Hugur - 01.06.2011, Side 22

Hugur - 01.06.2011, Side 22
20 Kristian Guttesen ræðir við Sigríði Þorgeirsdóttur afgerandi fyrirbæris, eins og sumir höfundar hafa gert. Okkur var hugleiknara að sýna fram á tvíræðni og þversagnir í hugtökum heimspekinga um fæðingu og um dauða sem varpa ljósi á grundvallarhugmyndir um manninn, um tilurð samfélaga og um stjórnmál. Undirtitill verksins er „heimspeki líkamleika" en sú staðreynd að við fæðumst og deyjum hefur augljóslega með líkamleika að gera, við fæðumst inn í mannleg tengsl og inn í mannlegt samfélag og þegar við deyjum segjum við skilið við ástvini og skiljum eftir okkur sögu. Oft hefur saga samfélaga hafn- að uppruna sínum í móðurinni. Það er iðulega talað um stofnendur sem „feður“ sem virðast heldur ekki eiga sér móðurlegan uppruna. Móðirin er oft þurrkuð út og hverfur úr siþafræði þeirra hugmynda sem eiga að skýra tilurð samfélaga. Mannskilningur heimspekinnar, t.d. hugmyndir hennar um þekkingarveruna eða siðveruna, hefur oft á tíðum þess vegna verið mjög einstaklingsbundinn. Með því að varpa ljósi á hugtakið „fæðingu“ reynum við að auðga mannskilning heimspek- innar með því að beina sjónum að uppruna, tilurð og endalokum sem hafi með manninn sem tengsla- og samfélagsveru að gera. Heimspekin hefur á margan hátt lengst af verið fangin í stak-miðuðum mannskilningi, hún strandaði á „hin- um“. Hefðin býr hins vegar yfir straumum og stefnum sem hafa oft ekki náð inn í meginstrauma og femínískir heimspekingar hafa verið duglegir að leita uppi hliðarstrauma og vanmetna þætti og nýta sér þá. Við lesum oft gegn hefðinni með hefðinni. Fyrir vikið birtist fortíðin í litríkara Ijósi. Þetta minnir um margt á viðhorfNietzsches tilhefðarinnar en lifheimspeki hans var í senn afturhvarf tilgleymds upphafs vestrænnar hugsunar og viðleitni til að hugsa um veruleikann á grundvelli Ifsins sjálfs sem náttúrulegsfyrirbæris. Já, í mínum hluta bókarinnar fjalla ég um heimspeki Nietzsches um fæðingu og dauða. En hann var þeirrar skoðunar að heimspekin hefði lagt ofuráherslu á dauðann og að fæðingin væri betra hugtak til að beina sjónum að lífinu og skap- andi mætti þess. Heimspeki Nietzsches er liður í því sem má kalla náttúruvæð- ingu frumspekinnar. Hann kemur jú fram á sömu öld og Darwin. Old sem gerði sér grein fyrir því að maðurinn væri náttúruvera, hlekkur í lífkeðju. Nietzsche vildi hins vegar draga fram sérstöðu mannsins sem væri sköpunarmáttur mann- legs eðlis, hæfnin til að þróa betri siðmenningu. Klikkaðar hugmyndir hans um ofúrmenni sem hafa verið nýttar af mannfjandsamlegum öflum eru ömurlegar og þær skýra ýmislegt í heimspeki hans sem ég bregst við, m.a. ákveðið óraunsæi um ofurmenni sem geta allt ein og sjálf. Hugsun Nietzsches hefúr samt verið mér mun mildlvægari uppspretta í jákvæðu tilliti vegna þess að hann fer gegn ofur- áherslu hefðarinnar á manninn sem vitsmunalega veru á kostnað þess að við erum líkamlegar verur. Við fæðumst inn í líkama og líkamar gera okkur að mönnum af ákveðnu kyni, aldri, ástandi og staðsetningu í tíma og rúmi. Rannsóknir mínar á heimspeki Nietzsches hafa ekki einungis falist í því að draga fram þessa þætti kenninga hans, heldur hafa þær glímt við einstaklingshyggju heimspeki hans í þeim tilgangi að hugsa hana áfram á forsendu þess að við erum tengslaverur. Eg vil ekki gera lítið úr einstaklingsfrelsi sem hefúr orðið nokkurs konar mantra allt
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.