Hugur - 01.06.2011, Page 30

Hugur - 01.06.2011, Page 30
28 Henry Alexander Henrysson ingar af líkum orsökum, og öfugt, er svo nauðsynleg lífi allra manna, að hinni seinvirku skynsemi vorri með sínar skeikulu rökfærslur er tæpast treystandi fyrir henni. Skynseminnar gætir líka lítt fyrstu bernskuár vor og þegar best gegnir er henni hætt við að skjöplast og mistakast. Það samrýmist betur háttbundinni visku náttúrunnar að tryggja svo nauð- synlega hugarstarfsemi með því að fela hana einhverri eðlishvöt [...]. Eins og náttúran hefur kennt oss að beita höndum og fótum, án þess að gefa oss þekkingu á þeim vöðvum og taugum sem valda hreyfingum útlimanna, eins hefur hún rótfest í oss eðlishvöt sem stýrir huganum svo að hugsun vor sé í samræmi við framvindu ytri fyrirbæra [,..]14 Náttúruskilningur sumra þeirra sem telja sig merkisbera arfleifðar Humes fylgir hinsvegar ekki ávallt þessum anda. Náttúruhyggja Humes sem leggur fyrst og fremst áherslu á manninn sem hluta náttúrunnar hefur vikið fyrir náttúru- skilningi sem leggur áherslu á náttúruna sem viðfangsefni andspcenis manninum. Margir síðari tíma raunhyggjumenn hafa einbeitt sér að því að skoða náttúruna á þann hátt að ekki megi undir neinum kringumstæðum gera ráð fyrir að náttúran eigi erindi við okkur: hún er bara þarna. Allt annað er talið vera argasta frum- speki; jafnvel þegar vísun til „visku náttúrunnar" á einungis að vera einhvers konar myndlíking. Náttúruleg fyrirbæri koma okkur bara fyrir sjónir eins og þau koma okkur fyrir sjónir. Og þau eiga einungis að vera viðfangsefni svokaflaðra raunvís- inda eða þess sem af nokkru yfirlæti er kaflað „náttúruvísindi“.15 Annað atriði úr heimspeki Humes hefur svo einnig þróast á afar sérstakan hátt í hugsun þeirra sem kenna sig við raunhyggju. Þar á ég við tilhneiginguna til þess að gera siðfræði að einhvers konar sálarfræði, sem best sé að nálgast með leiðum raunvísinda.16 Þá eru „skyldur“ og önnur frumhugtök siðfræðinnar skýrð með vís- un í kenndir og hneigðir. Siðferðilegur veruleiki er þá útskýrður líkt og svengd og þorsti. Mannleg náttúra er ekkert annað en líkamleg - sem á þá að vera samheiti við „náttúruleg" - ferli. Hume var vissulega sjálfur forgöngumaður kenninga um að siðferði væri ekkert annað en hugurinn að teygja anga sína út til náttúrunnar og umhverfisins, en eins og ofangreind tflvitnun ber með sér er náttúran sem hann vísar til ekki nauðsynlega eins þögul og afskiptalaus og hún er talin vera í heimspeki hans.17 Hún er einnig sjálf uppspretta gilda okkar. 14 Hume 1988: 125. Rannsókn á skilningsgáfunni, sérstaklega 12. kafli, geymir vissulega einnig dæmi þar sem Hume gerir minna úr hinni náttúrulegu afstöðu sem er laus við nauðsynlega heim- spekilega íhugun. Hann virðist hins vegar, líkt og Descartes,gera greinarmun á því þegar náttúran blasir við okkur og því þegar hún er virk í þekkingu okkar. 15 Grein Eyju Margrétar Brynjarsdóttur „Að skoða náttúru til að skoða náttúru“ lýsir hvernig að- ferðir svokallaðra náttúruvísinda, þ.e. tilraunaaðferðin, er stöðugt að ryðja sér til rúms í heimspeki til þess að takast á við viðfangsefni sem hingað til hafa verið „hugleidd í hægindastólnum“. 16 Sjá grein Svavars „Stóísk siðfræði og náttúruhyggja“, en þar ræðir hann ítarlega um margs konar gagnrýni á náttúruhyggju í siðfræði nútímans. 17 Sbr. hin kunnu orð Humes (2001:112): „the mind has a great propensity to spread itself on exter- nal objects.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.