Helgafell - 01.09.1944, Blaðsíða 137
ALDAHVÖRF
295
T. h.: Einstök lifandi bandvefjarfruma,
sem ræktuð hefur verið utan likama.
Myndin er tekin í smásjá, og birtan lát-
in falla þannig á hana, að fruman kem-
ur fram björt á dökkum grunni. Hnapp-
ar af fitukúlum liggja kringum kjarn-
ann, sem er sporlaga. Fruman hefur
verið á hægri hreyfingu upp á við, er
myndin var tekin.
T. v.: Raðir og keðjur fitusýrusam-
einda í yfirborði vökva, þar sem þær
eru í upplausn. T. h. eru sameindirnar
í skipulegri röð, þ. e. í fljótandi kristalli.
Þótt hrært sé í þeim og skipun þeirra
ruglað, raða þær sér jafnóðum á svip-
aðan hátt og áður.
SU»r»CC OF A. SOLUT tON LIOUIO C*ríTAI.S
höfð til hliðsjónar. Með henni er unnt
að taka myndir af efniseindum, að
vírusögnum meðtöldum. Sé litið á
myndina næstneðst á bls. 298, má sjá,
að vírusagnirnar virðast staflaga. Séu
agnirnar gegnlýstar með röntgengeisl-
um, kemur í ljós, að innri gerð þeirra
er mjög reglubundin.
Hér kemur dálítið óvænt í leitirn-
ar. Lífefnafræðingar vita, að staflaga
agnir eru undarlegrar náttúru. Hnött-
óttar agnir mynda kristalla, þegar þær
hnappast saman. Hins vegar er háttur
staflaga agna sá, að þær mynda svo-
nefnda ,,fljótandi kristalla“ við sömu
aðstæður. 1 skjótu bragði kann að virð-.
ast sem orðin „fljótandi kristall“ feli
í sér fulla mótsögn, þar eð þær krist-
allategundir, sem almenningur kannast
bezt við, svo sem sykur og saltkristall-
ar, eru einmitt grjótharðar. En mörg
efni eru svo gerð, að skipan þeirra er
ekki fastskorðuð í allar þrjár stefnurn-
ar, hæð, lengd og breidd, heldur að-
eins í eina stefnuna, eða tvær. Eindir
þeirra hafa þá aðeins fasta röðun inn-
an vissra takmarka. Þær kunna t. d.
að skrika til hver yfir aðra, ef þær
verða fyrir þrýstingi, og ennfremur
getur aðskotaögn, sem ryðst inn á milli
þeirra, riðlað fylkingunum, en þó raða
þær sér ávallt á sama hátt og áður,
þegar átroðningurinn er hjá liðinn.
Sumir kristallar bregðast svo við
bræðslu, að þeir breytast ekki umsvifa-
laust í reglulegum vökva, heldur taka
ýmsum stigbreytingum áður, þannig,
að smám saman losnar um innra form
þeirra, unz vökvastigitiu er náð og
efniseindirnar hreyfast í allar áttir,
hver annarri óháðar, eins og sauðkind-
ur í rétt. Svo að haldið sé líkingunni,