Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Page 100

Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Page 100
100 VI L JA FORELDRAR STUÐNING Í FORELDRAHLUTVERK INU? e.t.v. óvissir um hvernig þeir eigi að koma fram við þau til að þeim líði sem best og farnist vel í lífinu. Velta má fyrir sér hvort foreldrar séu ragir við að leita ráða og leiða í uppeldismálum og hvort þeir séu meðvitaðir um rétt sinn til utanaðkomandi stuðn- ings eða aðstoðar í hlutverki sínu, en eins og fram kemur hér að framan ber skóla og samfélagi að styðja þá í foreldrahlutverkinu. Einnig er óvíst að skólarnir og aðrar sam- félagslegar stofnanir styðji foreldrana í foreldrahlutverkinu eins og þeim er ætlað. Í þessari grein verður fjallað um rannsókn sem gerð var meðal foreldra í einu skóla- hverfi á Akureyri vorið 2003, þar sem m.a. voru könnuð viðhorf foreldra til uppeld- ismála, aðstaða til uppeldis á Akureyri og í tilteknu skólahverfi og hugsanleg þörf fyrir utanaðkomandi aðstoð í foreldrahlutverkinu. Tilgangur rannsóknarinnar var að átta sig á þörfum og óskum foreldra til að geta betur komið til móts við þá og veitt þeim þann stuðning og fræðslu í foreldrahlutverkinu sem þeir eiga rétt á.1 Ekki er vitað til að sambærileg könnun hafi áður verið gerð á Íslandi. Hér verður gerð grein fyrir hluta af niðurstöðum könnunarinnar og leitað svara við rannsóknarspurningunum: Vilja foreldrar stuðning í foreldrahlutverkinu? Ef svo er, þá í hverju og með hvaða hætti? Með stuðningi er bæði átt við beina fræðslu um upp- eldismál en einnig t.d. það að skapa vettvang fyrir foreldra til að byggja upp mikilvæg tengsl við aðra foreldra, skapa jafnvægi í samskiptum heimila og skóla og auðvelda foreldrum að leita eftir umræðu og ráðgjöf hjá fagaðilum í samfélaginu án mikillar fyrirhafnar. Kannað var hvort þættir eins og líðan barna og gengi þeirra í samskiptum við önnur börn og álit foreldra á eigin færni í uppeldismálum hefði áhrif á afstöðu þeirra til þátta sem rannsóknarspurningarnar tóku til. Skoðað var hvort foreldrar sem t.d. töldu sig vel í stakk búna til að ala upp barn og studdu vel við félagslegan þroska barnsins óskuðu síður eða frekar eftir stuðningi í foreldrahlutverkinu en hinir. Þess er vænst að vitneskjan um vilja foreldra leiði til markvissara forvarnarstarfs af hálfu opinberra aðila. Þannig mætti hugsanlega vinna gegn agaleysi og andfélagslegri hegðun og stuðla að bættum samskiptum og jákvæðri sjálfsmynd barna. AÐFERÐ Valið var eitt skólahverfi á Akureyri. Í hverfinu bjuggu 1. desember 2003 um 2800 manns (Hagstofa Íslands, 2005). Hverfið var talið geta gefið góða heildarsýn á mis- munandi þarfir og óskir foreldra og forráðamanna. Það er gróið en er þó enn í vexti og þar býr fólk af mismunandi þjóðfélagsstigum. Þar eru þrír leikskólar og einn grunn- skóli, samtals með um 680 börnum, um 450 í grunnskólanum og um 230 í leikskól- unum. 1 Rannsóknin var unnin til fullnaðar M.Ed. gráðu í menntunarfræðum við Háskólann á Akureyri 2005. Hún er hluti af forvarnarverkefninu „Barnið í brennidepli“ sem unnið hefur verið að í einu skólahverfi á Akureyri.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.