Helgafell - 01.09.1944, Blaðsíða 220
378
HELGAFELL
skiptir miklu, að þær fari með sem réttast
mál.
Ein slíkra bóka er Portrait of lceland. Höf-
undur hennar er majór í brezka hernum, lækn-
ir að menntun. Hann hefur dvalizt í tvö
ár hér á landi og ferðazt um allt landið. Um
margt ritar hann því af eigin sjón og reynd,
en annað hefur hann eftir góðum heimildum.
I formála segir hann, að bókin eigi að flytja
svipmyndir af landi, sem lítt hafi verið þekkt
fram að síðari heimsstyrjöld. Hér eru að vísu
engar tæmandi upplýsingar, en allt, sem þar
stendur, er rétt og greinagott og ritað af sér-
stakri vinsemd í þjóðarinnar garð.
Bókin er í 13 köflum, er lýsa þjóð og þjóð-
lífi, jarðmyndun og gróðri, jöklum, fossum,
Reykjavík, Oræfum o. s. frv. Eins og höf. tek-
ur fram, er henni einkum ætlað að glæða á-
huga ókunnugra gagnvart íslandi. Slíkar bæk-
ur hljóta að vera oss mikill fengur til landkynn-
ingar út á við. En gildi hennar fyrir íslenzka
lesendur að öðru leyti er fyrst og fremst fólgið
í myndunum, sem teknar hafa verið af Óskari
Bjarnasyni prentara. Hann kann flestum
betur að velja myndarefni og láta þau njóta
sín. Myndirnar eru teknar víðs vegar um landið,
flestar mjög skemmtilegar, enda vel prentað-
ar, eftir eirmótum, sem gerð voru í Englandi.
Prentun og pappír hvorttveggja í góðu lagi,
letrið t. d. mjög smekklegt. Ég tel því óhætt
að mæla með þessari bók við alla enskulæsa
Islendinga. Ásgeir Júliusson.
Sígræn sólarlönd
Björgúlfur Ólafsson: SÍGRÆ.N SÓLAR-
LÖND. — Leiftur. Rvík 1943. 375 bls.
Verð: kr. 48—; 60—.
Björgúlfur Ólafsson, læknir, dvaldist margt ár
austur í Indíalöndum. Rataði hann þar í ýmis
ævintýr og sum harla söguleg, er hann segir
frá í bók þessari. En jafnframt lýsir hann nokk-
uð landsháttum og lífi Malaja. Björgúlfur segir
notalega frá, og er bókin bæði fróðleg og
skemmtileg. Málið er yfirleitt gott, en stafsetn-
ingu eða prófarkalestri nokkuð ábótavant.
Myndir eru allmargar, en ekki góðar.
Pálmi Hannesson.
Suður um höf
Sigurgeir Einarsson: SUÐUR UM HÖF.
— G. Ó. G. Rvík 1944. 319 bls. Verð:
kr. 40—; 54—.
Sigurgeir hefur áður ritað bók um norðurfar-
ir og nefndi hana Norður um höf. Þetta rit
er með nokkrum hætti framhald hins, enda svip-
að því um margt. Segir þar frá suðurferðum,
allt frá upphafi, en þeir leiðangrar hafa orðið
næsta sögulegir margir hverjir eins og kunn-
ugt er. Ekki hef ég getað borið frásagnir höf-
undar saman við heimildir, en mér virðist hann
í hvívetna hafa leitazt við að skýra rétt frá. 1
bókinni eru margar myndir, en yfirleitt ekki
svo góðar sem skyldi. Pálmi Hannesson.
HEILSUVERND OG LÍKAMSRÆKT
Kristín Ólafsdóttir: — HEILSUFRÆÐI
HANDA HÚSMÆÐRUM. — ísaf, 1943.
262 bls. Verð: Kr. 50— innb.
Bók þessari er ætlað að vera handbók og
námsbók í senn. Hún er óvenjulega vönduð
að öllum ytra frágangi, prýdd fjölda góðra
mynda, og nokkrar litmyndir eru í henni, er
hafa tekizt vel. Bókin er 262 bls. að stærð og
skiptist í sex höfuðkafla. Eru þeir þessir:
1. Kynferðislíf kvenna, barnsburður og
sængurlega. — II. Meðferð ungbarna. — III.
Heilsusamlegir lifnaðarhættir og heilsuvernd.
IV. Helztu sjúkdómar er húsmæður varða. —
V. Heimahjúkrun. — VI. Hjálp í viðlögum.
Um efnismeðferð höfundar er yfirleitt gott
eitt að segja. Að vísu getur menn ávallt greint
á um, hvers skuli getið og hverju skuli sleppt.
Ég hygg, að bókin geti orðið húsmæðrum og
konum yfirleitt til mikils gagns, einkum sem
handbók, er þær geti leitað fræðslu í, þegar
vanda ber að höndum í ýmsum efnum.
Frásögn höfundar er ljós og lipur, og það er
ómetanlegur kostur, hve mikið er af myndum
í bókinni, er skýra efnið sérlega vel og verða
minnisstæðar. Ekki sízt er þetta mikilvægt,
þar sem lýst er ýmsum handbrögðum við hjúkr-
un, flutning og meðferð slasaðra manna o. fl.
Þar eru myndir gleggri en nokkrar lýsingar.
Að ýmsu leyti hygg ég, að bókin sé tæpast
nógu ýtarleg til þess að vera kennslubók í