Hugur - 01.06.2011, Page 131
Hugsandi manneskjur
129
5. Verkfœrin og beitingpeirra
I upphafi þessarar greinar sagðist ég ætla að feta aristótelíska slóð frekar en plat-
onska; ég ætlaði að huga að möguleikum mannsins til að vera hugsandi vera í
óreiðukenndum heimi. En núna kann að virðast sem svo að þessi leiðangur hafi
borið mig að platonskum áfangastað: Til að hugsa skýrt í heimi sem er fullur af
óreiðu þarf hrein hugtök, t.d. hugtakið gagnrýnin hugsun. Málið er samt ekki svo
einfalt, því þótt Aristóteles hafi sannarlega verið lærisveinn kennara síns, Plat-
ons, í því að leggja ríka áherslu á skýrar skilgreiningar og nákvæm hugtök - eins
og rökfræðin er skýrt dæmi um - þá leit hann ævinlega jarðneskum augum á
viðfangsefni tilverunnar, hvort heldur í vísindum, heimspeki eða hversdagslífi. Á
þessum nótum gagnrýndi Aristóteles einmitt Platon og fýlgismenn hans fyrir að
beita hinum hreinu hugtökum án viðeigandi næmni fyrir því viðfangsefni sem
fengist var við; þeir hefðu tilhneigingu til að leysa vandamál með of almennum
hætti og beita ekki hugtökum og lögmálum sem væru viðfangsefninu eiginleg.
I ritinu Um tilurð dýra (Peri zoon geneseos), bók II, gerir Aristóteles greinarmun
annars vegar á formlegum eða rökfræðilegum efnistökum (logiken) og hins vegar
efnistökum sem byggja á lögmálum sem eru viðfangsefninu eiginleg. Dæmið sem
hann tekur varðar það hvers vegna múldýr geta ekki átt afkæmi. Aristóteles setur
fram tvennskonar svar við þessari spurningu. Annað svarið tekur til þess hvernig
hestar og asnar æxlast en hitt svarið, sem Aristóteles kallar „abstrakt sönnun“,
byggir á almennum lögmálum um æxlun dýra. Um seinna svarið segir hann svo:
Þessi kenning er of almenn og innantóm. Því allar kenningar sem ekld
byggja á viðeigandi lögmálum eru tómar; þær virðast einungis tengast
staðreyndum en gera það ekki í raun. Eins og röksemdir í flatarmálsfræði
verða að byggja á lögmálum flatarmálsfræðinnar, þannig er öðrum hátt-
að. Það sem er innantómt kann að virðast eitthvað, en er í raun ekkert.
(74838-12)
I upphafi þessarar greinar sagði ég að Aristóteles hefði trúað því að í þess-
um óreiðukennda heimi sem við byggjum mætti finna margvíslega reglu og því
mætti, þrátt fyrir allt, hugsa skýrt um heiminn. Hin skýra hugsun um heiminn
byggist á tvennskonar reglu. Annars vegar á því að það sé regla á hugsun manns,
á því að maður búi yfir góðu hugferði. Hins vegar á reglu hlutanna; á því að
heimurinn er, óháð hugsun manns, að verulegu leyti reglulegur. Hið fyrra má
að einhverju leyti tileinka sér með því að læra rökfræði, aðferðafræði vísinda og
skyldar greinar - það sem við finnum í Verkfœrum Aristótelesar. Næmni fyrir hinu
síðara verður ekki ræktað nema með því gerast þátttakandi í heiminum, bæði sem
skynjandi og sem gerandi - það viðfangsefni fjallar Aristóteles m.a. um í Siðfrœði
Níkomakkosar.