Hugur - 01.06.2011, Qupperneq 56
54
Eyja Margrét Brynjarsdóttir
unar. Þannig getur verið að lýsingar okkar og hugtök bindi okkur við að tala um
tiltekna eiginleika fremur en aðra, sem getur vel verið að séu líka í heiminum
en við munum aldrei geta hugsað okkur. Og ef svo er þá hlýtur það hvernig við
skynjum og upplifum heiminn að vera að minnsta kosti ein af þeim leiðum sem
við höfum til að nálgast eðli þessara eiginleika.
Eg er alls elcki að stinga upp á tveggja heima kenningu í kantískum anda, vil
ekki ganga svo langt að segja að heimurinn í sjálfum sér sé á einhvern hátt sem við
getum ekki öðlast þekldngu á. Það sem ég vil halda í af kantismanum er sú hug-
mynd að reynsluheimur okkar og það sem við getum kallað arkitektúr mannshug-
ans ákvarði það hvernig við getum hugsað okkur heiminn og lýst honum. Þessar
lýsingar okkar, sem meðal annars eru byggðar á skynreynslu, geta svo verið full-
gildar lýsingar á heiminum og á eðli hlutanna, eða að minnsta kosti ekkert síðri
en hverjar aðrar lýsingar. Þess vegna geta athuganir á mannlegri skynreynslu gefið
okkur vísbendingar um frumspekilegt eðli sjálfstæðra eiginleika. Þó að heimurinn
sé á einhvern veg, óháð mannlegri reynslu og upplifun, þá hljóta lýsingar okkar á
heiminum alltaf að markast af mannlegri reynslu og upplifun.
Lokaorð
Þó að heimurinn hafi einhverja gerð í krafti sjálfs sín og að það kunni að vera
svo að það sé ýmislegt við heiminn sem er óháð því hvernig við upplifum hann
þá kann að vera að lýsingar okkar á þessari gerð og hlutunum og eiginleikunum
í heiminum séu dæmdar til að markast af mannlegri upplifun. Ef það er rétt þá
gildir það í frumspeki rétt eins og hverju öðru sem við tökumst á hendur. Þó að
verufræði sé ekki ætlað sem slíkri að vera lýsing á mannlegri reynslu þá felur hún
óbeint í sér slíka lýsingu, rétt eins og hver önnur mannleg iðja. Þó að umfjöll-
unarefnið séu eiginleikar sem hlutir hafa óháð mannlegri reynslu geta rannsóknir
á því hvernig lýsingar oldcar mótast og verða til þannig varpað ljósi á eðli þessara
eiginleika, rétt eins og rannsóknir á mannlegri hegðun og skynjun geta varpað
ljósi á eðli peninga og skynrænna eiginleika. En ekki er þar með sagt að slíkar
rannsóknir hafi að geyma lykilinn að svörunum við öllum verufræðilegum spurn-
ingum. Sumar hugleiðingar, eins og um það hvernig tilvist óháð reynslu geti verið
möguleg, eru sjálfsagt betur komnar í hægindastólnum.
Heimildir
Armstrong, David. 19783. Nominatism and Realism, 1. bindi af Universals and Scienti/ic
Realism. Cambridge: Cambridge University Press.
Armstrong, David. iqjSb. A Theory of Universa/s, 2. bindi af Universals and Scientifc
Realism. Cambridge: Cambridge University Press.
Braddon-Mitchell, David og Robert Nola (ritstj.). 2009. Conceptual Analysis and
Philosophica/Naturalism, Cambridge (Mass.)/London: MIT Press.
Cattaneo, Zaira ogTomaso Vecchi. 2008. Supramodality Effects in Visual and Haptic