Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Síða 99
99
BIRNA M. SVANBJÖRNSDÓTT I R
erfiðara með að gera grein fyrir daglegum athöfnum barna sinna og virtust almennt
taka minnst tillit til barna sinna af norrænu foreldrunum. Annað atriði sem var ein-
kennandi fyrir Ísland var hversu mikill kynjamunur var á þátttöku í uppeldi en mæð-
ur koma þar meira við sögu en feður. Íslensku börnin virtust njóta lítilla samvista við
feður sína (Baldur Kristjánsson, 2003). Sigrún Júlíusdóttir (2003) telur þó að margt
bendi til að ný gildi og áherslur séu að mótast í íslensku samfélagi. Hún segir að
ungt fólk virðist nú fremur skipuleggja fjölskyldumyndun en áður og sæki jafnvel
fjölskylduráðgjöf og fræðslu.
Í hinum vestræna heimi er ríkjandi það viðhorf að notendur opinberrar þjónustu
eigi að geta haft áhrif á þjónustuna, einkum ef hún snertir daglegt líf notandans, svo
sem þjónusta skóla og heilsugæslu. Því meiri áhrif sem notandi getur haft þeim mun
meiri árangurs má vænta af starfseminni (Elísabet Svavarsdóttir og Ólafur Guðmunds-
son, 1996). Á Íslandi er gert ráð fyrir því að samstarfið um skólastarfið í heild fari fram
á vegum foreldrafélaga. Þar eru mótaðar leiðir til að foreldrar fái tækifæri til áhrifa á
skipulag og áherslur í skólastarfi (Lög um grunnskóla 1995:35. gr.). Gerð var könnun
á viðhorfi foreldra til samstarfs heimila og skóla í tveimur skólum í Kópavogi skóla-
árið 1994–1995. Úrtakið var 200 foreldrar, 170 svöruðu eða 85%. Helstu niðurstöður
könnunarinnar eru þær að um 92% aðspurðra foreldra töldu samstarf milli heimila og
skóla skipta miklu eða mjög miklu máli en jafnstórum hluta þeirra fannst þeir hafa lítil
sem engin áhrif á skólastarfið. Ríflega helmingur foreldra hafði aldrei haft samband
við skólann utan hefðbundinna foreldradaga eða funda á skólaárinu og enn færri, eða
um 35%, höfðu haft samband út af öðru en námi og einungis 3% höfðu reglubundið
haft samband (Elísabet Svavarsdóttir og Ólafur Guðmundsson, 1996).
Árin 2002–2004 var gerð starfendarannsókn í Oddeyrarskóla á Akureyri á bættu
samstarfi heimila og skóla og þar kemur fram ánægja hjá foreldrum með þann þátt
verkefnisins sem snerist um uppeldi og foreldrahlutverk. Foreldrum þótti hafa skap-
ast traust og jákvæðni í samskiptum heimilis og skóla. Eins voru foreldrar ánægðir
með að fá hagnýt námskeið og fræðslufundi en best gekk með fræðsluþátt foreldra
þegar fræðslan tengdist námi nemenda, þroska þeirra, félagstengslum eða forvörnum
(Ingibjörg Auðunsdóttir, 2006). Þessar niðurstöður eru í takt við niðurstöður ETAI-
rannsóknarinnar sem gerð var á árunum 1998–2001 og er afrakstur samvinnu skóla-
fólks frá Austurríki, Íslandi, Portúgal og Spáni. Þar kom fram að þegar foreldrum stóð
til boða fræðsla hefði það bæði haft jákvæð áhrif á nám barnsins í skólanum og heima
(Rósa Eggertsdóttir, Gretar L. Marinósson o.fl., 2002). Þessar niðurstöður benda til
þess að fræðsla til foreldra komi börnum þeirra til góða.
Ef litið er til kenninga Bronfenbrenner er ljóst að margir samverkandi þættir hafa
áhrif á þroska og vöxt barns en þær kenningar ásamt kenningum og hugmyndum um
geðtengslamyndun, uppeldishætti og verndar- og áhættuþætti gefa skýrt til kynna að
foreldrar gegna lykilhlutverki í umönnun barnsins og því mikilvægt að þeir geti sinnt
því hlutverki eins og best verður á kosið. Ef sú tilfinning er á rökum reist sem nefnd
er í inngangi, að foreldrar séu óöruggir í foreldrahlutverkinu, er mikilvægt að styðja
þá í því hlutverki. Spurningin er hins vegar hvort þeir vilji slíkan stuðning eða ekki
og hvort aldur foreldra, menntunarstig eða aðrir þættir hafi áhrif þar á. Ætla má að
foreldrar vilji börnum sínum allt það besta en jafnframt má geta sér til um að þeir séu