Helgafell - 01.09.1944, Blaðsíða 212
370
HELGAFELL
um, sem vandalaust hefði verið að lagfæra.
Prófarkalestur og frágangur allur er óvenju góð-
ur.
Olafur Jóh. Sigurðsson.
Þingvísur frá 70 árum
ÞINGVÍSUR 1872—1942.
Safnað hefur Jóhannes úr Kötlum.
Útgefandi: Þórhallur Bjarnarson. Rvík
1943. 198 bls. Verð: kr. 25—; 40—.
Jóhannes úr Kötlum hefur unnið þarft verk
að safna saman þingvísum síðustu 70 ára og
gefa út, ásamt skýringum. Það hefur alls ekki
verið lítil vinna að setja þær í rétt samhengi,
og efamál um sumar, eins og vonlegt er. í þessu
safni er saga íslenzkra löggjafarþinga skráð í
ljóðum, kersknivísum og níðvísum, mjög mis-
jöfnum að gæðum, en þó fáar, sem kallast
mega afbragð. Margar eru klúrar og grófgerð-
ar, lítið um hina léttari tegund háðsins, enda
virðist íslendingum ósýnt um að forma fyndni
sína í fíngert háð að frönskum hætti. En þrátt
fyrir töluverðan búrahátt í skáldskapnum er
fengur að eiga þessar vísur á einum stað og
horfa á þjóðmál íslendinga síðustu tvo manns-
aldra í ljósi skops og kerskni. Þó er mér ekki
ljóst, hvers vegna ekki eru neinar Þingvísur frá
dögum hins ráðgefandi þings, nema Inngangs-
kvæðið. Skyldi ekki hafa verið ortar neinar
þingvísur á tímabilinu 1845—1874? Eða eru þær
týndar? Mér þykir ótrúlegt að svo sé, að ís-
lenzki fjárkláðinn, verzlunarmálið og stjórnar-
bótarmálið hafi ekki orðið þingmönnum eða
öðrum að yrkisefni. Sjálfur veit ég ekkert um
þetta; en Jóhannes úr Kötlum og aðrir vísna-
fróðir menn ættu að athuga þetta og halda til
haga þingvísum þessa tímabils, ef nokkrar eru,
því að það var sízt ómerkilegra í þingsögu
vorri en árin á eftir.
Römmustu þingvísur bókarinnar eru raunar
frá tímabili hins ráðgefandi þings og heita:
Eitt lystilegt gylliniklenódí eður eitt ilmandi
fórnarreykelsi, sem ég æruskyldugast ætla að
frambera, þegar ég er orðinn konungkjörinn.
Það mun hafa ort Björn Halldórsson, prófast-
ur í Laufási, árið eftir hinar miklu deilur á
þinginu 1871, er framkoma hinna konungkjörnu
þingmanna í stjórnlagamálinu vakti mikla and-
úð með þjóðinni og hleypti Þingvallafundinum
1873 af stokkurium. Ég get ekki lokið þessum
orðum án þess að tilfæra hér nokkrar vísur:
Ég er konungkjörinn,
karl minn, segi eg þér,
enda upp lýkst vörin
efri og neðri á mér
aldrei nema á eina lund:
eftir því sem þóknast bezt
þjóð við Eyrarsund.
Ég er konungkjörinn,
kynstrin hata eg ill:
að sér yppa skörin
upp í bekkinn vill.
Þjóðin klafa þarf um háls.
Aumt að hugsa er til þess,
ef hún verður frjáls.
Ég er konungkjörinn,
kvíða engan ber.
Varla veltur knörinn,
vel er hólpið mér.
Ríkisþing og ráðgjafinn
annast danskan íslending
eins og rakkann sinn.
Ég er konungkjörinn,
kross og nafnbót fæ.
I mér eykst svo mörinn,
að ég skellihlæ, —
hlæ, þó gráti þjökuð þjóð.
Fyrir danska sæmd og seim
sel ég íslenzkt blóð.
» f* ' '
Fæstar af öðrum vísum þessa þingvísnasafns
eru jafn bitrar og þessar, og verða engar
þeirra hér til tíndar, en hver sem vill
í fljótu bragði rifja upp fyrir sér pólitíska sögu
Islands síðustu mannsaldra, verður margs vís-
ari en áður eftir lestur þess.
Frágangur bókarinnar er góður, og vísna-
skýringar stuttar, en fróðlegar.
Sverrir Kristjánsson.
Tveir leikprédikarar
DavíÖ Stefánsson frá Fagraskógi:
VOPN GUÐANNA. Sjónleikur. Útgef-
andi: Þorsteinn M. Jónsson, Akureyri
MCMXLIV. 150 bls. Verð: kr. 22—; 42—.
í sjónleik sínum, Vopn guðanna, færist Da-
víð Stefánsson það í fang að lýsa svipting-
unum milli einræðis og þjóðfrelsis nútímans.
Hann færir viðfangsefnið í búning ævintýra-