Helgafell - 01.09.1944, Blaðsíða 176
334
HELGAFELL
hundana, og þeir eru það eina, sem
hann getur viðurkennt, að ekki sé verr
gert hér en annars staðar. Veröldin fer
strax að láta betur að honum, þegar
raunamædd móðir, kýr, sem nýbúið er
að taka frá kálfinn, miðlar honum
frumstæðri hlýju; hann byrjar að sætta
sig við umhverfið. En það er ekki fyrr
en einstæðingarnir tveir, drengurinn og
kaupakonan, léttúðardrósin Fía Lása,
hafa fundið hvort annað í skilningi og
samhug, að allt fær annan brag, feg-
urð hins norðlenzka dals opnast hon-
um í ljósi sínu og litum og angan, og
fólkið á bænum lykst upp fyrir honum
smátt og smátt. Hin athugulu barns-
augu skyggnast undir yfirborðið,
drenginn fer að renna grun í, hve marg-
þætt og flókið mannlífið er, og hann
kemur auga á leyndardóm þjáningar-
innar, stendur gagnvart henni í spurn,
en með steyttan hnefann. Þennan
stutta tíma, sem Fía gengur drengn-
um í móðurstað, verður hún líka eins
og önnur manneskja, og við sjáum eftir
henni með höfundi, þegar hún sam-
kvæmt óumflýjanlegu lögmáli lífs og
listar hlýtur að hverfa aftur til síns
fyrra lífernis í bókarlok. En hún hefur
gefið drengnum dýrmæta gjöf, ómet-
anlega reynslu. Þetta finnst mér í sem
stytztu máli höfuðatriði sögunnar, en
um hana mætti segja margt fleira. Ég
ætla að láta mér nægja að benda á,
hve samtölin eru óvenju lifandi, hver
persóna hefur sitt málfar og raddblæ,
eins og alltaf hjá Hagalín, þegar hon-
um tekst upp. Og sem dæmi margra
ágætra náttúrulýsinga, og sálarlífslýs-
inga um leið, langar mig að minna á
kaflann, þegar drengurinn er að leita
kúnna og villist í brúnamyrkri síðsum-
arsnæturinnar.
Um V uSjjarhctrundrin og höfund
þeirra hefurðu skrifað svo vel og ræki-
lega, að ég man þar engu við að bæta
að sinni, vil aðeins taka undir þá
frómu ósk þína, að Þórbergur verði
sér úti um bókarefni, sem séu snilld
hans samboðnari, en láti þjóðsagna-
riturum hversdagslegra gáfnafars eftir
þessa grein bókmennta. Þegar sjálfs-
ævisaga hans var að koma út, var ég
hálft í hvoru að vona, að hann bætti
bók um bernsku sína og uppvöxt í
Suðursveit framan við íslenzkan aðal,
Hann skrifaði einu sinni grein um þetta
efni í Iðunni; hún heitir Lifandi krist-
indómur og ég, og mun mörgum minn-
isstæð, því að þótt hún sé skrifuð í
fræðistíl, er hún með skemmtilegri
greinum Þórbergs. Og þú manst eft-
ir öfum hans í Bréfinu og Pistlinum,
þeim indælismönnum. Ekki væri nú
amalegt að fá eitthvað meira að heyra
um þá. Mér finnst það raunaleg til-
hugsun, ef barndómssaga Þórbergs
Þórðarsonar á ekki eftir að sjá dagsins
ljós á annan hátt en í þessum brotum;
ekki yrði sú saga slakasta sveitalífs-
lýsingin í bókmenntum okkar og mundi
stinga hressilega í stúf við allar hinar.
Og þá dettur mér í hug atriði, sem
í sjálfu sér er merkilegt, og ef ég man
rétt, bar það eitthvað á góma hjá okk-
ur, þegar við vor.um að bollaleggja
samtalið okkar sæla í vor: einhæfni
íslenzkra sagnaskálda um efnisval, svo
ólík sem þau eru að öðru leyti. Það
sýnist í fljótu bragði einkennilegt, hve
rækilega þau sniðganga kaupstaðina
og Reykjavík og halda sig sýknt og
heilagt í sveitum og sjávarþorpum,
því maður skyldi halda, að einmitt
Reykjavík, með hinn öra vöxt sinn og
nýmenningu og fólksstrauminn alls
staðar að af landinu, væri girnilegt
viðfangsefni fyrir skáldsagnahöfund.
En ég held, að til þessa fyrirbrigðis
liggi mjög eðlilegar orsakir og ætla rétt
að drepa hér á þær að lokum.
Það fyrsta, sem fyrir manni verður,
er upnruni höfundanna og uppeldi.
Allir vita, hve djúptæk áhrif þess eru.