Hugur - 01.06.2011, Side 115
Hvað erfrumspeki?
113
Jafn örugglega og við skiljum aldrei heild þess sem er í sjálfri sér, svo víst er að
við erum stödd mitt á meðal þess sem er afhjúpað með einhverjum hætti í heild.
Þegar allt kemur til alls er eðlismunur á því að skilja heild þess sem er í sjálfri sér,
og því að vera staddur mitt á meðal þess sem er í heild. Hið fyrra er gersamlega
ómögulegt. Hið síðara er sífellt að gerast í tilveru okkar. Vissulega lítur út fyrir að
einmitt í okkar daglega amstri séum við föst við þetta eða hitt, að við fynum okk-
ur í hinu eða þessu sviði þess sem er. Svo sundurslitinn sem hversdagurinn kann
að koma fyrir sjónir, þá heldur hann þó ávallt því sem er, þótt með þokukenndum
hætti sé, í einingu „heildarinnar". Jafnvel þá og einmitt þá þegar við erum ekki
sérstaklega að fást við hlutina og sjálf okkur, kemur yfir okkur þessi „heild“, t.d.
í hinum eiginlegu leiðindum. Þau eru enn víðs fjarri þegar okkur leiðist aðeins
þetta eða hitt, bók eða leiksýning, athöfn eða iðjuleysi. Þau brjótast fram þegar
„manni leiðist". Djúp leiðindi, sveimandi fram og aftur í hyldýpi tilverunnar eins
og þögul þoka, sveipar alla hluti, manneskjur og mann sjálfan með þeim, ein-
kennilegu hluttekningarleysi. Þessi leiðindi opinbera það sem er í heild.
Annar möguleiki á slíkri opinberun er fólginn í gleði yfir návist tilveru - ekki
persónunnar einnar - manneskju sem við elskum.
Slík stemning, þar sem manni „er“ svo og svo innanbrjósts, lætur okkur - gegn-
umstemmd - finnast við vera stödd mitt á meðal þess sem er í heild. Stemn-
ingin afhjúpar ekki aðeins, með ólíkum hætti, það sem er í heild, heldur er þessi
afhjúpun jafnframt - ijarri því að vera aðeins eitthvert tilviljunarkennt atvik -
grundvallarviðburður til-veru okkar.
Það sem við vanalega köllum „tilfinningar" er hvorki hvikull fylgifiskur né
orsakahvöt hugar- og viljaathafna okkar, né heldur aðeins eitthvert ástand sem er
fyrir hendi og við sættum okkur við með einhverjum hætti.
En einmitt þegar stemningarnar leiða okkur á þennan hátt fram fyrir það sem
er í heild, byrgja þær okkur sýn á neindina sem við erum að leita að. Við munum
nú enn síður vera þeirrar skoðunar að neitun þess sem er í heild, sem opinberast
í stemningunni, stilli okkur upp andspænis neindinni. Slíkt getur aðeins gerst á
jafnupprunalegan hátt í stemningu sem opinberunareðli sínu samkvæmt afhjúpar
neindina.
Á slík stemning sér stað í tilveru mannsins, þar sem hann er færður fram fyrir
neindina sjálfa?
Þessi atburður er mögulegur og jafnframt raunverulegur - þótt fátíður sé - að-
eins fáein augnablik í grunnstemningu angistarinnar. Með þessari angist eigum
við ekki við hinn fremur algenga kvíða, sem í raun á meira skylt með venjulegum
ótta og allt of auðveldlega skýtur upp kollinum. Angistin er í grundvallaratriðum
frábrugðin ótta. Við óttumst alltaf eitthvað tiltekið sem ógnar okkur á einhvern
tiltekinn hátt. Ottinn við... óttast ávallt einnig um eitthvað tiltekið. Vegna þess að
óttanum er eiginlegt að takmarkast við þetta „við“ og „um“ situr hinn óttaslegni
og kvíðafulli fastur í þeim aðstæðum sem hann er staddur í. I viðleitni sinni til
þess að forða sér frá því - þessu tiltekna - verður hann óöruggur með tilliti til
einhvers annars, þ.e. í heild „ringlaður".