Hugur - 01.06.2011, Side 25

Hugur - 01.06.2011, Side 25
Við ernm stödd íflœkju veruleikans 23 samræðunni sem leiðinni til þess að komast hjá ofbeldi. Hins vegar hafa heim- spekingar á tuttugustu öld fullyrt að það séu ofbeldiskenndir drættir í ákveðnum grundvallarviðhorfum vestrænnar heimspeki. Heidegger talaði til dæmis um að vestræn verufræði byggi á því að hlutgera veruleikann, og vísar hann þá til þess hvernig við flokkum og merkjum og auðkennum hlutina. Það má skilja þetta á margan hátt, en einn skilningur væri sá að þekking sé vald til að skilgreina hlutina og skilgreiningar geti falið í sér valdbeitingu, vegna þess að sjónarhorn viðkom- andi skilgreinanda er ævinlega skilyrt og takmarkað og þjónar vissum tilgangi og hagsmunum. Það sem mér dettur helst í hugpegarpú nefnirpetta er að heimspekingnum hættir ef til vill til að líta á sjálfan sig eins og leitandann forðum sem stígur upp úr hellinum og sér hið eina og sanna Ijós - og ápvi leiki enginn vafi að pað sem hann nemur sé satt og rétt. Þegar Aristóteles heyrðipvílíka kenningu hjá Platoni, págat hann samt alltaf leyft sér að efast. Eru heimspekingar kannski of vissir ísinni sök umpað sempeir hafa fram að fiera? Hvað efann varðar er ég sjálfsagt meiri aristótelisti í mér en platonisti. Kannski hafa sumir heimspekingar talið sig vera færari um hlutlægni en aðrir. Rannsóknir hafa sýnt að þeim sem telja sig vera hlutlægastir er hættast við að vera hlutdrægir. Lítum til dæmis á hellislíkinguna í heimspeki Platons sem er líkast til þekktasta myndhverfingin um eðli og tilgang heimspekinnar. Heimspekingurinn sér ljósið þegar hann stígur út úr hellinum og gleymir hellinum. En hvað er í hellinum? Þar eru allar skoðanir mannanna, þar er lífið sjálft! Ég held að heimspekingurinn sé í hellinum, meðal annarra manna, með ljóstíruna sína þótt hann eða hún geti átt sér drauma og hugsjónir um annars konar heim. Og stundum beitum við vísind- um oklcar á ofbeldiskenndan hátt. Með ofbeldi á ég þá við að við tökum ekki tillit til sem flestra sjónarhorna. Við erum stödd í flækju veruleikans, og vísindi þreifa fyrir sér til að henda reiður á veruleikann. I heimspeki minni hef ég þess vegna lagt svona mikla áherslu á fjölbreytileika nálgana og viðhorfa. Mér finnst meira að segja nauðsynlegt að hrinda því framkvæmd, eða gera það í verki. Ég hef frá árinu 2007 ásamt Irmu Erlingsdóttur unnið að stofnun og uppbyggingu alþjóð- legs jafnréttisskóla, sem er starfræktur við Háskóla íslands í tengslum við utan- ríkisráðuneytið (sjá www.gest.hi.is), en einnig hefur verið unnið að uppbyggingu EDDU-öndvegisseturs sem er setur í gagnrýnum samtímarannsóknum og styður fræðilega við jafnréttisskólaverkefnið (www.edda.hi.is). Við jafnréttisskólann eru nemendur frá þróunarlöndum og átakasvæðum (konur og karlar), en við höfum verið með nemendur til dæmis frá Afganistan, herteknu svæðunum í Palestínu og Afríkulöndum. Mér finnst lærdómsríkt að kynnast viðhorfum þessara nemenda og þau gefa mér tækifæri til þess að sjá mín eigin viðhorf í nýju ljósi. Þetta er þverþjóðlegt nám og ég held að fyrir nemendur og kennara sé reynsla af því um- breytandi. Eg held að þetta lýsi einmitt ágætlega einum megintilgangi heimspeki. Ekki bara að árétta eigin viðhorf heldur að leitast við að dýpka eigin skilning. Þegar ég var að nema heimspeki, þá var ég oft spurð að því hvað ég ætlaði að
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.