Hugur - 01.06.2011, Page 81

Hugur - 01.06.2011, Page 81
Leiðin að œðstu náttúru 79 III. „Astarstiginn “ er stigskiptproskamódel Þá er komið að því að útskýra hvernig líta má á „ástarstigann“ sem stigsldpt þroskamódel og gefa um leið fyllri mynd af honum. I því skyni mun ég greina skilyrðin fimm, sem rakin voru hér áðan, í texta Platons. 1. skilyrði: Allir unna fógrum hlutum, prágóða hluti og vilja vera hamingjusamir. Snemma í ræðu Díótímu skilgreinir hún ást á þann veg að hún beini hinum ástfangna að því sem hann skortir. Astin er því stöðug eftirsókn eftir einhverju öðru og betra (202d). Nákvæmlega hvernig á að tala um viðfang ástarinnar veldur þó vandræðum. Fyrst tala Díótíma og Sókrates um að hinn ástfangni þrái fagra hluti, þá góða hluti og loks sættast þau á að endanlegt viðfang ástarinnar sé ham- ingjan (204^-205^). Af þessum vangaveltum virðist ljóst að Díótíma skilur viðfang ástarinnar mjög víðum skilningi enda er erfitt að binda nákvæmlega niður hvað felst í fögrum hlutum, góðum hlutum og því að vera hamingjusamur. I framhaldinu tekur hún svo af allan vafa um að hún skilur ástina miklu víðari skilningi en ræðumennirnir á undan og almennt er gert. Forngríska orðið, sem þýtt er með orðinu „ást“, er £pco<; og var það almennt fyrst og fremst notað um kynferðislega ást.9 Niðurstaða Díótímu er hins vegar þessi: „Flöfuðatriðið er að öll löngun eftir hinu góða og því að lifa farsællega er ,hinn voldugi og vélráði Eros í hverjum okkar‘.“ (205^) Þannig er ástin skilin sem almenn hvöt til að keppa eftir einhverju í lífinu. Þetta er mikilvægt fyrir stigskipt þroskamódel af tveimur ástæðum. I fyrra lagi er það í samræmi við fyrsta skilyrðið að ástin sé almenn hvöt sem stefnir að ein- hverju betra. í síðara lagi er mikilvægt fyrir slíkt þroskamódel að grunnhvötin sé ekki bundin einu ákveðnu viðfangi heldur geti endurnýjað sig á hverju þroskastigi °g fengið þannig nýtt aðalviðfang eftir því sem þroskinn vex. 2. skilyrði: Fjögurþroskastig. Af ofansagðri samantekt er Ijóst að það eru fleiri en eitt stig í „ástarstiganum“. Það er þó umdeilt meðal fræðimanna hver fyöldi þeirra er og hvernig á að skilgreina þau. Eins og við sáum skiptir hér máli að almenna lýsingin og samantektin ríma ekki fyllilega saman. Þannig er algengast að greina á bilinu fjögur til sjö stig. I minnsta lagi er eitt stig fyrir líkama, eitt fyrir sálir og lífshætti, eitt fyrir vísindi og eitt fyrir hið fagra sjálft. í mesta lagi eru þrjú stig fyrir líkama, eitt fyrir sálir, eitt fyrir Hfshætti, eitt fyrir vísindi og eitt fyrir hið fagra sjálft. Vandinn er því tvíþættur. í fyrra lagi snýst hann um fjölda líkamsstiganna, hvort þau eru eitt, tvö eða þrjú. í síðara lagi er umdeilt hvort sáfin og lífshættirnir tilheyra einu stigi eða tveimur. Hér mun ég rökstyðja að eðlilegast sé að tala um fjögur þroskastig. Til að byrja með er mikilvægt að setja niður hvað átt er við með hugtakinu „stig“ í þessu tilfelli. Platon lýsir „ástarstiganum" þannig að greina má að hann er stigskiptur en hann skilgreinir ekki stigin sem slík. Lýsing Platons sýnir hins vegar að tilfærsla einstaklings á hærra stig felst í breytingu á viðfangi einstaklings- 9 Sbr. Santas 1979: 67 og Sier 1997: X.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.