Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Page 166

Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Page 166
166 HÁSKÓLAST IG IÐ Í L JÓS I HNATTVÆÐINGAR endahópa í háskólum geri auknar kröfur til háskólakennara og nemenda. Kröfurnar séu fyrst og fremst þær að komið sé til móts við þarfir erlendra nemenda sem oft standa frammi fyrir nýjum og framandlegum félags- og menningarlegum venjum og gildum, ókunnuglegum kennslu- og námsaðferðum og öðrum væntingum og venjum um þátttöku og framkomu en þeir hafa áður kynnst. Að auki fylgi þeim oft miklar væntingar fjölskyldu og vina í upprunalandinu um velgengni í námi. McLean og Ransom (2005) benda á að erlendir háskólanemendur séu í flestum til- vikum metnir út frá viðmiðum og gildum landsins þar sem þeir stunda nám og gert ráð fyrir að þeir þekki og skilji þessi viðmið. Vandamál sem upp komi séu því talin mál nemendanna sjálfra, það sé þeirra ábyrgð að laga sig að viðkomandi viðmiðum og gildum. Ný nálgun í háskólum þar sem nemendahópar eru fjölbreyttir væri að reyna að átta sig á þeirri hæfni og reynslu sem einstaklingar í nemendahópum búa yfir og væntingum þeirra til kennara. McLean og Ransom (2005) og Dunn og Carroll (2005) leggja áherslu á að kennsla í háskóla þar sem nemendahópar eru fjölbreyttir þurfi að fela í sér umburðarlyndi og virðingu fyrir því sem er ólíkt hefðbundnum viðmiðum skólans. Í þessu samhengi er einnig fjallað um mikilvægi sveigjanlegra kennsluhátta og samvinnu kennara í þróun hentugra kennsluaðferða fyrir fjölbreytta nemendahópa. Fjölbreyttir nemendahópar og þróun námskráa í kennaranámi Yfirlýsing UNESCO um menningarlegan fjölbreytileika var samþykkt samhljóða á 31. þingi UNESCO árið 2001 (UNESCO, 2007). Í yfirlýsingunni felst m.a. að menning- arleg réttindi séu óaðskiljanlegur hluti mannréttinda. Samkvæmt henni eiga allir rétt til að tjá sig, skapa og dreifa verkum sínum á tungumáli að eigin vali, sérstaklega á eigin móðurmáli, og allir eiga rétt á vandaðri menntun og þjálfun sem virðir að fullu menningarlega sjálfsmynd þeirra. Yfirlýsingin styður einnig fjöltyngi og leggur m.a. áherslu á eftirfarandi: 1) Að hvetja til fjölbreytileika tungumála – um leið og móð- urmál eru virt – á öllum stigum menntunar, hvar sem kostur er og hlúa að námi í nokkrum tungumálum frá unga aldri og 2) að efla með menntun skilning á jákvæðu gildi menningarlegs fjölbreytileika og að bæta í þessum tilgangi námskrár og kenn- aramenntun. Bent hefur verið á mikilvægi þess að kennarar í leik- og grunnskólum séu af ólíkum uppruna og með fjölbreytt móðurmál, þar sem slíkt endurspegli samfélagsbreyting- ar, þ.e. hnattvæðingu og þróun fjölmenningarsamfélaga (sjá American Association of Colleges for Teacher Education, 2003, 2004). Í grein Cordeiro o.fl. (2003) kemur fram að fræðimenn þurfi að leiða hugann að því hvað hnattvæðing merki fyrir börn og ung- menni í skólum og í því samhengi, hvers konar menntun kennaranemar fái til að sinna því verkefni að mennta börn í hnattvæddum samfélögum. Við þetta vakna spurning- ar, svo sem hvernig skuli mennta börn fyrir þennan veruleika, hvers konar hæfni þeim sé nauðsynleg og að hve miklu leyti alþjóðleg sýn eigi heima í almennri menntun. Sýnt hefur verið fram á að menntun sé e.t.v. eina nothæfa langtímalausnin sem vinnur gegn fordómum, auk þess sem fjölmenningarsamfélög nútímans geri auknar kröfur um þvermenningarlega færni. Því má álykta að í kennaramenntun þurfi að þjálfa al-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202

x

Uppeldi og menntun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.