Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Side 190

Uppeldi og menntun - 16.02.2007, Side 190
190 um nám nemendanna sem er aðgengilegt sem upplýsingabanki fyrir þá og aðstand- endur þeirra eftir atvikum. Árið 2005 gaf framkvæmdastjórn Evrópusambandsins út skýrsluna Common Euro- pean Principles for Teacher Competences and Qualifications sem er afrakstur samvinnu og samráðs sérfræðinga á sviði kennslu og kennaramenntunar og hagsmunaaðila fjöl- margra Evrópuríkja. Skýrslan er til marks um vaxandi vitund um að setja þurfi gæði og inntak kennaramenntunar og færni kennara í starfi í forgang. Þar er birt sýn á kennarastarfið og kennara með því að lýsa kennarastéttinni meðal annars með eftir- farandi hætti: Kennarastéttin er háskólamenntuð stétt og hver kennari hefur góða og víðtæka fagmenntun, góða kennslu- og uppeldisfræðimenntun, færni til að leið- beina nemendum og styðja þá og skilning á félagslegum og menningarlegum þáttum menntunar og skólastarfs. Kennarastéttin lærir alla ævi og nýtur stuðnings og hvatn- ingar í starfsumhverfi sínu til að stunda símenntun, viðhalda þekkingu sinni, afla nýrrar þekkingar og hagnýta hana í starfi sínu. Kennarar færa þekkingu sína yfir landamæri þjóðríkja, mennta sig og starfa í öðrum löndum til að auka hæfni sína í starfi. Kennarastéttin tengist kennaramenntunarstofnunum sem að sínu leyti vinna náið með skólum, grenndarsamfélaginu, aðilum á vinnumarkaði og öðrum sem hags- muna eiga að gæta. Samhengi í kennaramenntun og skýr viðmið um hana skortir. Í fyrrgreindri skýrslu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins er sérstök áhersla lögð á slaka stöðu símenntunar kennara í mörgum Evrópulöndum. Tiltölulega litlum fjármunum sé varið til hennar, aðstæður kennara til að stunda símenntun séu ekki nógu góðar og mikið er talið skorta á samhengi milli grunnmenntunar, framhalds- menntunar og símenntunar kennara. Árið 2004 stóð OECD fyrir ráðstefnu í Amst- erdam þar sem kynnt var efni skýrslunnar Teachers Matter. Attracting, Developing and Retaining Effective Teachers, um kennaramenntun og starfsþjálfun kennara, nýliðun í kennslu, kennarastarfið, starfsþróun og fleira. Í skýrslunni er að finna leiðbeiningar til stjórnvalda og stefnumótunaraðila um viðmið og aðgerðir í málefnum kennara í því augnamiði að auka gæði kennslu. Þetta er í samræmi við mikla og vaxandi áherslu á alþjóðlegum vettvangi á að tengja beint saman stefnumótun um gæði menntunar og skilvirkni skólakerfisins og markmið um vel menntaða og áhugasama fagstétt kenn- ara í hverju landi. Þessi umfjöllun takmarkast ekki við almennar yfirlýsingar heldur hefur hver könnunin, úttektin og skýrslan rekið aðra þar sem á ítarlegan og sund- urliðaðan hátt er farið yfir málefni grunn-, framhalds- og símenntunar kennara, starfs- þjálfun kennaraefna, skipulega leiðsögn nýliða, tengsl kennaranáms við starfsþróun, val nemenda inn í kennaranám, val milli umsækjenda um kennarastöður, þátttöku kennara í stefnumótun, fjallað er um rannsóknir á menntun og skólastarfi og þátttöku kennara sjálfra í rannsóknum. Að sjálfsögðu er það misjafnt eftir löndum í hversu góðu eða slæmu horfi ofangreind mál eru. Ég tel þó óhætt að fullyrða að á Íslandi sé okkur hollt að líta í eigin barm um flest þessara atriða og horfast í augu við að bæði þarf stefnumótun, fjármagn, sjálfsgagnrýni, hugvit og samstöðu til að koma þeim í viðunandi horf. V IÐHORF
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202

x

Uppeldi og menntun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.