Helgafell


Helgafell - 01.09.1944, Blaðsíða 212

Helgafell - 01.09.1944, Blaðsíða 212
370 HELGAFELL um, sem vandalaust hefði verið að lagfæra. Prófarkalestur og frágangur allur er óvenju góð- ur. Olafur Jóh. Sigurðsson. Þingvísur frá 70 árum ÞINGVÍSUR 1872—1942. Safnað hefur Jóhannes úr Kötlum. Útgefandi: Þórhallur Bjarnarson. Rvík 1943. 198 bls. Verð: kr. 25—; 40—. Jóhannes úr Kötlum hefur unnið þarft verk að safna saman þingvísum síðustu 70 ára og gefa út, ásamt skýringum. Það hefur alls ekki verið lítil vinna að setja þær í rétt samhengi, og efamál um sumar, eins og vonlegt er. í þessu safni er saga íslenzkra löggjafarþinga skráð í ljóðum, kersknivísum og níðvísum, mjög mis- jöfnum að gæðum, en þó fáar, sem kallast mega afbragð. Margar eru klúrar og grófgerð- ar, lítið um hina léttari tegund háðsins, enda virðist íslendingum ósýnt um að forma fyndni sína í fíngert háð að frönskum hætti. En þrátt fyrir töluverðan búrahátt í skáldskapnum er fengur að eiga þessar vísur á einum stað og horfa á þjóðmál íslendinga síðustu tvo manns- aldra í ljósi skops og kerskni. Þó er mér ekki ljóst, hvers vegna ekki eru neinar Þingvísur frá dögum hins ráðgefandi þings, nema Inngangs- kvæðið. Skyldi ekki hafa verið ortar neinar þingvísur á tímabilinu 1845—1874? Eða eru þær týndar? Mér þykir ótrúlegt að svo sé, að ís- lenzki fjárkláðinn, verzlunarmálið og stjórnar- bótarmálið hafi ekki orðið þingmönnum eða öðrum að yrkisefni. Sjálfur veit ég ekkert um þetta; en Jóhannes úr Kötlum og aðrir vísna- fróðir menn ættu að athuga þetta og halda til haga þingvísum þessa tímabils, ef nokkrar eru, því að það var sízt ómerkilegra í þingsögu vorri en árin á eftir. Römmustu þingvísur bókarinnar eru raunar frá tímabili hins ráðgefandi þings og heita: Eitt lystilegt gylliniklenódí eður eitt ilmandi fórnarreykelsi, sem ég æruskyldugast ætla að frambera, þegar ég er orðinn konungkjörinn. Það mun hafa ort Björn Halldórsson, prófast- ur í Laufási, árið eftir hinar miklu deilur á þinginu 1871, er framkoma hinna konungkjörnu þingmanna í stjórnlagamálinu vakti mikla and- úð með þjóðinni og hleypti Þingvallafundinum 1873 af stokkurium. Ég get ekki lokið þessum orðum án þess að tilfæra hér nokkrar vísur: Ég er konungkjörinn, karl minn, segi eg þér, enda upp lýkst vörin efri og neðri á mér aldrei nema á eina lund: eftir því sem þóknast bezt þjóð við Eyrarsund. Ég er konungkjörinn, kynstrin hata eg ill: að sér yppa skörin upp í bekkinn vill. Þjóðin klafa þarf um háls. Aumt að hugsa er til þess, ef hún verður frjáls. Ég er konungkjörinn, kvíða engan ber. Varla veltur knörinn, vel er hólpið mér. Ríkisþing og ráðgjafinn annast danskan íslending eins og rakkann sinn. Ég er konungkjörinn, kross og nafnbót fæ. I mér eykst svo mörinn, að ég skellihlæ, — hlæ, þó gráti þjökuð þjóð. Fyrir danska sæmd og seim sel ég íslenzkt blóð. » f* ' ' Fæstar af öðrum vísum þessa þingvísnasafns eru jafn bitrar og þessar, og verða engar þeirra hér til tíndar, en hver sem vill í fljótu bragði rifja upp fyrir sér pólitíska sögu Islands síðustu mannsaldra, verður margs vís- ari en áður eftir lestur þess. Frágangur bókarinnar er góður, og vísna- skýringar stuttar, en fróðlegar. Sverrir Kristjánsson. Tveir leikprédikarar DavíÖ Stefánsson frá Fagraskógi: VOPN GUÐANNA. Sjónleikur. Útgef- andi: Þorsteinn M. Jónsson, Akureyri MCMXLIV. 150 bls. Verð: kr. 22—; 42—. í sjónleik sínum, Vopn guðanna, færist Da- víð Stefánsson það í fang að lýsa svipting- unum milli einræðis og þjóðfrelsis nútímans. Hann færir viðfangsefnið í búning ævintýra-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236
Blaðsíða 237
Blaðsíða 238
Blaðsíða 239
Blaðsíða 240
Blaðsíða 241
Blaðsíða 242
Blaðsíða 243
Blaðsíða 244
Blaðsíða 245
Blaðsíða 246
Blaðsíða 247
Blaðsíða 248
Blaðsíða 249
Blaðsíða 250
Blaðsíða 251
Blaðsíða 252

x

Helgafell

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgafell
https://timarit.is/publication/1076

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.