Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Page 143

Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Page 143
143 HRAFNHILDUR RAGNARSDÓTTIR heimilum. Þær eiga það allar sameiginlegt að vera settar til þess að fara eftir en oft eru þær því miður brotnar. Þá er gripið til ýmissa aðgerða og lögbrjótar settir í fangelsi. Þegar um [: um er að ræða] lögbrot innan skóla til dæmis er reynt að sjá til þess að sá seki fái makleg málagjöld og aðrir feti ekki í fótspor hans. Þegar stuldir, svindl og fleira rangt kemur upp verður að passa vel að saklaust fólk sé ekki sakað um eitthvað sem það gerið [: gerði] ekki. Það getur verið mjög erfitt að hreinsa þann algjörlega af sökinni og sá getur borið skaða af. Í skólum hér- lendis er ekki farið nógu vel eftir settum reglum og það sést greinilega af því einu að sjá bekk í menntaskólum í prófi. Í tilfellum sem prófsvindli er fremur auðvelt að koma upp um lögbrotið, en í málum sem einelti sem víða er allt of algengt í grunnskólum landsins getur reynst erfitt að koma í veg fyrir einelti því þar eru margir að verki og margir sem átta sig ekki á broti sínu. Þá er enginn einn sakhæfur og þarf því að tala til allra sem að málinu koma til að stöðva það. Álitsgerðir eru þannig mun óhlutbundnara viðfangsefni en frásögn og gera að sama skapi meiri vitsmunalegar kröfur, ef marka má niðurstöður rannsókna í þroskasál- fræði og hugfræði sem sýna að röksemdafærsla út frá staðhæfingum og óhlutstæðum hugtökum reynist erfiðari og síðbúnari en röksemdafærsla sem byggst getur á fyr- irbærum sem hönd er á festandi (sjá yfirlit m.a. í Moshman, 1998; Kuhn og Franklin, 2006). Loks ber þess að geta að færni í frásögnum jafnt og álitsgerðum er háð þjálfun og æfingu, sem börn og unglingar öðlast nú um stundir ekki síst í gegnum skólagöngu og menntun. Frásagnir eru algengari textategund en álitsgerðir og í íslenskri menningu á sagnahefð sér djúpar rætur. Flest börn kynnast sögum og frásögnum frá fyrstu tíð, bæði heima og í skóla, og geta sagt einfaldar sögur frá unga aldri. Álitsgerðir og aðrar skyldar textategundir koma vissulega við sögu líka, en hefð fyrir þjálfun í þeim er þó tæplega jafn rík í íslensku skólakerfi og menningu og frásagnarhefðin er, og ekki jafn sterk og í ýmsum öðrum löndum, t.d. Frakklandi. Aldur, þroski, skólastig og læsi Til þess að rekja atburðarás í frásögn eða setja fram álitsgerð um hvaðeina þannig að ekkert fari á milli mála þarf markvisst að tengja saman og skipuleggja upplýsingar af ýmsu tagi með hliðsjón af þörfum viðmælandans eða lesandans. Auk staðgóðrar þekkingar á tungumálinu reynir orðræða af þessu tagi því annars vegar á hugsun og færni í gagnavinnslu (information processing) og hins vegar getu til að setja sig inn í ólík sjónarhorn fólks og aðstæður. Vald á henni hlýtur þannig að vera samofið vitsmuna- og félagsþroska. Hug- og þroskasálfræðingum ber saman um að um 11–12 ára aldur gangi í garð tími mikilvægra þroskabreytinga sem síðan geta haldið áfram fram á fullorðinsár. Nýjar rannsóknir á þróun heilans og miðtaugakerfisins sýna einnig svo ekki verður um villst að miklar breytingar verða á þeim svæðum heilans sem fást við allt sem fel- ur í sér stjórn eigin hugarferla (sjá t.d. Kuhn og Franklin, 2006). Rökhugsun unglings er ekki jafn háð hinum hlutbundna veruleika og hugsun yngri barna. Smám saman
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.