Helgafell - 01.09.1944, Blaðsíða 190
RITDÓMAR OG UMSAGNIR
ÆVISÖGUR OG MINNINGABÆKUR
Jón Sigurðsson í ræðu og riti
Vilhjálmur Þ. Gíslason gaf út. Bókaút-
gáfan Norðri h. f. Akureyri 1944. —
348 bls. Verð ib. 80—.
Á aftanverðu titilblaði bókar þessarar láta
útgefendurnir þess getið, að hún sé gefin út
á aldarafmœli þingmenns\u Jóns Sigurðsson-
ar. Er þetta að vísu rétt, því að hann var fyrst
kosinn á þing á kjörfundi Vestur-ísafjarðar-
sýslu, sem haldinn var í kirkjunni á ísafirði
13. apríl 1844, en þingið kom hins vegar ekki
saman fyrr en árið eftir. Það var, eins og
kunnugt er, hið fyrsta þing hins endurreista
alþingis, og fór setning þess fram í hátíðasal
latínuskólans 1. júli 1845. Þann dag kom Jón
Sigurðsson fyrst á þing og má ætla, að þessa
merkilega minningardags verði rækilega minnst
1. júlí n. k., og færi vel á því, að alþingi
kæmi þá saman til hátíðlegs fundar í sínum
fornu salarkynnum, þar sem það háði, undir
forustu Jóns Sigurðssonar, einlægasta og
þrautseigasta baráttu fyrir frelsi þjóðarinnar
um þrjátíu og fimm ára skeið.
En þó að ekki væri neinu afmæli til að
dreifa, ættu útgefendur þessa rits jafn mikl-
ar þakkir skildar fyrir að hafa komið því á
framfæri. Á engan hátt hefði minning Jóns
Sigurðssonar orðið maklegar heiðruð, en með
vandaðri útgáfu á öllum helztu ritum hans og
ræðum, og þó að því verkefni sé að vonum
ekki gerð full skil með þröngu úrvali eins og
því, er að ofan getur, bætir það engu að síður
verulega úr mikilli vanrækslu, enda gat önnur
bók naumast átt virðulegra erindi til þjóðar-
innar á þessu hátíðaári. Það er að vísu ein-
att erfiðleikum bundið að greina hlut einstak-
linganna skilmerkilega að í heildarsögunni, og
ósjaldan kemur það fyrir, að tíminn breyti
mati kynslóðanna á mönnum og málefnum, en
fæstir munu telja sennilegt, að hann fái nokkru
sinni haggað þeirri niðurstöðu, að Jón Sigurðs-
son hafi skilað þjóð sinni lengra áleiðis í átt-
ina til 17. júní 1944 en nokkur einn maður
annar. Þetta vitum vér öll, enda er það rúm,
sem hann skipar í hugum alþjóðar, svo afdrátt-
arlaust, að naumast getur þann Íslending, sem
ekki ímyndar sér að minnsta kosti, að hann
mundi enn vilja hlíta forustu hans, og vissu-
lega má þjóðin eiga það, að hún hefur aldrei
leyft ..dægurþrasi og ríg“ að komast upp á
milli sín og minningarinnar um Jón Sigurðs-
son. En þrátt fyrir það, að ekki eru liðin nema
rúm sextíu ár frá dauða þessa frábæra afreks-
manns, vofir samt nú þegar sú hætta yfir rækt-
arseminni við minningu hans, að hann verði
smám saman tekinn í helgra manna tölu, og
að virðingin fyrir nafni hans missi um leið
merkingu sína og innihald. Ég hygg, að það
sé mikið sannmæli, sem Vilhj. Þ. Gíslason
segir í inngangsritgerð sinni, að í raun og veru
hafi þekking almennings á Jóni Sigurðssyni
verið fremur lítil. Fæstir hafa lesið svo mikið
sem einn staf af öllu því, sem eftir hann ligg-
ur, enda verður ekki sagt, að rit hans hafi leg-
ið á glámbekk, því að flest þeirra hafa verið
vandlega falin fyrir almenningi í gömlum forn-
ritaútgáfum og Nýjum félagsritum. En einnig
munu þeir vera margir, sem ekki hafa hirt um
að kynna sér það, sem hann skrifaði, vegna
ímyndunar um, að það væri þurrt og leiðin-
legt og ,,ætti ekki lengur við“. Vafalaust munu
ýmsir komast á aðra skoðun við lestur þessar-
ar bókar, og margir munu furða sig á því, að
slíkt rit skuli ekki hafa verið gefið út fyrir
löngu.
Ég játa það fúslega, að ég er einn þeirra
manna, sem lítið þekkja til Jóns Sigurðssonar
af öðru en bréfum hans og því, sem um hann
hefur verið skrifað, og er m. a. þess vegna lítt
bær að dæma á milli þess, sem tekið hefur
verið með í þessa bók, og hins, sem sleppt
þefur verið. En ég hef lesið bókina alla mér
til mikillar ánægju, og eftir á þykist ég ekki
geta verið í vafa um, að útgefandinn, Vil-
hjálmur Þ. Gíslason magister, hafi leyst af
hendi vandasamt verk af þekkingu og smekk-
vísi. Sjálfur hefur hann lagt bókinni til snjalla