Helgafell - 01.09.1944, Blaðsíða 108
266
HELGAFELL
ir þurru smátt og smátt, en við neituð-
um að horfast í augu við þær stað-
revndir, sem bentu ótvírætt til þess að
endalokin gætu ekki orðið nema á einn
veg. Okkur fannst, að við ættum svo ó-
talmargt ólifað saman. Jói var orðinn
svo nægjusamur, að honum fannst lífið
vera sér mikils virði ennþá, jafnvel þótt
aldrei framar ætti fyrir honum að
liggja að komast ofan stigann né viðra
sig úti í guðsgrænni náttúrunni. Þegar
við höfðum opnað alla glugga upp á
gátt á kvistherbergjunum okkar þrem-
ur, og sólskinið og hreina loftið
streymdi inn til okkar, þá var þrátt
fyrir allt yndislegt að geta reikað fram
og aftur um þessi hugljúfu híbýli, þar
sem við höfðum átt saman svo margar
hamingjustundir. En oft varð ég að
fara fram í litlu eldhúskompuna, til
þess að geta grátið í einrúmi.
Gimsteinarnir þrír.
Einn morguninn sagði Jóhann við
mig, að nú vissi hann, að sér mundi
ekki auðnast að skrifa neitt framar.
Sig hefði dreymt, að hann væri dáinn
og kæmi inn í stóran, bjartan sal, þar
sem öll þau framliðnu stórskáld, sem
hann mundi eftir, sátu saman í hálf-
hring. Honum þótti Björnstjerne Björn-
son þá rísa á fætur, ganga til móts við
sig og færa sér gullhring, settan þrem-
ur skærum steinum. Sérhvert skáld-
anna bar svipaðan hring á hendi.
,,Sjáðu nú til, Ib“, sagði Jói. ,,Þess-
ir þrír steinar eru Fjalla-Eyvindur,
Galdra-Loftur og Lygarinn“.
Ég kyssti drenginn minn og sagði:
,,Enn eiga margir steinar eftir að bæt-
ast við í hringinn þinn“. En hann
varð hryggur við.
Síðasta nóttin og ,,fjöllin blá“.
Svo var það einu sinni með morg-
unsárinu, að Jóhann bað mig að opna
alla glugga, að fornum íslenzkum sið,
svo að sálin gæti flogið leiðar sinnar.
Við höfðum horft ástaraugum hvort
á annað og talað saman í hálfum hljóð'
um alla nóttina, — um hinar miklu
víðáttur á íslandi og ,, fjöllin blá“,
meðan ,,rauða liljan“ hans, eina blóm-
ið, sem hann vildi hafa inni hjá sér,
skein við okkur í grænni lampaglaíl-
unni. — Svo kom dauðinn í allri sinni
óbilgirni, en Jóhanni mínum þó svo
líknsamur, að ekkert þjáningakast var
honum samfara.
Ég bað mennina tvo, sem kistulögðu
Jóhann, um að mega hafa hann hjá
mér nóttina eftir. Alla þá nótt sat ég
við kistuna og horfði á undurfagra and-
litið hans, þar sem sérhver þjáningar-
hrukka var nú horfin.
Það var svo ótalmargt, sem ég
þurfti að segja við Jóhann þessar síð-
ustu klukkustundir, áður en þeir
kæmu aftur að sækja ástvin minn.
Anna Guðmundsdóttir
íslenzkaði.
Þáttur þessi, sem birtist hér nokkuð styttur, er úr minningabók frú Sigurjónsson, Mindenes
Besög, sem væntanlega kemur út á íslenzku innan skamms.