Helgafell


Helgafell - 01.09.1944, Blaðsíða 209

Helgafell - 01.09.1944, Blaðsíða 209
BÓKMENNTIR 367 ar Gunnarsson rithöfundur á Skriðuklaustri hef- ur valið kvæðin og búið þau til prentunar, og á marga lund nýtur bókin vandvirkni hans og ræktarsemi, enda mun ekki verða um það deilt, að þessi útgáfa taki mjög hinni fyrri fram. Gunnar Gunnarsson skrifar einnig langa inn- gangsritgjörð um höfundinn, rekur æviferil hans í skýrum dráttum og lýsir skáldskap hans og persónueinkennum af næmum skilningi og var- færni. Mun ekki annars staðar að fá í rituðu máli ýtarlegri fræðslu um skáldið og manninn Pál Olafsson, enda hefur Gunnar átt skammt að sækja góðar heimildir til manna, er um langa hríð voru nákunnugir honum. Þess verð- ur þó líklega að geta, að fullyrða má, að vís- urnar um pappírinn jrá Jóni eru ekki eftir Pál Ólafsson, og mér er einnig tjáð af mönnum, sem vel mega vita, að vísan Finnast ekki fjalla á milli fegri ljóð en þessi stef, eintóm lygi, eintóm snilli eftir þennan djöfuls ref, standi á engan hátt í sambandi við ,,aldamóta- ljóð eins af merkisskáldunum“, heldur sé tn- efni hennar erfiljóð, sem eitt þjóðskáldanna orti ,,eftir þennan djöfuls ref“, nafnkunnan landsmálaskörung, sem Páll virtist hafa haft litlar mætur á. En þessi atriði eru lítils háttar, enda verður ekki dregið í efa, að yfirleitt sé rétt með farið í ritgerð Gunnars, og mjög margt er þar að finna, bæði skemmtilegt og fróðlegt, um tildrög að vísum og kvæðum Páls Ólafs- sonar, auk þess sem ritgerðin er mikils virði til glöggvunar á afstöðu hans í íslenzkum kveð- skap. Páll hefur jöfnum höndum verið nefnd- ur alþýðuskáld og þjóðskáld og má hvorttveggja til sanns vegar færa, eins og Gunnar tekur réttilega fram, en engu að síður hefur hann greinilega sérstöðu meðal íslenzkra skálda, hvort sem hann er dreginn í dilk með hinum fyrr eða síðar nefndu. Að formi og yrkisefn- um er hann að vísu í nánustum tengslum við hagyrðinga alþýðunnar, yrkir að þeirra hætti lausavísur og ljóðabréf um hesta og brennivín, árferði og kvenfólk, en viðhorf hans til alls þessa er þó að ýmsu mjög ólíkt viðhorfi flestra þeirra skálda annarra, sem einkum hafa ver.ð kenndir við alþýðlega ljóðagerð. Hann finnur til sín öðruvísi en þeir, lítur heimsmanns- augum á basl sitt og brennivínsleysi og hendir höfðinglegt gaman að búskaparáhyggjum sín- um og umstangi. Þó að hann sé næsta ólærð- ur, og líklega ekki mikið lesinn í bókmenntum, er hann samt menntaður að innræti og upp- lagi, og listrænn einfaldleiki og mýkt er höfuð- einkenni á ljóðum hans. Orðkynngi hans er sjaldnast hávær og jafnvel beittustu skamma- vísur hans verða minnistæðari fyrir hið skáld- lega rúmtak þeirra en fyrir níðið sjálft, þótt hnitmiðað sé: Fyrir lygina, sem þú laugst á mig, Loðmfirðingarógur, hrykki ei til að hýða þig Hallormsstaðaskógur. En oftar verður honum fyrir að bera klæði græskulausrar kímni á vopn sín, eins og í vís- unni um vinnumanninn, sem dvalizt hefur von- um lengur í sendiferð: Ég er orðinn hissa á hans hátta- og ferðalagi, óska honum til andskotans, og er mér það samt bagi. Og þannig mætti lengi telja. En skáldið, sem temur sér þessa formgrónu alþýðulist, á einn- ig aðra og ótrúlegri strengi á hörpu sinni. Sakn- aðarljóðið, sem hann yrkir eftir sonu sína, A hverri nóttu gr'óf ég grej, er annarlegt og ó- freskt harmkvæði, og vísurnar, Ég vildi jeginn verða að Ijósum degi, eiga sér einfaldleik og dulfegurð sumra byronskra ástaljóða. Ég hygg, að margur, sem nú les ljóðmæli Páls Ólafssonar á nýjan leik, muni furða sig á því, hversu vel þau hafa þolað geymsluna, því að mörg þeirra eru raunar enn í dag jafn fersk og nýstárleg eins og þegar þau komu fyrst fram. Ljóð hans eiga heima við hliðina á kvæðum þeirra gömlu og síungu skálda, sem menn geta ennþá lesið sér til mestrar ánægju, en auk þess er bókin, í þessari fallegu og vönd- uðu útgáfu, hinn ágætasti gripur, sem jafnvel vandlátustu bókamenn munu hafa ánægju af að handleika. T. G. Förunautar Hagalíns Guðmundur Gíslason Hagalín: FORU- NAUTAR. — Prentstofan ísrún h/f, Ísafirði 1944. 505 bls. Verð: kr. 55—; 70—; 90—. Útgefandi þessarar bókar lætur þess getið í lesmálsdálki á umslagi hennar, að þetta sé
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236
Blaðsíða 237
Blaðsíða 238
Blaðsíða 239
Blaðsíða 240
Blaðsíða 241
Blaðsíða 242
Blaðsíða 243
Blaðsíða 244
Blaðsíða 245
Blaðsíða 246
Blaðsíða 247
Blaðsíða 248
Blaðsíða 249
Blaðsíða 250
Blaðsíða 251
Blaðsíða 252

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.