Helgafell - 01.09.1944, Blaðsíða 148
306
HELGAFELL
Hdrbergjaeiningum raðað saman.
EIN TEGUND FARANDHÚSA.
Ný byggingarefni og byggingaraðferð-
ir til öryggis og fegurðarauka.
Margvíslegar nýjungar í meðferð efna hafa
mönnum lærzt í þessari styrjöld og munu
verða hagnýttar í húsagerð. Með nýjum að-
ferðum við mótun og steypu, þar sem beitt er
rafhitun og rafbylgjum með hátíðni, er hægt
að kljúfa plast og móta úr því ýmsa húshlutd1
til einangrunar, styrktar og prýði. Pípur og
baðker úr plasti hafa mjög tíðkazt á styrjald-
arárunum og munu enn koma að góðu gagnr
og gera vatnslagnir og hreinlætistæki einfald-
ari og ódýrari.
Löngu fyrir styrjöld var farið að nota plast
í húna, handföng, steypibaðtæki, síur, tengi
o. fl. Að styrjöldinni lokinni munu hlutir úr
plasti verða í hverju herbergi, bæði til skrauts
og þæginda, fyrir lítið verð. I framtíðarhúsum
verður gler einnig notað í margt fleira en
gluggarúður og veggflísar. Þekking manna á
eðli glersins hefur aukizt stórkostlega á styrj-
aldarárunum. Vegna þess, að nú hefur tekizt
að gera það hitaþolið og ekki brothættara en
svo, að það stenzt mikla áraun, mun það jafn-
vel verða notað í alls konar leiðslur og fasta
húshluti.
Þá er og líklegt, að húsin verði ekki að-
eins vistlegri og traustari, heldur einnig ör-
uggari, er farið verður að nota nýjar tegundir
af áklæði og veggfóðri, sem þola bæði eld
og vatn.
Vegna endurbættra aðferða við einangrun
verður auðveldara að halda hæfilegum hita í
húsunum sumar og vetur.
Rétt er að minna á, að bætta tækni og betri
efni er hægt að nota við hús, sem smíðuð verða
með eldri aðferðum, eins og við hin vélunnu.
Margt hefur mönnum lærzt um upphitun,
lýsingu, leiðslur og fleira, sem hægt er að
nota í hvorri hústegundinni sem er, bæði til
sparnaðar og þæginda.
Menn munu láta sér annara um öryggi bú-
staða sinna en áður. Aðferðir þær, sem beitt
var fyrir styrjöld til þess að gera hús eldtraust,
voru svo kostnaðarsamar, að slíkar varúðarráð-
stafanir borguðu sig ekki í húsum, sem kost-
uðu undir 15000 dölum. Þeim hefur því lítið
verið beitt, nema í skrifstofubyggingum, stór-
um fjölbýlishúsum og gistihúsum. Húsa-
meistarar fullyrða, að eldtraustu húsin megi
gera alveg eins vistleg og smekkvísleg og
hin gömlu, brunahættu. Nota má ýmis eld-
varnarcfni til þess að gera gólf, veggi og hús-