Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Page 163

Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Page 163
163 HANNA RAGNARSDÓTTIR, HILDUR BLÖNDAL og félagslegri þróun verði þeir dauðadæmdir og óviðkomandi samfélaginu. Bauman (1997) talar um nauðsyn þess að háskólar séu „fjölhljóma“ (e. multivocal) og rökstyður það þannig að þar sem erfitt sé að segja fyrir um hvers konar sérþekking verði nauð- synleg í framtíðinni sé mikilvægt að háskólar styðji við ólíkar hugmyndir, nálganir og framtíðarsýn. Sumir fræðimenn hafa lagt til að inntak náms á öllum skólastigum verði endurskoðað með hliðsjón af vaxandi fjölbreytileika samfélaga. Er þá vísað til þess að inntak náms er víða fyrst og fremst tengt sögu og menningu viðkomandi lands og tilteknum meirihlutahóp eða -hópum. Breyttar áherslur feli þannig í sér víðari sýn á menningu og samfélag og horfi til stöðu allra einstaklinga í samfélaginu (Hanna Ragnarsdóttir, 2005). Í grein Cordeiro o.fl. (2003) er fjallað um mikilvægi þess að há- skólar skapi umræðu og leitist við að efla skilning nemenda á fjölbreytileika menn- ingar, ólíkum tungumálum og málefnum tengdum hnattvæðingu. Kennarar í kenn- araháskólum þurfa að mati þeirra að huga að alþjóðavæðingu námskráa, en til þess að hún geti átt sér stað telja þeir að samkomulag þurfi að vera um það hvers konar þekk- ingu og reynslu kennaranemar þurfi til að geta starfað í fjölmenningarsamfélagi. Aðrir fræðimenn hafa fjallað um fjölbreytta nemenda- og kennarahópa og áhrif fjölbreyti- leikans á háskólastarfið. Gundara (2000) segir að fjölbreyttur eða fjölmenningarlegur nemendahópur og fjölmenningarleg menntun sé ný áskorun fyrir háskóla, ekki síst kennaraháskóla og kalli á eftirfarandi breytingar: Stefnu og skuldbindingar einstakra stofnana; aukna þekkingu kennara og starfsþróun; fjölbreyttari kennarahóp; alhliða skipulagsbreytingar í háskólanámi kennara og sterkari tengsl háskóla við samfélagið og þróun þess. Gundara telur að þessa þætti skorti almennt í háskólum í Evrópu sem að stórum hluta miðist við tiltekinn hóp samfélagsþegnanna. Taylor (2000) telur það grundvallaratriði að samsetning starfsliðs háskóla sé í samræmi við fjölbreytileika nemendanna eða þann fjölbreytileika sem stefnt er að. Það þurfi að skapa stofnana- menningu innan háskóla sem viðurkennir gildi menningarlegs fjölbreytileika og virkj- ar minnihlutahópa til þátttöku. Hann bendir einnig á að gott aðgengi ólíkra hópa að háskólum á jafnréttisgrundvelli dugi ekki til, heldur þurfi einnig að leggja áherslu á virka þátttöku allra nemenda innan háskólanna í mótun sameiginlegrar stofnana- menningar. Hugmyndir Sergiovanni (1999) um skóla sem samfélög eru einnig mik- ilvægar í þessu samhengi. Sergiovanni hefur bent á að forysta og skipulag hafi þýð- ingarmiklu hlutverki að gegna í þróun fjölmenningarlegrar menntunar. Skólinn geti þannig verið vettvangur ólíkra „samfélaga“, sem sjá þegnum sínum fyrir kenningum og ramma. Skólar þurfi fyrst og fremst að vera samfélög með tilgang, þar sem þegnar hafi þróað með sér sameiginlega hugsun, náð samstöðu um tiltekna hugmyndafræði og tileinkað sér viss grunngildi. Sergiovanni fjallar einnig um samfélög fyrir alla í skólum þar sem gagnkvæm virðing ríki gagnvart fjölbreytileika hvað varðar t.d. efna- hag, trúarbrögð, menningu, uppruna eða fjölskyldu. Segja má að margar framangreindra hugmynda birtist í yfirlýsingu um háskóla- menntun í Evrópu frá ráðherrum menntamála sem þátt eiga í Bologna-ferlinu (Bologna Secretariat Website. Department for education and skills, 2007). Þar kemur fram að í undirbúningi sé samevrópskt háskólasvæði (European Higher Education Area – EHEA), sem m.a. er ætlað að bregðast við hnattvæðingu og byggist á akademísku
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.