Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Síða 131
131
GUNNHILDUR ÓSKARSDÓTTIR
Mynd 15 – Myndin sýnir niðurstöður teikninga barnanna í hópunum þremur fyrir og
eftir kennslu um líffærin (átta þrepa kvarðinn).
Hæglát börn Nokkuð virk börn Mjög virk börn
Börnin í hópi 2, nokkuð virk (taka stundum þátt í umræðum), eru sjö. Á myndum 14 og
15 eru aðeins sýnd sex börn þar sem það sjöunda í þessum hópi var ekki í bekknum í
1. bekk, fékk þess vegna ekki sömu kennslu og er því ekki með á myndum 14 og 15.
Það var lítill munur á hugmyndum þessara barna samkvæmt upplýsingum sem aflað
var með mismunandi rannsóknaraðferðum, þ.e. teikningum, viðtölum og greinandi
verkefnum. Það var þó eitt barn í þessum hópi (drengur) sem átti erfitt með einbeit-
ingu. Erfitt var að greina teikningarnar hans því þær voru svo ruglingslegar og þó
hann hefði fengið hjálp við að lesa í gegnum greinandi verkefnin sýndu hvorki þau
né teikningarnar að hann hefði bætt við þekkingu sína á meðan á verkefninu stóð.
Hins vegar blómstraði hann í viðtalinu og sýndi þekkingu á útliti, staðsetningu og
hlutverki allra helstu líffæranna og sýndi einnig þó nokkra viðbótarþekkingu. Í þessu
tilfelli var sem sagt mikill munur á upplýsingum sem rannsóknaraðferðirnar gáfu og
ef viðtal hefði ekki verið notað hefðu upplýsingar um hugmyndir og þekkingu þessa
nemanda verið mjög takmarkaðar.
Í hópi 1, mjög virk (taka virkan þátt í umræðum) eru 5 börn, fjórir drengir og ein
stúlka, og eru þau mjög ólík og virðast ekki eiga neitt sameiginlegt annað en að vera
viljug til að taka þátt í umræðum í bekknum og deila hugmyndum sínum og skoð-
unum. Tveir drengjanna þurftu mikla athygli. Annar þeirra var ekki í bekknum fyrra
árið sem rannsóknin fór fram og fékk þess vegna ekki sömu kennslu og er því ekki
með á myndum 14 og 15. Hinn drengurinn (barn 15) tjáði sig mikið um hugmyndir
sínar og veit þó nokkuð um líkamann. Teikningar hans, viðtalið við hann og greinandi
verkefnin sýna hins vegar að hann hefur mjög óljósar hugmyndir og þekkingu á útliti,
staðsetningu og hlutverki líffæranna.
Hin þrjú börnin (börn 1, 5 og 17) eru líka ólík. Barn 1 og 17, stúlka og drengur,
höfðu oft margt til málanna að leggja í bekkjarumræðum. Þau færðust bæði af þrepi
2 á þrep 4 á beina-kvarðanum en hún aðeins um eitt þrep, eða af þrepi 5 á þrep 6 á
Barn nr.
Fyrir Eftir
8
7
6
5
4
3
2
1
0
9 10 11 12 14 16 20
Barn nr.
Fyrir Eftir
6 7 8 13 18 19
8
7
6
5
4
3
2
1
0
Barn nr.
Fyrir Eftir
1 5 15 17
8
7
6
5
4
3
2
1
0