 2. hefti, 2007