Hugur - 01.06.2011, Qupperneq 143

Hugur - 01.06.2011, Qupperneq 143
Ritdómar varðandi staðlaðan hugsunarhátt um kynin (159). Lokakafla bókarinnar skrifar norski heimspekingurinn Vigdis Songe-Moller og ber hennar hluti heitið „Forn harm- leikur“ („An Ancient Tragedy"). Verkefni Songe-Moller er að skoða tengslin milli hinna fornu grísku harmleikja og forn- aldarheimspekinnar sem eiga sér sameig- inlegar rætur í forngrískum hugarheimi. Songe-Moller telur að ekki hafi verið gert nóg af því að skoða þessi tengsl heim- spekinnar og harmleikjanna en bendir þó á að bæði Hegel og Nietzsche hafi gert það, hvor með sínum hætti (211). Songe-Moller segir að heimspekin bjóði upp á innsæi/skilning sem fæst með því að hugleiða og færa rök fyrir hlutum en harmleikirnir gefi oldcur kost á því að öðl- ast skilning með því að vera þátttakandi í því að leysa ágreining. Einnig er hinn gríðarlegi munur milli þess hvernig kynin birtast annars vegar í heimspekinni og hins vegar í harmleikjunum athyglisverð- ur, sem færir okkur heim sanninn um að kynjahugmyndir hins forngríska menn- ingarheims voru mun margbreytilegri en við eigum að venjast ef einungis er litið til heimspekinnar. Þegar skrifað er út frá ólíkum sjónar- hornum og greinum innan heimspek- innar eins og hér er gert er víst að les- andanum finnst yfirleitt eitthvað eitt áhugaverðara en annað. Þessi staðreynd, hversu ólíkar greinarnar í bókinni eru, gerir það að verkum að flestir sem hafa áhuga á heimspeki eiga möguleika á að finna hér eitthvað á sínu áhugasviði. Því vil ég hér taka nokkur dæmi um það sem vakti mestan áhuga hjá mér innan verks- ins. Varðandi kenningar og vangaveltur um fæðinguna eru efnistök Sigríðar Þorgeirsdóttur áhugaverð. Fyrir þau sem hafa lesið Nietzsche er ekki hægt annað en að mæla með greinum Sigríðar og ekki síður öðrum femínískum höfund- um sem hún bendir á og hafa tekist það stóra verkefni á hendur að endurtúlka 141 kenningar Nietzsches. Með því að leggja áherslu á lífið sem skapandi afl gegnum fæðingarmyndlíkinguna tók Nietzsche stöðu gegn heimspekihefðinni sem hann áleit vera á valdi hins sókratíska viðmiðs dauðleika og ódauðleika. Með hugmynd sinni um fæðingu leitast Nietzsche við að auðga mannskilning heimspekinnar sem hefur verið takmarkaður af áherslu á sál á kostnað líkama og vitsmuna á kostnað tilfinninga. Efnistök Schott hvað varðar fæðinguna eru einnig mjög áhugaverð, ekki síst þar sem hún minnir á hversu nátengd fæðingin er þjáningunni hjá konum sem upplifað hafa nauðganir og misþyrmingar í tengslum við stríðsátök og vekja greinar hennar upp margar spurningar. Ein slík spurning vaknaði út frá lestri greinar Sigríðar um samlíkingu Nietzsches um að listamaðurinn fæði af sér list og sé því eins konar karlkyns móð- ir listar sinnar (161). Sé þessi líking Nietz- sches sett í samhengi við grein Schott um það hversu mikil þjáning hefur tengst fæðingum gegnum tíðina væri áhugavert að velta fyrir sér tengingunni milli þján- ingar sem tengist fæðingunni og þjáningu listamannsins. Umíjöllun Heinámaa um dauðann er einnig mjög áhugaverð og gaman að sjá hversu sterk tengingin er milli kenninga Kierkegaards og Beauvoir í því samhengi. Heinámaa skoðar það sem Nietzsche var umhugað um að uppræta eða kenningar um mikilvægi dauðleikans þegar kemur að því að gefa lífinu tilgang í sínum grein- um, m.a. út frá ICierkegaard, Beauvoir og Heidegger. Pælingar um ódauðleikann vöktu upp hjá mér minningar um gaml- an tíma þegar ég las Ódauðleikann eftir Kundera og enn fyrr þegar spurningarn- ar sem Myndin af Dorian Gray vöktu í óreyndu hjarta. Heinámaa tekst að setja eilífðarspurningarnar fram á nýjan hátt og út frá nýjum vinkli. Það sem allar greinarnar eiga sameigin- legt er að þær flétta kvenleikann inn í umfjöllun sína, hver á sinn hátt og hver og
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164

x

Hugur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.