Hugur - 01.06.2011, Page 151
Ritdómar
149
inni sérstaklega til tekna stundum varla
sérstaklega heimspekilegar.
Til að taka dæmi um hið fyrra má nefna
umfjöllun um hina greinandi og skapandi
gagnrýnu hugsun sem við heimspekingar
á Islandi erum hvað stoltastir af. Það er
hins vegar athyglisvert að Kristín vísar til
amerískra fræðimanna, Richards Paul og
Lindu Elder, um hvernig megi nálgast
hana í kennslu, en þau fást við gagnrýna
hugsun án þess að það sé sérstaklega í
nafni heimspekinnar (55). Að vísu virðist
grunnurinn heimspekilegur því Paul er
heimspekimenntaður þó að Kristín nefni
það að vísu ekki. Þar sem gagnrýninni
hugsun án vísunar til heimspeki hefur
vaxið fiskur um hrygg kann lesandinn
hins vegar að spyrja sig hvað sé sérstak-
lega heimspekilegt við þetta. Hér hefði
verið sterkara að vitna í einhverja þá sem
halda nafni heimspekinnar sérstaklega á
lofti í þessu sambandi.
Dæmi um hugmynd sem Kristín virð-
ist eigna heimspekinni en mér virðist
ekki sérheimspekileg er sagan af kenn-
aranum sem lét nemendur skrifa sína
eigin kennslubók í heimspeki. Það að
þessi hugmynd hafi verið nýtt í ýmsum
öðrum kennslugreinum eins og Kristín
nefnir sjálf (53) er svo sem ekki til vitnis
um að hugmyndin sé ekki heimspekileg.
Eg sé hins vegar ekki með hvaða hætti
væri hægt að sýna að þetta sé frekar
heimspekileg hugmynd en til að mynda
bókmenntafræðileg eða eitthvað annað.
Kristín nefnir þetta dæmi í samhengi
við það að nemendur taki ábyrgð á eigin
námi og virðist með því vilja sýna hvern-
ig heimspekin geti hjálpað þeim að gera
það. Það virkar hins vegar ekki sannfær-
andi að sanna ágæti heimspekinnar með
því að vísa til verka hennar sem óvíst er
að séu hennar sérstöku verk.
Til að árétta það hér þá er ég ekki að
kvarta yfir því að Kristín nefni ekki til
sögunnar mikilvæg kjarnaatriði um hvað
heimspeki sé, því ég held hún nefni allt
það helsta, samanber það sem ég hef
nefnt hér að framan um umfjöllun Krist-
ínar um hugtakið „heimspeki“. Gagnrýni
mín beinist frekar að skýringu þessara
atriða og samhengi, eins og fram hefúr
komið, og þá vantar að sýna betur hvernig
þau koma fram í verki, þ.e. í kennslufræði
og kennsluaðferðum heimspekinganna
sjálfra.
Eg hef rætt þetta í samhengi við fyrsta
hluta bókarinnar en svipað má segja um
annan og þriðja hluta. Eftir að hafa í
öðrum hluta bókarinnar talað um þarfir
nemenda og brottfall í framhaldsskól-
anum, sem virðist að miklu leyti mega
rekja til námsleiða, rökstyður Kristín m.a.
í þriðja hlutanum að heimspekin geti hér
bætt úr. Á blaðsíðu 119 þar sem Kristín
virðist hafa lokið að mestu sönnun sinni
fyrir því að heimspeki geti unnið á náms-
leiðanum sat ég samt eftir með þá tilfinn-
ingu að það vantaði aftur fyrst og fremst
að fara inn í heimspekina og sýna hvernig
hún getur virkað. Ég er reyndar sammála
Kristínu um að heimspekin geti þarna
hjálpað til, mér virðist bara að sýna megi
betur fram á það.
Til að nefna einnig dæmi um gott inni-
hald en slakara form í fjórða og síðasta
hluta bókarinnar virðist mér gott og þarft
að fjalla um tengingu heimspekinnar við
hvernig lífinu er lifað, eins og þar er gert.
Kristín talar sérstaklega um að heim-
spekileg hugsun geti komið atvinnulíf-
inu til góða. 1 því sambandi nefnir hún
ýmis atriði sem heimspekin getur stutt og
segir til dæmis að heimspelón þjálfi sér-
staklega „skipulagshæfni og hæfni í lausn
verkefna“ (186). Stuttu síðar segir hún þó
að í heimspekinni séu engin svör veitt
(194). Þarna er á ferðinni togstreita sem
mér finnst að textinn geri eklci nægilega
góð skil. Síðari hugmyndin heyrist oft
meðal heimspekinga, en að mínu viti er
alveg kominn tími til að andmæla henni
eða skýra hana í það minnsta. Sérstaklega
hefði mér þótt tilefni til þess hérna þar
sem Kristín vill segja að heimspekin geti
átt þátt í að leysa vandamál í atvinnu-