Hugur - 01.06.2011, Side 124

Hugur - 01.06.2011, Side 124
122 Olafur PállJónsson við að mannlegt líf er líf í fremur óreiðukenndum heimi.3 Hins vegar trúði Ari- stóteles því að í þessum óreiðukennda heimi mætti finna margvíslega reglu og því mætti, þrátt fyrir allt, hugsa skýrt um heiminn. I þessari grein mun ég hafa aristótelísk efnistök frekar en platonsk, og velta því fyrir mér hvað það er að vera hugsandi manneskja í óreiðukenndum heimi frekar en að draga upp mynd af gagnrýninni hugsun sem hreinu og tæru hugtaki. Eg mun því segja lítið beinlínis um gagnrýna hugsun en reyna þess í stað að segja svolítið um hugsandi manneskjur. Og reyndar ætla ég ekki að reyna að skilgreina hvað sé að vera hugsandi manneskja - eða hvað einkenni fyrirmyndardæmi um hugsandi manneskju - heldur að benda á nokkur atriði sem eru forsenda þess að yfirleitt sé hægt að hugsa skýrt um tiltekið efni og önnur atriði sem reynast til trafala í viðleitni fólks til að hugsa skýrt. 2. Nálægð ogjjarlægd Sem manneskjur í óreiðukenndum heimi getum við aldrei verið laus við marg- víslegt áreiti sem truflar oldtur við að hugsa skýrt. Stundum tekst okkur vissulega að einbeita okkur, loka á kjaftagang í næsta herbergi, láta flöktandi ljós ekki trufla okkur og bægja frá hugsunum eða minningum sem eru því máli óviðkom- andi sem við erum að glíma við þá og þá stundina. A slíkum stundum erum við kannski ánægð með okkur - við fáum jafnvel trú á getu okkar sem vitsmunavera. En árangur okkar í því að hugsa skýrt um tiltekið mál á svona stundum byggist ekki á því að okkur hafi tekist að skera á tengsl okkar við ytri heim. Nær væri að segja að árangurinn byggðist einmitt á því að okkur hefði tekist að ná ein- staklega góðum tengslum við ytri heim. Þegar lítið barn glímir við að leysa þraut, kannski að raða trékubbum upp í turn, eða þegar verkfræðingur reiknar út halla á vegi í beygju, eða þegar skáld skapar persónu í sögu sinni, þá byggist árangurinn einmitt á því að viðkomandi tekst að einbeita sér að heiminum, jafn efnislegum og óreiðukenndum og hann í raun er. Hugsun hefur ávallt eitthvert viðfang - hún er um eitthvað - og það er ekki hægt að hugsa skýrt nema með því að vera í góðu sambandi við það sem maður er að hugsa um.4 Hér komum við að því fyrsta sem ég vil nefna að geti staðið okkur fyrir þrifum sem hugsandi manneskjum: (i) Stundum erum við ekki í nógu innilegu sambandi við viðfangsefnið til að geta hugsað skýrt um það. Ef við föllumst á þessa staðhæfingu blasir við fyrsta atriðið sem skiptir máli fyrir gagnrýna hugsun í skólastarfi. I skólaumhverfinu - bæði í námsefninu og utan þess - þurfa nemendur að finna viðfangsefni sem þeir tengjast með nógu innilegum hætti til að þau geti orðið viðfangsefni gagnrýninnar hugsunar. Mér 3 Sbr. Frumspekina, io3ia28-ic>3ibi8. 4 Sjá Mikael M. Karlsson 1995.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.