Hugur - 01.06.2011, Page 83

Hugur - 01.06.2011, Page 83
Leiðin að æðstu náttúru 81 sálir og lífshætti. Þannig má rökstyðja að sálir og lífshættir tilheyri sama stiginu. Ekki eru þó allir sammála þessu enda má skilja almennu lýsinguna þannig að fyrst ijalli eitt þrep um sálir og svo annað um lífshætti. A móti kemur að í samantekt- inni er einungis talað um lífshætti en ekki sálir sem virðist einkennilegt ef Platon hefur hugsað sér sérstakt stig fyrir sálirnar. Auk þess tel ég að vel megi gera grein fyrir því hvernig sálir og lífshættir tilheyra sama stigi. Hér mun ég nefna tvennt til viðbótar þessu til stuðnings. Fyrst má nefna að framar í ræðu Díótímu kemur fram að sérhver maður end- urnýist stöðugt. Þetta á ekki bara við um h'kamann heldur einnig sáhna. Ástæðan er sú að það sem tilheyrir sálinni breytist, eins og „háttarlag, venjur, skoðanir, ástríður, nautnir,þjáningar og ótti“ (2oye). Fyrstu tvö orðin virðast stinga nokkuð í stúf, því þau vísa frekar til athafna í efnisheiminum en huglægra hræringa. Orðin sem hér eru þýdd sem „háttarlag" og „venjur“, oí ipÓ7toi og xá fjGr), eru því hlið- stæð orðinu sem Platon notar um lífshætti, þ.e. é7ivrr|8£Ú|aaTa.12 En hvers vegna skyldi Platon tengja saman sálina og lífshætti og hvernig má skýra þetta tvennt sem hluta af sama stiginu í „ástarstiganum"? Hér komum við að síðari ástæðunni fyrir því að líta á stig sálar og lífshátta sem eitt. Nefna má að fræg er sú skoðun Sókratesar að telja þekkingu duga manni til að vera dygðugur. Hugrænir eiginleikar og athafnir virðast því mjög samhangandi í hugsun hans. Þetta kann að vera bakgrunnur Platons hér. Ég vil hins vegar út- skýra þetta frekar með lýsingu á breytingunni sem verður í „ástarstiganum“ með tilfærslunni frá stigi til stigs. Á líkamsstiginu er viðfang einstaklingsins einfaldir efnislegir hlutir. Það sem bætist við á næsta stigi er skilningur á innra lífi lík- amanna, þ.e. sálum þeirra. Hér er því tilfærsla frá yfirborðslegri skoðun líkama til meðvitundar um innra líf þessara líkama. Á líkamsstiginu færist einstaklingurinn í þrepum frá því að skilja bara einn líkama til þess að átta sig á líkömum almennt. Þetta gerist á sama hátt á sálar- og lífsháttastiginu með þeim hætti að maður fer að átta sig á því að innra lífið á sér tilhneigingar sem birtast einmitt í lífsháttum, þ-e. því sem líkami með sál framkvæmir. Sálir og lífshættir hanga þá þannig sam- an að maður áttar sig á því hvernig skilningur á innra lífi er forsenda fyrir því að skilja lífshætti og hvernig lífshættir eru birtingarmynd hins innra lífs sálarinnar. Það eitt að skilja að líkamar eiga sér innra líf veitir ekki fullan skilning á sálinni. Það er ekki fyrr en maður skilur samhengi sálar og lífshátta sem glíman við þetta viðfang hefur náð fullum þroska. Niðurstaðan er því sú að stigin í „ástarstiganum" eru fjögur. Á fyrsta stiginu er viðfangið líkamar, einn, tveir eða fleiri. Á öðru stiginu er fengist við sálir og lífshætti. Á þriðja stiginu er efniviðurinn vísindi. Og á fjórða stigi ríkir fegurðin sjálf. 12 Hér hef ég vikið frá þýðingu Eyjólfs. Hann þýðir oi TpÓ7roi og ict rjöii með orðunum „geðbrigði“ og „lundarlag". Tilhneiging Eyjólfs til að ljá orðunum hugræna merkingu er skiljanleg en það er hins vegar á skjön við aðrar þýðingar, svo sem þýðingu Schlciermachers (Platon 2008), Lambs (Plato 1925) og Nehamas og Woodruffs (Plato 1997). Orðabók Liddells og Scotts gefur einnig frekar til kynna að þýða beri orðin með vísan til hegðunar eða venja.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.