Hugur - 01.06.2011, Síða 94

Hugur - 01.06.2011, Síða 94
92 Guðbjörg R. Jóhannesdóttir og Sigríður Þorgeirsdóttir og hlutum og helst á þann hátt að myndefnið birtist í fegurra og glæstara ljósi í Ustaverkinu. Hin meinlausa hugmynd um fegurð sem finna má í fagurfræði Kants er útvötn- uð þegar haft er í huga að heirnspekihefðin býr að dómi Grace Jantzen einnig yfir annarri og öllu meira ögrandi hugmynd um fegurð.4 Þessi hugmynd um fegurð hefur verið bæld í sögu vestrænnar heimspeki en hún er þarna samt, en þetta er fegurð sem er einnig tengd kvenleika, en allt öðrum og mun hættulegri kven- leika. Jantzen bendir á að viss togstreita hafi einkennt fegurðarhugtakið þegar litið er yfir sögu heimspekinnar. Bæði Agústínus og Platon gerðu sitt ítrasta til þess að færa fegurðina af sviði líkamleikans - hinnar líkamlegu skynjunar - og yfir á svið andans. Tenging fegurðarinnar við líkamann var þeim eitur í beinum. Hvers vegna? Hina sönnu rót þessarar hræðslu við líkamleika fegurðarinnar telur Jantzen felast í ótta við kyngervi, kynverund og annarleika. Það sem Ágústínus og Platon óttuðust voru tengsl fegurðar við líkamann og kynverund. I platonskri heimspeki er þessi fegurð tengd girnd á unglingnum, en færist yfir á kvenmann- inn í hinni kristnu heimspeki Ágústínusar. Fegurðin verður að hinni freistandi, tælandi og hættulegu fegurð kvenlíkamans. Slík fegurð getur kveikt slíka logandi þrá að það veldur þráhyggju eftir því að eignast og komast yfir viðfang fegurð- arinnar. Ágústínus ályktaði að það gerði að verkum að menn leiddust út í að tilbiðja fegurðina en ekki guð. Ágústínus og Platon gerðu sér grein fyrir því að eitt helsta einkenni fegurðar er að hún dregur okltur til sín, hún hefur aðdráttarafl sem vekur þrá innra með okk- ur. Þessa innri þrá tengdu þeir helst við kynferðislegann losta eða við Eros. Feg- urð er samkvæmt þessum skilningi það sem skapar kynferðislega þrá. Af þessum ástæðum er skiljanlegt að Ágústínus og Platon hafi viljað aðskilja fegurðarupp- lifunina frá líkamanum - þeim var annt um fegurð og vildu halda í hana, en til þess að geta það var nauðsynlegt að sniðganga líkamleikann og þá sterku þrá sem honum fylgdi. Niðurstaðan varð því sú að fegurð eigi að vísu rætur sínar í skynjun (og þar með líkama), en það eru einungis sjón og heyrn sem færa okkur fegurð, en ekki lykt og snerting. Við sltynjum ekki fegurð með öllum líkamanum, heldur skynjum við hana úr fjarlægð, í gegnum þau skilningarvit sem kalla ekki á nálægð og líkamlega snertingu. Eins og kemur fram í Samdrykkjunni getur aðeins auga sálarinnar séð hreina fegurð, „ómengaða af mannlegu holdi“ (2iie). Aftenging fegurðarinnar við líkamleikann og erótíska þrá kemur ekki síður skýrt fram í samræðunni Fœdrosi. Þar er gengið út frá þeirri reynslu sem hvað oftast er tengd upplifun og skynjun fegurðar, nefnilega gæsahúðinni. Fegurð er skynjuð þegar við hrífumst svo að við fáum gæsahúð. Sálinni sem skynjar hið fagra er líkt við fugl sem hún á eitt sinn að hafa verið (Fædros 251). Sálin hefur hinn fagra unglingspilt fyrir hugskotssjónum (sem var girndarviðfang hinna hómó- erótísku forngrísku heimspekinga). Rætur vængjanna á sálarfuglinum tútna út og gæsahúð myndast. Fjaðrirnar sperrast og reynslunni af hinu fagra er áfram lýst með myndmáli ris getnaðarlims, fullnægingu og losun. Þar sem sálin er hins vegar 4 Jantzen 2004,88 o.áfr.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.