Hugur - 01.06.2011, Page 56

Hugur - 01.06.2011, Page 56
54 Eyja Margrét Brynjarsdóttir unar. Þannig getur verið að lýsingar okkar og hugtök bindi okkur við að tala um tiltekna eiginleika fremur en aðra, sem getur vel verið að séu líka í heiminum en við munum aldrei geta hugsað okkur. Og ef svo er þá hlýtur það hvernig við skynjum og upplifum heiminn að vera að minnsta kosti ein af þeim leiðum sem við höfum til að nálgast eðli þessara eiginleika. Eg er alls elcki að stinga upp á tveggja heima kenningu í kantískum anda, vil ekki ganga svo langt að segja að heimurinn í sjálfum sér sé á einhvern hátt sem við getum ekki öðlast þekldngu á. Það sem ég vil halda í af kantismanum er sú hug- mynd að reynsluheimur okkar og það sem við getum kallað arkitektúr mannshug- ans ákvarði það hvernig við getum hugsað okkur heiminn og lýst honum. Þessar lýsingar okkar, sem meðal annars eru byggðar á skynreynslu, geta svo verið full- gildar lýsingar á heiminum og á eðli hlutanna, eða að minnsta kosti ekkert síðri en hverjar aðrar lýsingar. Þess vegna geta athuganir á mannlegri skynreynslu gefið okkur vísbendingar um frumspekilegt eðli sjálfstæðra eiginleika. Þó að heimurinn sé á einhvern veg, óháð mannlegri reynslu og upplifun, þá hljóta lýsingar okkar á heiminum alltaf að markast af mannlegri reynslu og upplifun. Lokaorð Þó að heimurinn hafi einhverja gerð í krafti sjálfs sín og að það kunni að vera svo að það sé ýmislegt við heiminn sem er óháð því hvernig við upplifum hann þá kann að vera að lýsingar okkar á þessari gerð og hlutunum og eiginleikunum í heiminum séu dæmdar til að markast af mannlegri upplifun. Ef það er rétt þá gildir það í frumspeki rétt eins og hverju öðru sem við tökumst á hendur. Þó að verufræði sé ekki ætlað sem slíkri að vera lýsing á mannlegri reynslu þá felur hún óbeint í sér slíka lýsingu, rétt eins og hver önnur mannleg iðja. Þó að umfjöll- unarefnið séu eiginleikar sem hlutir hafa óháð mannlegri reynslu geta rannsóknir á því hvernig lýsingar oldcar mótast og verða til þannig varpað ljósi á eðli þessara eiginleika, rétt eins og rannsóknir á mannlegri hegðun og skynjun geta varpað ljósi á eðli peninga og skynrænna eiginleika. En ekki er þar með sagt að slíkar rannsóknir hafi að geyma lykilinn að svörunum við öllum verufræðilegum spurn- ingum. Sumar hugleiðingar, eins og um það hvernig tilvist óháð reynslu geti verið möguleg, eru sjálfsagt betur komnar í hægindastólnum. Heimildir Armstrong, David. 19783. Nominatism and Realism, 1. bindi af Universals and Scienti/ic Realism. Cambridge: Cambridge University Press. Armstrong, David. iqjSb. A Theory of Universa/s, 2. bindi af Universals and Scientifc Realism. Cambridge: Cambridge University Press. Braddon-Mitchell, David og Robert Nola (ritstj.). 2009. Conceptual Analysis and Philosophica/Naturalism, Cambridge (Mass.)/London: MIT Press. Cattaneo, Zaira ogTomaso Vecchi. 2008. Supramodality Effects in Visual and Haptic
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.