Hugur - 01.06.2011, Blaðsíða 140
i38
Ritdómar
vandamálið með fagurfræðileg gildi, þau
eru staðsett á milli þess huglæga og hlut-
læga. Þess vegna er nauðsynlegt að veita
raunverulegri fagurfræðilegri reynslu af
ákveðnu landslagi meiri athygli til þess að
uppgötva merkingu og gildi þess lands-
lags; það er ómögulegt að fanga merkingu
og gildi landslags með því að einblína
annaðhvort á huglæga skynjun vitundar-
innar eða hlutlæga eiginleika viðfangsins
- til þess að varpa ljósi á þessi gildi þarf að
veita því athygli hvað gerist í reynslunni,
á milli vitundar og viðfangs.6 Þó að þetta
millibil - reynsluna og þau gildi sem við
tengjum við hana - sé ekki hægt að mæla
út frá hefðbundnum mælikvörðum þýð-
ir það ekki að ómögulegt sé að hugleiða
þessa reynslu og draga marktækar álykt-
anir um gildi hennar og mikilvægi.
I þriðja hluta bókarinnar, „Lýðræði",
vekur Olafur Páll einmitt athygli á því
að það hvernig við högum lýðræðinu
hefur mikil áhrif á það hvaða raddir fá að
heyrast og hvaða gildi eru tekin til greina
þegar kemur að ákvarðanatöku er varðar
náttúruna. Að mati Ólafs hefur lýðræð-
ishefðin á Islandi einkennst af svokölluðu
prúttlýðræði þar sem prúttað er um hags-
muni á frjálsum markaði og þeir „hópar
sem ekki geta fundið hagsmunum sínum
brautargengi á markaði stjórnmálanna
bú[a] við mismunun vegna veikrar stöðu
sinnar“ (126). Slíkt lýðræðisfyrirkomulag
getur ekki talist réttlátt að mati Ólafs.
Hann leggur til aðra nálgun sem hann
kallar rökrœðulýðrœði, en slík nálgun
byggist á því að í stað þess að þegnarnir
komi að borðinu með fyrirfram ákveðna
hagsmuni sem ædunin er berjast fýrir á
meðan reynt er að berja niður andstæðar
hugmyndir um hagsmuni, koma þeir að
borðinu tilbúnir til þess að eiga í opinni
rökræðu um það hverjir sameiginlegir
hagsmunir þeirra eru. Hið lýðræðislega
ferli verður þannig ,,mikilvæg[ur] þátt[ur]
í að móta hugmyndir um gæði og hags-
muni“ (126).
Segja má að á Islandi sé nú staðið á
tímamótum hvað varðar náttúruverndar-
mál. Þingsályktunartillaga um Ramma-
áætlun verður lögð fyrir þing í vetur,
nýverið kom út Hvitbók um náttúruvernd
sem á að leggja til grundvallar breyting-
um á lagaumhverfi náttúruverndar, og
þegar ákvörðun verður tekin um breyt-
ingar á stjórnarskrá þarf m.a. að taka af-
stöðu til þess hvort þar eigi að setja inn
sérstök ákvæði um rétt náttúrunnar eða
rétt almennings og framtíðarkynslóða til
óspilltrar náttúru. Þetta sýnir okkur að
e.t.v. þokumst við eitthvað í áttina að því
að gera þær breytingar sem þarf til þess að
náttúran öðlist þann sess sem hún á skilið
sem undirstaða alls lífs á jörðinni. Vonandi
getum við í þetta skipti lagt prúttlýðræð-
ið á hilluna og tekið upp rökræðulýðræði
þar sem við ræðum af virðingu saman um
það hverskonar afstöðu við ættum að taka
til náttúruverndarmála í framtíðinni.
En hvaða vonir getum við bundið við
slíkan viðsnúning í íslenskri þjóðmála-
umræðu? Hvers er góð og gild rökræða
megnug gagnvart ógnarvaldi peningaafi-
anna? Eins og Ólafur bendir sjálfúr á
hafa ýmsar hugmyndir um lýðræði komið
fram á undanförnum árum: pátttökulýð-
rœði, samrœðulýðrœði, samrœðustjórnmál,
fulltrúalýðræði og íbúalýðræði. En þessar
hugmyndir „hafa ekki fengið að þroskast í
rökræðu heldur hafa þær orðið kappræðu
stjórnmálanna að bráð“ (14). Að mínu
mati er ekki aðeins þörf fyrir að bæta
umræðuhefðina og taka upp rökræðu í
stað kappræðu. Áður en það er mögulegt
þarf að afhjúpa hvernig peningavaldið
hefur ráðið og ræður enn hvaða raddir
fá að heyrast, hvaða rök eru tekin gild og
hvernig ákvarðanir eru teknar. íslenskir
náttúruverndarsinnar hafa í gegnum tíð-
ina haft lítinn mátt til þess að berjast gegn
þessu ofúrvaldi, sama hversu góð rök þeir
hafa í farteskinu - það skiptir nefnilega
engu máli hversu vel þú kannt að rökræða
ef sá sem býr yfir valdinu er ekki að hlusta.
Náttúra, vald og verðmæti er nauðsynlegt
veganesti inn í framtíðina - í henni má