Helgafell - 01.09.1944, Blaðsíða 94
252
HELGAFELL
Árið 1746 mælti Musschenbroek, próíessor við
háskólann í Leyden, á þessa leið, er rafhleðsla
var reynd í fyrsta skipti með nothæfri að-
ferð: Hér ætla ég að sýna ykkur stórhættulega
tilraun, en ég ræð ykkur eindregið frá að endur-
taka hana upp á eigin spýtur.
siðmenningar vorrar, taka menn vita-
skuld á sig miklu alvarlegri ábyrgð
en áður. Meðan verkanir einstakra
mannlegra athafna á hag heildarinn-
ar verða ekki raktar vísindalega, get-
ur slíkt haft hinar viðsjárverðustu af-
leiðingar, án þess að nokkrum verði um
kennt. Hinir hefðgrónu fjármálafræð-
ignar höfðu þannig ævinlega getað sýnt
og sannað. að kreppur væru aðeins ,,til-
fallandi" starfskvillar fjármálakerfis,
sem þó væri heilbrigt í eðli sínu. En taki
markvíst mannfélag allsherjarskipu-
lagningu framleiðslu og miðlunar í sín-
ar hendur, verða stjórnarvöldin að réttu
lagi ábyrg um öll mistök. Því fer mjög
fjarri, að vér búum við skipulagt og á-
ætlunarbundið hagkerfi með almanna-
heill að markmiði, og ekki er að vænta,
að það komist á, án langrar og strangr-
ar baráttu fyrir því. Ekki má heldur
vænta, að ávaxtanna af slíkri allsherj-
arskipulagningu verði notið þegar í
stað. Verkefnið er svo miklu stórfelld-
ara og margbrotnara en nokkru sinni
hefur verið tekizt á hendur í mann-
heimum áður. Þróun vísindalegrar
tækni og starfshátta er svo fyrir að
þakka, að nokkur lausn skuli yfirleitt
vera hugsanleg. Að því er verklega
þekkingu varðar, ættu nú þegar að
vera orðin tök á að skipuleggja heims-
ríki með þessum hætti. Vér kunnum
nóg til framleiðslu og vörudreifingar,
og oss er kleift að sjá fyrir nægilega
greiðum samgöngum. Þó er oss ef til
vill dýrmætust sú vitneskja, sem vís-
indin hafa aflað um það, hversu rann-
sakað verði og mælt svo víðtækt og
flókið atriði sem hinar breytilegu þarf-
ir í samfélagi manna.
Hugsjónin um einingu mannkynsins
í traustu, virku samfélagi má því að-
eins rætast, að vísindunum sé beitt að
því markmiði. Meginhættan, sem nú
vofir yfir, er sú, að vísindin verði hag-
nýtt aðeins að takmörkuðu leyti og í
sérstökum tilgangi. Þetta kann að virð-
ast mjög svo notadrjúgt í fyrstu, eins
og ráða má af því, hversu Hitler hefur
tekizt að efla hernaðarmátt ,,hins nýja
Þýzkalands" á skömmum tíma. Hitler
og hans nótar líta á vísindamanninn
sem menntaglóp, er megi nýta til þarf-
legra afkasta, sé honum sagt fyrir
verkum. Fasistar eru ekki einir um að
líta svo á. Umsvifamiklir valdhafar í
öllum auðvaldsríkjum hafa meðhöndl-
að vísindin eins og gagnlegt, auðsveipt
vinnuhjú, og margir vísindafrömuðir
una hlutverkinu af aufúsu. En sé vís-
indunum beitt á þann hátt, verða þau
aðeins til að auka á þá eymd og þann