Hugur - 01.06.2011, Side 25
Við ernm stödd íflœkju veruleikans
23
samræðunni sem leiðinni til þess að komast hjá ofbeldi. Hins vegar hafa heim-
spekingar á tuttugustu öld fullyrt að það séu ofbeldiskenndir drættir í ákveðnum
grundvallarviðhorfum vestrænnar heimspeki. Heidegger talaði til dæmis um að
vestræn verufræði byggi á því að hlutgera veruleikann, og vísar hann þá til þess
hvernig við flokkum og merkjum og auðkennum hlutina. Það má skilja þetta á
margan hátt, en einn skilningur væri sá að þekking sé vald til að skilgreina hlutina
og skilgreiningar geti falið í sér valdbeitingu, vegna þess að sjónarhorn viðkom-
andi skilgreinanda er ævinlega skilyrt og takmarkað og þjónar vissum tilgangi og
hagsmunum.
Það sem mér dettur helst í hugpegarpú nefnirpetta er að heimspekingnum hættir ef
til vill til að líta á sjálfan sig eins og leitandann forðum sem stígur upp úr hellinum og
sér hið eina og sanna Ijós - og ápvi leiki enginn vafi að pað sem hann nemur sé satt
og rétt. Þegar Aristóteles heyrðipvílíka kenningu hjá Platoni, págat hann samt alltaf
leyft sér að efast. Eru heimspekingar kannski of vissir ísinni sök umpað sempeir hafa
fram að fiera?
Hvað efann varðar er ég sjálfsagt meiri aristótelisti í mér en platonisti. Kannski
hafa sumir heimspekingar talið sig vera færari um hlutlægni en aðrir. Rannsóknir
hafa sýnt að þeim sem telja sig vera hlutlægastir er hættast við að vera hlutdrægir.
Lítum til dæmis á hellislíkinguna í heimspeki Platons sem er líkast til þekktasta
myndhverfingin um eðli og tilgang heimspekinnar. Heimspekingurinn sér ljósið
þegar hann stígur út úr hellinum og gleymir hellinum. En hvað er í hellinum? Þar
eru allar skoðanir mannanna, þar er lífið sjálft! Ég held að heimspekingurinn sé
í hellinum, meðal annarra manna, með ljóstíruna sína þótt hann eða hún geti átt
sér drauma og hugsjónir um annars konar heim. Og stundum beitum við vísind-
um oklcar á ofbeldiskenndan hátt. Með ofbeldi á ég þá við að við tökum ekki tillit
til sem flestra sjónarhorna. Við erum stödd í flækju veruleikans, og vísindi þreifa
fyrir sér til að henda reiður á veruleikann. I heimspeki minni hef ég þess vegna
lagt svona mikla áherslu á fjölbreytileika nálgana og viðhorfa. Mér finnst meira
að segja nauðsynlegt að hrinda því framkvæmd, eða gera það í verki. Ég hef frá
árinu 2007 ásamt Irmu Erlingsdóttur unnið að stofnun og uppbyggingu alþjóð-
legs jafnréttisskóla, sem er starfræktur við Háskóla íslands í tengslum við utan-
ríkisráðuneytið (sjá www.gest.hi.is), en einnig hefur verið unnið að uppbyggingu
EDDU-öndvegisseturs sem er setur í gagnrýnum samtímarannsóknum og styður
fræðilega við jafnréttisskólaverkefnið (www.edda.hi.is). Við jafnréttisskólann eru
nemendur frá þróunarlöndum og átakasvæðum (konur og karlar), en við höfum
verið með nemendur til dæmis frá Afganistan, herteknu svæðunum í Palestínu og
Afríkulöndum. Mér finnst lærdómsríkt að kynnast viðhorfum þessara nemenda
og þau gefa mér tækifæri til þess að sjá mín eigin viðhorf í nýju ljósi. Þetta er
þverþjóðlegt nám og ég held að fyrir nemendur og kennara sé reynsla af því um-
breytandi. Eg held að þetta lýsi einmitt ágætlega einum megintilgangi heimspeki.
Ekki bara að árétta eigin viðhorf heldur að leitast við að dýpka eigin skilning.
Þegar ég var að nema heimspeki, þá var ég oft spurð að því hvað ég ætlaði að