Hugur - 01.06.2011, Síða 124
122
Olafur PállJónsson
við að mannlegt líf er líf í fremur óreiðukenndum heimi.3 Hins vegar trúði Ari-
stóteles því að í þessum óreiðukennda heimi mætti finna margvíslega reglu og því
mætti, þrátt fyrir allt, hugsa skýrt um heiminn.
I þessari grein mun ég hafa aristótelísk efnistök frekar en platonsk, og velta því
fyrir mér hvað það er að vera hugsandi manneskja í óreiðukenndum heimi frekar
en að draga upp mynd af gagnrýninni hugsun sem hreinu og tæru hugtaki. Eg
mun því segja lítið beinlínis um gagnrýna hugsun en reyna þess í stað að segja
svolítið um hugsandi manneskjur. Og reyndar ætla ég ekki að reyna að skilgreina
hvað sé að vera hugsandi manneskja - eða hvað einkenni fyrirmyndardæmi um
hugsandi manneskju - heldur að benda á nokkur atriði sem eru forsenda þess að
yfirleitt sé hægt að hugsa skýrt um tiltekið efni og önnur atriði sem reynast til
trafala í viðleitni fólks til að hugsa skýrt.
2. Nálægð ogjjarlægd
Sem manneskjur í óreiðukenndum heimi getum við aldrei verið laus við marg-
víslegt áreiti sem truflar oldtur við að hugsa skýrt. Stundum tekst okkur vissulega
að einbeita okkur, loka á kjaftagang í næsta herbergi, láta flöktandi ljós ekki
trufla okkur og bægja frá hugsunum eða minningum sem eru því máli óviðkom-
andi sem við erum að glíma við þá og þá stundina. A slíkum stundum erum við
kannski ánægð með okkur - við fáum jafnvel trú á getu okkar sem vitsmunavera.
En árangur okkar í því að hugsa skýrt um tiltekið mál á svona stundum byggist
ekki á því að okkur hafi tekist að skera á tengsl okkar við ytri heim. Nær væri
að segja að árangurinn byggðist einmitt á því að okkur hefði tekist að ná ein-
staklega góðum tengslum við ytri heim. Þegar lítið barn glímir við að leysa þraut,
kannski að raða trékubbum upp í turn, eða þegar verkfræðingur reiknar út halla á
vegi í beygju, eða þegar skáld skapar persónu í sögu sinni, þá byggist árangurinn
einmitt á því að viðkomandi tekst að einbeita sér að heiminum, jafn efnislegum
og óreiðukenndum og hann í raun er. Hugsun hefur ávallt eitthvert viðfang - hún
er um eitthvað - og það er ekki hægt að hugsa skýrt nema með því að vera í góðu
sambandi við það sem maður er að hugsa um.4 Hér komum við að því fyrsta sem
ég vil nefna að geti staðið okkur fyrir þrifum sem hugsandi manneskjum:
(i) Stundum erum við ekki í nógu innilegu sambandi við viðfangsefnið
til að geta hugsað skýrt um það.
Ef við föllumst á þessa staðhæfingu blasir við fyrsta atriðið sem skiptir máli
fyrir gagnrýna hugsun í skólastarfi. I skólaumhverfinu - bæði í námsefninu og
utan þess - þurfa nemendur að finna viðfangsefni sem þeir tengjast með nógu
innilegum hætti til að þau geti orðið viðfangsefni gagnrýninnar hugsunar. Mér
3 Sbr. Frumspekina, io3ia28-ic>3ibi8.
4 Sjá Mikael M. Karlsson 1995.