Hugur - 01.06.2011, Qupperneq 140

Hugur - 01.06.2011, Qupperneq 140
i38 Ritdómar vandamálið með fagurfræðileg gildi, þau eru staðsett á milli þess huglæga og hlut- læga. Þess vegna er nauðsynlegt að veita raunverulegri fagurfræðilegri reynslu af ákveðnu landslagi meiri athygli til þess að uppgötva merkingu og gildi þess lands- lags; það er ómögulegt að fanga merkingu og gildi landslags með því að einblína annaðhvort á huglæga skynjun vitundar- innar eða hlutlæga eiginleika viðfangsins - til þess að varpa ljósi á þessi gildi þarf að veita því athygli hvað gerist í reynslunni, á milli vitundar og viðfangs.6 Þó að þetta millibil - reynsluna og þau gildi sem við tengjum við hana - sé ekki hægt að mæla út frá hefðbundnum mælikvörðum þýð- ir það ekki að ómögulegt sé að hugleiða þessa reynslu og draga marktækar álykt- anir um gildi hennar og mikilvægi. I þriðja hluta bókarinnar, „Lýðræði", vekur Olafur Páll einmitt athygli á því að það hvernig við högum lýðræðinu hefur mikil áhrif á það hvaða raddir fá að heyrast og hvaða gildi eru tekin til greina þegar kemur að ákvarðanatöku er varðar náttúruna. Að mati Ólafs hefur lýðræð- ishefðin á Islandi einkennst af svokölluðu prúttlýðræði þar sem prúttað er um hags- muni á frjálsum markaði og þeir „hópar sem ekki geta fundið hagsmunum sínum brautargengi á markaði stjórnmálanna bú[a] við mismunun vegna veikrar stöðu sinnar“ (126). Slíkt lýðræðisfyrirkomulag getur ekki talist réttlátt að mati Ólafs. Hann leggur til aðra nálgun sem hann kallar rökrœðulýðrœði, en slík nálgun byggist á því að í stað þess að þegnarnir komi að borðinu með fyrirfram ákveðna hagsmuni sem ædunin er berjast fýrir á meðan reynt er að berja niður andstæðar hugmyndir um hagsmuni, koma þeir að borðinu tilbúnir til þess að eiga í opinni rökræðu um það hverjir sameiginlegir hagsmunir þeirra eru. Hið lýðræðislega ferli verður þannig ,,mikilvæg[ur] þátt[ur] í að móta hugmyndir um gæði og hags- muni“ (126). Segja má að á Islandi sé nú staðið á tímamótum hvað varðar náttúruverndar- mál. Þingsályktunartillaga um Ramma- áætlun verður lögð fyrir þing í vetur, nýverið kom út Hvitbók um náttúruvernd sem á að leggja til grundvallar breyting- um á lagaumhverfi náttúruverndar, og þegar ákvörðun verður tekin um breyt- ingar á stjórnarskrá þarf m.a. að taka af- stöðu til þess hvort þar eigi að setja inn sérstök ákvæði um rétt náttúrunnar eða rétt almennings og framtíðarkynslóða til óspilltrar náttúru. Þetta sýnir okkur að e.t.v. þokumst við eitthvað í áttina að því að gera þær breytingar sem þarf til þess að náttúran öðlist þann sess sem hún á skilið sem undirstaða alls lífs á jörðinni. Vonandi getum við í þetta skipti lagt prúttlýðræð- ið á hilluna og tekið upp rökræðulýðræði þar sem við ræðum af virðingu saman um það hverskonar afstöðu við ættum að taka til náttúruverndarmála í framtíðinni. En hvaða vonir getum við bundið við slíkan viðsnúning í íslenskri þjóðmála- umræðu? Hvers er góð og gild rökræða megnug gagnvart ógnarvaldi peningaafi- anna? Eins og Ólafur bendir sjálfúr á hafa ýmsar hugmyndir um lýðræði komið fram á undanförnum árum: pátttökulýð- rœði, samrœðulýðrœði, samrœðustjórnmál, fulltrúalýðræði og íbúalýðræði. En þessar hugmyndir „hafa ekki fengið að þroskast í rökræðu heldur hafa þær orðið kappræðu stjórnmálanna að bráð“ (14). Að mínu mati er ekki aðeins þörf fyrir að bæta umræðuhefðina og taka upp rökræðu í stað kappræðu. Áður en það er mögulegt þarf að afhjúpa hvernig peningavaldið hefur ráðið og ræður enn hvaða raddir fá að heyrast, hvaða rök eru tekin gild og hvernig ákvarðanir eru teknar. íslenskir náttúruverndarsinnar hafa í gegnum tíð- ina haft lítinn mátt til þess að berjast gegn þessu ofúrvaldi, sama hversu góð rök þeir hafa í farteskinu - það skiptir nefnilega engu máli hversu vel þú kannt að rökræða ef sá sem býr yfir valdinu er ekki að hlusta. Náttúra, vald og verðmæti er nauðsynlegt veganesti inn í framtíðina - í henni má
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164

x

Hugur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.