Hugur - 01.06.2011, Side 78

Hugur - 01.06.2011, Side 78
76 Róbert Jack sambærilegum niðurstöðum um að manneskjan þroskist í sæmilega skilgreinan- legum stigum. Hér er hvorki ætlunin að rekja þessar niðurstöður efnislega, þ.e. skiptingu stiga o.s.frv., né bera þær saman við það sem Platon hefur að segja.3 Eg tel þó að minnsta kosti mikinn formlegan skyldleika með slíkum kenningum og hugmynd Platons.4 Hvernig má þá greina slíkt stigskipt þroskamódel í „ástarstiganum"? Ég hyggst gera það í þremur þrepum. Fyrst set ég fram þau meginskilyrði sem ég tel að þroskamódel þurfi að uppfylla. Næst endursegi ég „ástarstigann" stuttlega. Og loks sýni ég hvernig finna má öll þessi skilyrði þroskamódels í „ástarstiganum“. I. Fimm skilyrði stigskiptsproskamódels Nútímaleg stigsldpt þroskamódel eru breytileg hvað varðar viðfangsefni, fjölda og skilgreiningu stiga, og dýpt þroskans.5 Ekkert af þessu er umfjöllunarefni mitt hér heldur það sem ég tel að hljóti að einkenna öll stigskipt þroskamódel. Ég hef fundið fimm slík sldlyrði.6 Ég tel að þessi skilyrði séu öll nauðsynleg fyrir stig- skipt þroskamódel og að þau fari að minnsta kosti mjög nærri því að vera nægileg sldlyrði. 1. skilyrði: Manneskjan hefur hvöt til að öðlast eitthvað betra eða verða betri. Hér er um að ræða grunnhvöt en það er forsenda þroska að maðurinn hafi vilja sem beinist að einhverju sem hann hefur ekki þegar öðlast. I þroskamódeli get- ur slík grunnhvöt reyndar verið illskilgreinanleg vegna þess að viðfang hennar breytist stöðugt eftir því sem manneskjunni miðar áfram. Birtingarmynd grunn- hvatarinnar er til að mynda önnur hjá leikskólabarni en hjá venjulegum mennta- skólanema. 2. ski/yrði: Skilgreind stig erufteiri en eitt. Það er augljóst að stigskipt þroskamódel hefur fleiri en eitt stig. I tilfelli „ástar- stigans" er þó mildlvægt að beina athyglinni að skilgreiningu stiganna þar sem ósamkomulag er meðal fræðimanna um afmörkun þeirra og fjölda. j. skilyrði: Stigin mynda stigve/di. Það að þroskast er skilið sem breyting frá einhverju verra til einhvers betra. Þann- ig er stigið sem kemur á eftir í einhverjum skilningi meira virði en stigin á undan. Til dæmis er stærðfræðifærni sex ára barns minna virði en stærðfræðileg færni venjulegs háskólanema. 3 Egan hefur borið þroskakenningu Platons saman við hugmyndir Piagets, án þess þó að nefna Samdrykkjuna sem hér er til umfjöllunar. Sjá Egan 1983. 4 Hér má spyrja hvernig þroska Platon fjalli um í „ástarstiganum". Ekki er ætlunin að dvelja við þá spurningu, enda má ætla að hún krefjist nokkurrar rannsóknar þar sem Platon virðist ekki hafa haft fágaða kenningu um ólíkar þroskalínur og virðist raunar hræra ýmsu saman. Af lýsingu Plat- ons hér og heimspeki hans almennt má þó álykta að hann fjalli fýrst og fremst um þroskalínur vitsmunaþroska og siðferðisþroska. 5 Sjá Wilber 2006: myndir 2.4 og 2.5. 6 Ég hef stuðst mjög við það sem Wilber segir um þróunarferli. Sjá Wilber 2000: 69-79,365-366.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.