Helgafell - 01.09.1944, Blaðsíða 3
m. ár
5.—10. HEFTI
1944
IfetgafeU
TÍMARIT UM BÓKMENNTIR OG ÖNNUR MENNINGARMÁL
FYRSTA ÞINGRÆÐISSTJÖRN HINS fSLENZKA LÝÐVELDIS
Samvinnustjórn þriggja þlngflokka með jákvæða stefnuskrá
í atvinnumálum. En stuðningur við nýsköpun í listum og
bókmenntun 'virðist hafa gleymzt eða [verið falinn Fram-
sðknarflokknum.
MYNDUN íyrstu þingræðisstjómar hins íslenzka lýðveldis er viðburður,
sem Helgafell mundi að sjólfsögðu hafi talið ástæðu til að fagna í bili, eftir
pólitíska niðurlægingu undanfarinna ára, hvemig sem sú stjórn hefði verið
skipuð. Hitt gefur óneitanlega tilefni til skynsamlegrar bjartsýni, að svo
virðist sem vonum betur hafi til tekizt um skipun og stefnuskrá hinnar nýju
stjómar. í rauninni má telja það eitt út af fyrir sig ánægjulega nýjung, að ríkis-
stjóm með stefnuskrá skuli hafa setzt að völdum á íslandi, og mætti slíkt verða
upphaf breyttra og betri vinnubragða í stjórnmálum vorum. Þá verður og að
álíta það nokkurs virði, að tekin verði af um það öll tvímæli, hvort unnt sé að
stjórna landinu á þingræðislegan hátt án fomstu Framsóknarflokksins, og mun
flokknum sjálfum, engu síður en allri þjóðinni, vera fyrir beztu, að gengið sé
úr skugga um, hvort sú tilraun megi takast.
En vafalaust ræður það samt mestu um, hversu vel hinni nýju stjórn hefur
verið tekið af almenningi, að starfsskrá hennar er í senn víðtæk og tímabær,
mörkuð af djörfung og bjartsýni og ber vott um vaxandi skilning á verk-
efnum og viðhorfum hins nýja tíma. Allir þeir, sem beittu sér sérstaklega
fyrir myndun slíkrar samvinnustjórnar, eiga því að svo stöddu þakkir skyldar
fyrir stórhug sinn og hleypidómaleysi. Er þess að vænta, að engin sundrimg-
aröfl innan stuðningsflokka stjórnarinnar geri þann óvinafagnað að torvelda
samstarfið eða spilla því með öllu.
Stjóminni virðist ljóst, að höfuðverkefni hennar hljóti að vera að tryggja