Hugur - 01.06.2011, Síða 114

Hugur - 01.06.2011, Síða 114
112 Martin Heidegger unni um það hvort hægt sé spyrja um hana? En er alveg víst hvað það er sem við gerum ráð fyrir hér? Eru neiið, neitunin og þar með afneitunin æðri en neindin, þannig að hún falli undir þær sem sérstakt afbrigði þess sem neitað er? Er neindin aðeins til vegna þess að neiið, þ.e. neitunin er til? Eða er þessu öfugt farið? Eru neitunin og neiið aðeins til vegna þess að neindin er til? Ur þessu hefur ekki verið skorið og það hefur ekki einu sinni verið spurt sérstaklega að því. Við fullyrðum: Neindin er upprunalegri en neiið og neitunin. Ef þessi tilgáta fær staðist er möguleiki neitunarinnar sem vitsmunalegrar aðgerðar og þar með vitsmunirnir sjálfir á einhvern hátt undir neindinni komnir. Hvernig geta vitsmunirnir þá viljað skera úr um neindina? Hvílir hinn meinti fáránleiki spurningar og svars varðandi neindina, þegar allt kemur til alls, aðeins á blindri einþykkni hinna villuráfandi vitsmuna? Ef við látum ekki hinn formlega ómöguleika spurningarinnar um neindina villa okkur sýn og höldum samt fast í hana, þá verðum við að minnsta kosti að fullnægja þeirri frumkröfu, sem möguleg úrvinnsla sérhverrar spurningar verður að sæta þrátt fyrir allt. Ef með einhverju móti á að spyrja um neindina - hana sjálfa -, þá verður hún þegar að vera gefin. Við verðum að geta mætt henni. Hvar eigum við að leita að neindinni? Hvernig förum við að því að finna neind- ina? Þurfum við, til að geta fundið eitthvað, ekki yfirleitt að vita að það er til? Svo sannarlega! Vanalega getur maðurinn því aðeins leitað að hann hafi þegar gefið sér að það sem leitað er að sé fyrir hendi. En nú beinist leitin að neindinni. Er, þegar öllu er á botninn hvolft, til leit sem gefur sér ekki neitt, leit sem lýkur með hreinum fundi? Hvernig sem því er farið, þá þekkjum við neindina, þó ekki sé nema í líki þess sem ber á góma í daglegu tali. Þessa hversdagslegu neind, sem er slegin fölva hins sjálfsagða og lætur svo lítt yfir sér í daglegu tali okkar, má meira að segja setja fram í „skilgreiningu“: Neindin er fullkomin neitun á öllu sem er. Gefur þessi auðkenning neind- arinnar, þegar allt kemur til alls, ekki vísbendingu í þá einu átt, sem hún getur mætt okkur úr? Allt sem er verður að vera gefið fyrirfram, til þess að geta sem slíkt orðið neit- uninni að bráð, sem síðan myndi kunngera neindina. En jafnvel þótt við horfum framhjá vandanum um sambandið milli neitunar og neindar, hvernig eigum við - sem endanlegar verur - að gera okkur heild alls sem er aðgengilega í sjálfri sér og í heilu lagi? Við getum í besta lagi hugsað heild þess sem er í „hugmynd" og neitað síðan þessari ímynd í huganum og „hugsað" hið neitaða. Með þessu móti öðlumst við að vísu formlegt hugtak hinnar ímynduðu neindar, en aldrei neindina sjálfa. En neindin er ekkert og það getur ekki verið mismunur á milli hinnar ímynduðu og hinnar „eiginlegu" neindar, ef neindin á annað borð táknar algert mismunarleysi. En er ekki hin „eiginlega“ neind enn einu sinni þetta dulda en fráleita hugtak neindar sem er? Með þessu skulu and- mæli vitsmunanna hinsta sinni hafa haldið aftur af leit okkar, sem verður einungis réttlætt með frumreynslu af neindinni.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.