Helgafell - 01.09.1944, Blaðsíða 99
ÉG VAR SKÁLDI GEFIN
257
,,Því skyldi ég ekki vera það ?“
Annað svar hafði ég ekki á takteinum.
„Má ég hitta yður aftur?“ spurði
hann. Ég sagði já. Ekkert þráði ég
fremur, þetta var það, sem ég hafði
óskað mér í heilt ár. Daginn eftir kom
hann heim til mín í Charlottenlund.
Þaðan fór Jói heim með fangið fullt
af stórum og yndislegum túlípönum.
Ut af því orti hann þetta litla kvæði:
Det förste Möde.
Alle dine Tulipaner
staar og lyser mig i Möde
flammegule, purpurröde,
hvide, som de vilde Svaner.
Stakkels, kære Tulipaner !
I skal blot som Fakler glöde,
mens vi gaar vor Fest imöde,
Fest — som du og jeg kun aner.
Sjö ár í Silfurgötu.
Jóhann hafði leigt sér húsnæði á ó-
tal stöðum og alltaf herbergi með hús-
gögnum, þangað til mér datt einu
sinni það snjallræði í hug, að honum
væri hentugra að leigja sér stórt hei-
bergi án húsgagna. Þá fluttist hann bú-
ferlum í gamalt hús við Amakurgötu,
en því miður lak þar inn um alla
glugga, þegar rigndi. Meðan við átt-
um þar heima, keyptum við okkur
einu sinni íslenzkt hangikjötslæri, lét-
um það hanga uppi á þili hjá okkur
og gripum til þess, þegar þröngt var í
búi. Loks urðum við þó svo langþrevtt
á laerinu, að við fleygðum því í snjó-
skafl úti í garðinum. Eftir nokkra daga
gerði þíðu, og þá blasti hangikjötslær-
ið við á ný, eins og það væri að glotta
að okkur. Þegar Jóhann sá lærið aftur,
fauk svo í hann, að hann sótti það út
í garðinn, vafði utan um það dagblaði
og kálaði því í höfninni með þessum
orðum: ,,Nú skaltu þó ekki ögra okk-
ur framar“.
Við Jóhann fórum að vissu leyti
leynt með samvistir okkar á þessum
árum, samkvæmt óskum blessaðs skip-
stjórans míns. Hann vildi síður, að
heiminum yrði gert uppskátt, að leiðir
okkar væru skildar. En síðustu sjö ár-
in, sem hann lifði, átti ég í rauninni
heima í litla níukróna kvistherberginu
í Silfurgötu, þar sem Jóhann skrifaði
upphafið á Fjalla-Eyvindi. Upp í þess-
um himinhæðum hafði Jóhann það til
að gefa vinum sínum hvern háturninn
handan við Kóngsgarð eftir annan, með
höfðinglegri reisn og handatilburðum.
Ég man eftir sérstaklega skemmti-
legu atviki, sem kom fyrir, meðan við
áttum heima þarna uppi. Jóhann hafði
gengið hnén úr buxunum og sólana
undan skónum í orðsins fyllstu merk-
ingu, þegar hann fór að gera upp reikn-
ingana einn góðan veðurdag og tíndi
fram við það tækifæri nokkrar gaml-
ar sparisjóðsbækur, sem átti að ó-
nýta. Allt í einu hrópaði hann upp:
,,Heyrðu, Vibs, getur annars hugsazt,
að maður eigi inni einhverja vexti af
þessu ? Þú mátt eiga þá, ef við skyld-
um vera svo heppin“. Nokkrum dög-
um síðar labbaði ég í bankann, en Jó-
hann út á Austurbrú og taldi mávana
á sjónum sér til dundurs á meðan.
Þeir voru hundrað og seytján, — nei,
— aldrei gat upphæðin orðið slík ó-
sköp, ekki einu sinni þótt höfuðstóll-
inn væri tekinn út líka. En þegar ég
kom út úr bankanum, heldur en ekki
íbyggin, sagði Jóhann: ,,Þú fékkst
hundrað og seytján krónur“. Það mun-
aði minnstu, að ég félli um koll á
stéttina af undrun, því að talan stóð
HELGAFELL 1944
17