Helgafell - 01.09.1944, Blaðsíða 15
STEFNUSKRÁ LÝÐVELDISINS
173
þjóðmálasamtök hvers konar, þar á meðal stjórnmálaflokkar, séu opin öll-
um, sem uppfylla lögleg skilyrði, og starfi á lýðræðisgrundvelli. Eink-
um er þetta nauðsynleg krafa vegna þess sérstaka og víðtæka valds, sem
stjórnmálaflokkum er fengið í núverandi stjórnarskrá, og ætla má, að þeir
haldi í einhverri mynd enn um skeið.
En frelsið er ekki einhlítt. í hverju þjóðfélagi verður líka að vera að-
hald og agi. Stjórnarskráin verður að greina helztu skyldur þjóðfélagsborg-
aranna.
Fyrsta skyldan hlýtur að vera sú, að halda stjórnarskrána og hlýðnast
lögum og boðum, sem sett eru á grundvelli hennar. Þá verður að krefjast
trúmennsku og samvizkusemi í störfum, hvort heldur unnið er fyrir einka-
fyrirtæki eða hið opinbera. Sóun hagnýtra efna, áhalda og vinnuafls skal
vera refsiverð.
Sjálfsagt er, að stjórnarskráin nefni beinlínis þá skyldu borgaranna, að
greiða skatta til sameiginlegra þarfa.
Um landvarnir í venjulegum skilningi verður lítt að ræða hér á landi
um sinn, en hins vegar þarf að skylda borgarana til að hlýðnast þeim lög-
um og sérstökum fyrirskipunum, sem settar verða til verndar öryggi og
sjálfstæði landsins.
Loks þarf að taka fram, að fyrir hvers konar afbrot gegn löglegum hags-
munum og réttindum einstaklinga, samtaka og hins opinbera, skuli dæma
refsingu, en hina þyngstu, sem lög leyfa, fyrir landráð.
III.
Áður var lauslega vikið að því, að nauðsynlegt myndi að setja í nýju
stjórnarskrána skýrari reglur um rekstur þjóðarbúskaparins en verið hafa
undanfarið.
í nýju stjórnarskránni verður að ganga út frá því grundvallaratriði, að
allir atvinnuvegir séu háðir nákvæmu eftirliti ríkisíns, og einstaklingum
verði ekki veitt leyfi til atvinnureksturs, nema þeir hlíti settum reglum um
allsherjar skipulagningu framleiðslunnar. Þetta á einnig við um utanríkis-
verzlunina. Hún verður ýmist beint í höndum ríkisins eða háð ströngu eftir-
liti. Reynslan mun sýna, að heppilegast er, að bæði útflutningur og inn-
flutningur sé að öllu leyti í höndum ríkisins. Framleiðsla og vörudreifing
innanlands verður án efa fyrst um sinn með sama sniði og verið hefur undan-
farið, í höndum einstaklinga, ýmis konar félaga, bæja og ríkis.
Lesandinn sér, að hér er talað um ,,allsherjar skipulagningu framleiðsl-
unnar“. Þetta er að því leyti nýmæli, að ég ætlast til, að í stjórnarskránni