Hugur - 01.06.2011, Page 150

Hugur - 01.06.2011, Page 150
148 Ritdómar nemenda og brottfall í framhaldsskólum. I þriðja hlutanum er sýnt hvernig heim- speki getur nýst við að koma til móts við þarfir nemenda og minnkað brottfallið, en einnig er fjallað um nýtingu heim- speki í öðrum kennslugreinum og „heim- spekilega nálgun“. Fjórði hlutinn beinir að lokum athyglinni að því hvernig heim- speki getur komið til góða í atvinnulífinu og stutt samfélagið í stærra samhengi. Titill bókarinnar vísar til þess að Krist- ínu finnst tími til kominn að nota heim- speki meira í skólum landsins. Hún nefnir öll skólastig í því sambandi en eins og tit- illinn gefur ennfremur til kynna er áhersla hennar á framhaldsskólann. Ohætt er að segja að þar sé samhljómur með henni og heimspekingum á Islandi sem hafa um allnokkurt skeið verið einróma í þeirri afstöðu sinni að heimspeki ætti að gegna ríkara hlutverki í skólum landsins en ver- ið hefur. Aðferð Kristínar er að greina nútíma- leg viðfangsefni í kennslufræðum, hjá unga fólkinu og í framhaldsskólanum og sýna okkur hvernig heimspekin er fær um að vinna á vandamálunum. I síðasta hluta bókarinnar víkur hún svo einnig að atvinnulífinu með svipuðum hætti. Krist- ín segir m.a. í inngangi um héimspekina að „ekki hafi verið gerð skýr grein fyrir kennslufræðilegum verðmætum hennar“ (10) og er ætlun bókar hennar að bæta þar úr. I fyrsta hluta bókarinnar telur Kristín upp ýmis viðmið kennslufræðinga um hvað kennsla þarf að hafa. Hún leggur hér áherslu á breytingar í samfélagi þar sem hraðinn og notkun tölvutækni hafi aukist, hún nefnir að nemendur haldi athygli stutt, séu mjög virkir, kærulausir o.s.frv. (39). Viðbrögð skóla og kennslu- fræða hafa verið nemendamiðaðra nám þar sem „[sjtaða kennarans hefur um leið færst frá einráðum stjórnanda til leiðbein- andi samstarfsmanns mitt á meðal nem- endanna" (43). I stuttu máli segir Kristín að heimspekin geti með sérstöðu sinni vel sinnt þessu hlutverki. Hún ýti undir sjálfstæða hugsun nemenda (44) og komi til móts við þörf þeirra fyrir virkni með öguðu frelsi sínu (45-47), sem ef til vil má skilja þannig að hún veiti nemendum meira frelsi um leið og hún „láti nemend- ur bera meiri ábyrgð á eigin námi“ og geri „ákveðnari kröfur til þeirra“ (50). Þannig vill Kristín létta ábyrgðinni af kennurum og færa hana yfir á nemendur (52). Um þetta má segja að þótt Kristín vísi að mestu til þeirra eiginleika sem hefð- bundið er að eigna heimspekinni virðist mér hún gera heimspekina heldur rót- tækari í kennslufræðilegu tilliti en tilefni er til miðað við hvernig hún hefur verið stunduð í skólastofunni. Þannig virðist mér umfjöllun hennar úr tengslum við þá kennslufræðilegu togstreitu sem segja má að finna megi meðal heimspekikenn- ara líkt og kennara annarra faga. Hér á ég annars vegar við kennslu að mestu á fyrir- lestraformi og hins vegar kennslu sem leggur áherslu á fjölbreyttari kennslu- aðferðir. Kristín tilheyrir síðari hópnum en hljómurinn í bókinni er lengst af eins og hún tali fýrir munn allra heimspek- inga. Það er fyrst við lok bókarinnar sem Kristín gagnrýnir það sem hún kallar „sögukennslu í heimspeki“ (181,199). Einnig virðist mér svolítið skorta tengsl við raunverulega ástundun hinnar róttækari nálgunar. Kristínu til varnar má segja að ekki hafi skapast sterk hefð í heimspekikennslu á lægri skólastigum. Þó virðist mér að bókin hefði mátt gefa skýrari mynd af hvernig maður nálgast til að mynda samræðuna í kennslu. Ef bókin á að sannfæra okkur um gildi heimspek- innar í skólastofunni verður hún að veita sæmilega sannfærandi mynd af því hvern- ig heimspekingar leggja til að stunda megi þessa kennslu. Eg hef tvennt til vitnis um þessi veiku tengsl. Annars vegar eru þær kennslufræðilegu nálganir sem vitnað er til ekkert frekar í nafni heimspekinnar en annarra fræðigreina og hins vegar eru hugmyndirnar sem taldar eru heimspek-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.