Hugur - 01.06.2011, Blaðsíða 69

Hugur - 01.06.2011, Blaðsíða 69
67 Stóísk siðfrœði og náttúruhyggja en allt það sem hún ann upphaflega. Og með námi og skynsemi kemst hún að þeirri niðurstöðu að hér hvíli æðstu gæði manneskjunnar sem ber að lofa og leita þeirra sjálfra vegna.“32 Þeir skilgreina góðleika sem „hag eða ekki annað en hag“. Þannig vilja þeir sýna samsemd góðleika og farsældar. Sem hagur er góðleiki ekkert annað en dyggð og dyggðug breytni. Aftur er þetta samsamað fullkominni skynsemi og fullkomlega skynsamlegum athöfnum. Góðleiki er ekki annað en hagur að svo miklu leyti sem hann vísar til ýmissa þátta sem fela nauðsynlega í sér dyggð og skynsemi, svo sem sannrar vináttu og þeirra góðu geðsmuna sem einkenna dyggðuga manneskju. Dyggð manneskju felst í því að hún býr yfir góðleika. Stóumenn útskýrðu hana sem ákveðna kunnáttu, ekki ólíkt Sókratesi, sem þeir sögðust leita til í þessu máli sem flestum öðrum. Að ofan var útskýrt að fullkomnun skynseminnar felst i skilningi á samhljóman og skipan náttúrunnar. Samfara þessum skilningi er skipan eigin lífs í samræmi við skipan náttúrunnar. I þessari skipan felst sam- ræmi manneskjunnar við náttúruna. Skipanin krefst stöðugleika, skynsamlegrar samkvæmni og óbreytileika, ónæmis fyrir áföllum. Eins og samsemd dyggðar og skynsemi gefur til kynna er dyggðin kunnátta í því að lifa, listin að lifa, sem gerir manneskjunni kleift að breyta ávallt eins og hún á að breyta á grundvelli þekkingar hennar á skynsemi náttúrunnar. Fyrst dyggð er fullkomin skynsemi, dugar hún til farsældar. En þar sem dyggð er kunnátta sem felst í vitsmunum hins fullkomlega skynsama vitrings, töldu stóumenn að hafi manneskjan eina dyggð hljóti hún að hafa allar. Einstakar dyggðir eru óaðskiljanlegar. Eigi vitringurinn að breyta dyggðuglega og þá skynsamlega við allar aðstæður, hlýtur hann að sldlja skipan náttúrunnar. Krýsippos sagði: „Allar dyggðir sem eru þekkingar- og kunn- attugreinar eiga sameiginlegar frumforsendur og eitt og sama markmið [...]. Þess vegna er ekki hægt að skilja þær að. Því hver sem hefur eina hefur þær allar, og hver sem breytir í samræmi við eina breytir í samræmi við allar. Munurinn á þeim felst í sjónarhorni þeirra."33 Það skiptir öllu máli fyrir stóumenn að sýna fram á að skynsamleg breytni, °g þá breytni í samræmi við náttúruna, sé það sama og dyggðug breytni. Þess vegna verða þeir að finna bein tengsl á milli náttúrulegra frumhvata manneskj- unnar sem hún fæðist með og þroskast og dyggðanna sjálfra. Það er hlutverk kenningarinnar um eignun að útskýra þessi tengsl. Þannig verður þekkingarþráin tnanneskjunni náttúruleg og breytist í dyggðina visku ef skynsemin fúllkomn- ast. Samvinnudyggðin réttlæti, sem lítur til náungans, þroskast síðan náttúrulega úr náttúruhvötum manneskjunnar. Hófsemi (eða einhvers konar sjálfstjórn: oracppooúvr], illþýðanlegt orð) og hugrekki virðast vera nauðsynleg sldlyrði þess að réttlæti og viska þroskist. Hér skiptir ljóslega höfuðmáli að dyggðirnar eru oaðskiljanlegar. Engin manneskja er réttlát ef hún er ekki hófsöm. Þannig halda stóumenn því fram að „náttúran leiði okkur til dyggðarinnar11.34 Það kemur ekki á óvart að löstur felst í fávisku og ósamkvæmni. Og eins og 32 Um endimörkgóðs og itls 3.20-21. 33 Stobajos 2.63. 34 Díogenes Laertíos 7.87.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Hugur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.