Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Page 100
100
VI L JA FORELDRAR STUÐNING Í FORELDRAHLUTVERK INU?
e.t.v. óvissir um hvernig þeir eigi að koma fram við þau til að þeim líði sem best og
farnist vel í lífinu. Velta má fyrir sér hvort foreldrar séu ragir við að leita ráða og leiða
í uppeldismálum og hvort þeir séu meðvitaðir um rétt sinn til utanaðkomandi stuðn-
ings eða aðstoðar í hlutverki sínu, en eins og fram kemur hér að framan ber skóla og
samfélagi að styðja þá í foreldrahlutverkinu. Einnig er óvíst að skólarnir og aðrar sam-
félagslegar stofnanir styðji foreldrana í foreldrahlutverkinu eins og þeim er ætlað.
Í þessari grein verður fjallað um rannsókn sem gerð var meðal foreldra í einu skóla-
hverfi á Akureyri vorið 2003, þar sem m.a. voru könnuð viðhorf foreldra til uppeld-
ismála, aðstaða til uppeldis á Akureyri og í tilteknu skólahverfi og hugsanleg þörf
fyrir utanaðkomandi aðstoð í foreldrahlutverkinu. Tilgangur rannsóknarinnar var að
átta sig á þörfum og óskum foreldra til að geta betur komið til móts við þá og veitt
þeim þann stuðning og fræðslu í foreldrahlutverkinu sem þeir eiga rétt á.1 Ekki er
vitað til að sambærileg könnun hafi áður verið gerð á Íslandi.
Hér verður gerð grein fyrir hluta af niðurstöðum könnunarinnar og leitað svara við
rannsóknarspurningunum: Vilja foreldrar stuðning í foreldrahlutverkinu? Ef svo er,
þá í hverju og með hvaða hætti? Með stuðningi er bæði átt við beina fræðslu um upp-
eldismál en einnig t.d. það að skapa vettvang fyrir foreldra til að byggja upp mikilvæg
tengsl við aðra foreldra, skapa jafnvægi í samskiptum heimila og skóla og auðvelda
foreldrum að leita eftir umræðu og ráðgjöf hjá fagaðilum í samfélaginu án mikillar
fyrirhafnar. Kannað var hvort þættir eins og líðan barna og gengi þeirra í samskiptum
við önnur börn og álit foreldra á eigin færni í uppeldismálum hefði áhrif á afstöðu
þeirra til þátta sem rannsóknarspurningarnar tóku til. Skoðað var hvort foreldrar
sem t.d. töldu sig vel í stakk búna til að ala upp barn og studdu vel við félagslegan
þroska barnsins óskuðu síður eða frekar eftir stuðningi í foreldrahlutverkinu en hinir.
Þess er vænst að vitneskjan um vilja foreldra leiði til markvissara forvarnarstarfs af
hálfu opinberra aðila. Þannig mætti hugsanlega vinna gegn agaleysi og andfélagslegri
hegðun og stuðla að bættum samskiptum og jákvæðri sjálfsmynd barna.
AÐFERÐ
Valið var eitt skólahverfi á Akureyri. Í hverfinu bjuggu 1. desember 2003 um 2800
manns (Hagstofa Íslands, 2005). Hverfið var talið geta gefið góða heildarsýn á mis-
munandi þarfir og óskir foreldra og forráðamanna. Það er gróið en er þó enn í vexti og
þar býr fólk af mismunandi þjóðfélagsstigum. Þar eru þrír leikskólar og einn grunn-
skóli, samtals með um 680 börnum, um 450 í grunnskólanum og um 230 í leikskól-
unum.
1 Rannsóknin var unnin til fullnaðar M.Ed. gráðu í menntunarfræðum við Háskólann á Akureyri
2005. Hún er hluti af forvarnarverkefninu „Barnið í brennidepli“ sem unnið hefur verið að í einu
skólahverfi á Akureyri.