Hugur - 01.06.2011, Side 28
2Ó
Henry Alexander Henrysson
eitthvað sem svipar til þess sem Henry Thoreau lýsti, í þeirri frábæru ritgerð
„Walldng“, sem hinu algjöra frelsi og stjórnleysi; andstöðu alls þess sem „skóla-
stjórnendur dýrka“ eða hið lögbundna umhverfi sem einmitt er ekki undirselt
duttlungum og stjórnleysi.3 Fyrri skoðunin átti sér ákafan talsmann í franska hugs-
uðinum Blaise Pascal sem hélt því fullum fetum fram að náttúran væri „spillt".4
Seinni skoðunin litaði hinsvegar starf flestra helstu vísindamanna sautjándu aldar.
Aberandi ályktun sem gjarnan er dregin af seinni skilningnum er að náttúran sé
varnarlaus og óvirk andspænis skilningsgáfu mannsins.5 Fáir minnast í dag hins
forna stóulögmáls um að dygðugur maður lagi vilja sinn að náttúrunni.6
Eitt af því sem kveikti áhuga minn á náttúruhugtakinu var hvernig það kemur
fyrir í verkum hollenska heimspekingsins Baruchs Spinoza. Flestir þekkja hið
fræga orðasamband sem honum er eignað um samsemd náttúru og Guðs, Deus
sive Natura,7 en einkennilega margir heimspekingar eiga það til að túlka þessa
hugmynd á þann veg sem Thoreau hefði verið hæstánægður með. Kenningin hef-
ur jafnvel verið myndskreytt með sólsetri í Olpunum.8 9 Slík framsetning felur í sér
fremur einfeldningslegan skilning á hugmynd Spinoza, sérstaklega þegar farið er
út í smærri atriði í heimspeki hans þar sem náttúruhugtakið kemur við sögu, s.s. í
hinum kunnu orðasamböndum um natura naturata og natura naturans?
Það var þó kannski enn frekar lestur á sjöttu Hugleibingu Descartes sem vakti
hjá mér áhugann. Um miðbik hennar kemur orðasambandið natura docet („nátt-
úran kennir“) fyrir í þrígang.10 Þorsteinn Gylfason þýðir það sem „eðli mitt“ og
sem „engin skoðun er mér eðlislægari", sem í þessu samhengi er, að ég held, rétt
þýðing þrátt fyrir að setningarnar missi örlítið af broddi sínum. Helsti brodd-
urinn er nefnilega sá að Descartes er, þrátt fyrir allt hans tal um nýja tíma í heim-
speki, að vísa í aldagamla hugmynd: náttúran er kennari okkar. Honum er mikið
í mun að útskýra fyrir lesendum sínum að náttúran tali ekki bara til okkar á
hlutlausan hátt um hversdagsleg sannindi. Við trúum ýmsu um náttúruna sem
3 Thoreau 1993: 49.
4 Pascal 1995:4. A frummálinu ritar hann: „Que la nature est corrompue", og á hann fyrst og fremst
við mannlegt eðli. Spillingin eða rotnunin sem Pascal vísar til er hvorki guðfræði- né siðferðislegs
eðlis; það sem hann á við er sambhndsleysi mannsins við eigin uppruna og náttúruna.
5 Ofangreind skoðun er gjarnan rakin til Francis Bacon sem oft er sagður hafa hvatt til þess að
náttúran væri strekkt á pyndingarbekkinn til þess að hún ljóstri upp leyndarmálum sínum. Ég
efast um að Bacon hafi nokkurn tírna skrifað eitthvað á þann veg. Raunar má sjá hugmyndina
skjóta upp kollinum í bréfi skrifuðu af Leibniz (Leibniz 1956: 758), en það er hans túlkun á til-
raunavísindum yfirleitt sem vísar ekki til sérstaks staðar í verkum Bacons. En hugmyndin skaut
rótum og enn má sjá fræðimenn vitna í orð Bacons um að náttúruna verði að beita hörðu til þess
að hún gefi eitthvað upp.
6 Sjá grein Svavars Hrafns Svavarssonar „Stóísk siðfræði og náttúruhyggja" hér í heftinu, en hún
gefur greinargóða mynd af siðfræði stóumanna og hvernig „þeir vísuðu greinilegast allra heim-
spekinga til náttúrunnar, bæði náttúru mannsins og náttúru heimsins alls.“
7 Orðasambandið kemur fyrir, en ekki í þeirri mynd sem fólk kannast við það í, í inngangi 4. hluta
í Sidfrœði, Spinoza: „Ens, quod Deus, seu Naturam appellamus!‘
8 Magee 2002: 92-93.
9 Orðasamböndin eru ekki uppfinning Spinoza sjálfs en hann skilgreinir þau og gerir að sínum í
1. hluta Siðfrœði sinnar (setningu 20, athugasemd). Natura naturans er virk náttúra eða Guð og
natura naturata er óvirk náttúra í þeim skilningi að hún er athuguð undir einhverjum ákveðnum
hætti.
10 Descartes 2001: 212-213.