Hugur - 01.06.2011, Síða 34

Hugur - 01.06.2011, Síða 34
32 Henry Alexander Henrysson Kunn samlíking Leibniz á mannshuga og marmarakubbi gæti átt ágætlega við. Líkt og hverju marmarastykki er gefin af náttúrunni ákveðin mynd eftir „æðakerf- inu“ sínu sem fær myndhöggvari getur síðan leitt í ljós afhjúpast mannshugurinn í sinni réttu mynd aðeins við hin þyngstu högg tilverunar.29 Viss reynsla af tilver- unni varpar ljósi á hvernig hver og einn er samansettur. Samkvæmt Leibniz er það aðeins við djúpa íhugun sem skynjun okkar verður nægilega næm til að þessi afhjúpun verði möguleg. Við þurfum að leita til náttúrunnar til þess að kynnast okkar eigin náttúru. Við erum af náttúrunnar hendi gædd þeim eiginleika að vera þátttakendur í henni, með henni.30 IV Hér verð ég þó líklega að myndast við að svara einni ákveðinni spurningu: Hvað er þá náttúra? I stað þess að velja þá leið, sem er auðvitað alltaf freistandi, að snúa til baka til viðurkenndrar heimsmyndar sem samsamar náttúruhugtakið við sann- anlegar staðreyndir um ytri heim og líf- og sálfræðilegar forsendur mannlífs vil ég feta mig aftur til Aristótelesar. Eg byrjaði á Jónasi Hallgrímssyni. Hann sagði um frægan hugsuð: „eru samt hugmyndir vitringsins gamla svo snotrar og líflegar að enginn skyldi gjöra gys að þeim.“31 Ég fæ ekki betur séð en að hugmyndir Aristótelesar hafi einmitt verið svo snotrar og líflegar að þær hafi lifað ljómandi lífi á sautjándu og átjándu öld. Samkvæmt þeirri heimsmynd er náttúruhugtakið gildishlaðið.32 Heimurinn er cosmos, náttúruleg skipan sem endurspeglar þau gæði sem allir hlutir stefna að, og sem hugsun okkar getur, þegar henni er rétt beitt, orðið hluti af og þátttakandi í. Við erum hluti af þessari náttúru þegar við leitumst við að nálgast þau gæði sem náttúra okkar fær okkur til að sækjast eftir. Er þessi mynd sem ég hef verið að draga upp „aristókratísk“ frumspeki, eins og einhver sagði við mig um daginn? Ég ætla ekki að fullyrða neitt um það, en læt duga að benda á að það er til þráður sem á sér rót hjá Aristótelesi og blómstraði á nýöld (hvað sem hver segir) og sem mér finnst að eigi erindi við samtímann. Ég sé þennan þráð fyrir mér sem einhvers konar milliveg milli analýtískrar nátt- úruhyggju þeirra sem líta á Bacon og Hume sem andlega forfeður sína og róm- antískrar óreiðuhugsjónar Thoreau. Skynseminni er ætlað að afhjúpa ákveðnar forsendur í óreiðunni án þess að hrapa inn í merkingarleysi gildissnauðrar nátt- 29 Leibniz 1997: 52. 30 Grein Björns Þorsteinssonar „Náttúran, raunin og veran“ dregur skemmtilega fram, með því að rannsaka „Hugleiðingar við Oskju“ eftir Pál Skúlason, hvernig stórbrotin náttúra getur komið manni í snertingu við veruleikann sjálfan sem við aftur getum ekki annað en vonað að búi yfir reglu og leiðsögn. I íýrrnefndri málstofu Hugvísindaþings fékk ég þá spurningu hvers konar nátt- úrureynslu þurfi til þess að við upplifum náttúruna eins og hún tali til okkar. Sú náttúruskoðun sem ég ræði í þessum inngangi krefst ekki beinnar skynreynslu af ægifegurð. Hún snýst fyrst og fremst um afstöðu og íhugun. Hins vegar er eins víst að flest okkar verði ekki vör við náttúruna nema við ærandi gný vatnsfalla eða nístandi þögn víðerna. 31 Jónas Hallgrímsson 1989: 7. 32 Monte Johnson (2008) hefur nýlega vakið mikla athygli fyrir spennandi umíjöllun um náttúru, tilgang og merkingu í heimsfræði Aristótelesar. Bók hans hefur sannfært mig um að kenningar Aristótelesar og ekki siður sú þróun sem þessar kenningar fóru í gegnum á nýöld séu mikilvæg leið til þess að rannsaka gildi i náttúrunni og raunar gildi og hlutverk hennar sjálfrar.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.