Helgafell - 01.09.1944, Blaðsíða 96
254
HELGAFELL
ið undir fræðslu- og kynningarstarfi
skólanna komið. Vísindin hafa ekki,
enn sem komið er, skipað þann sess í
fræðslukerfi voru, er þeim ber. Um
þau ætti að fjalla á öllum námsstigum
á þann hátt, að fræðslan væri samhæfð
hugðarefnum nemandans á hverju ald-
ursskeiði. Gera. má langtum meira að
því en verið hefur að kynna vísindin
í alþýðlegum búningi. Engin grein vís-
inda er svo fjarsótt né dularfull, að hún
verði ekki tengd vandamálum líðandi
stundar að einhverju leyti. Rit eftir
vísindamenn eins og t. d. Haldane og
Crowther (hann er höfundur tveggja
þátta hér í Aldahvörfum), sýna og
sanna, að unnt er að skrifa á þá leið
um nútímavísindi, að sú fræðsla verði
ekki miður þegin af almenningi en rit-
verk hinna ágætu alþýðufræðara um
vísindi 19. aldar.
En eigi almenningur að geta mynd-
að sér raunhœfar s\oðanir um eðli
þessa stórmáls, um gildi og hlutverk
vísindanna, nœgir eþ)ii, að bent sé á
þau tœkifœri, sem vísindin leggja oss
í hendur, heldur Verður mönnum r.ivn-
ig að sþiljast, hvaða öfl eru því til
fyrirstöðu, að tœl^ifœranna sé neytt.
Eins og stendur ræða menn og hugsa
af vaxandi áhuga um betri heim eftir
styrjöldina. En það er ekkert annað en
felufró, ef menn bollaleggja um þenn-
an óskaheim, án þess að gera sér ljós
tormerkin á því, að hans megi vænta.
Og mönnum verða þessi tormerki
skiljanlegri á þann hátt, að hver
skyggnist um sína sveit en með því að
velta þeim aðeins fyrir sér í hugan-
um.
Fégræðgi sérdrægni einstaklinga og
stofnana og sú árátta að halda í stétta-
mismun og metorðastig eftir að þjóð-
félögin eru upp úr slíku vaxin hafa
löngum verið og eru enn máttug and-
stöðuöfl á vegi framfaranna. Sé þeim
ekki hnekkt, og hafizt handa um það
án tafar, er engar vonir hægt að gera
sér um betri heim.
Hér er komið að kjarnanum í lang-
mikilvægasta úrlausnarefni vorra tíma.
Það verkefni liggur fyrir á sviði stjórn-
mála og félagsmála, og fólkið sjálft
mun finna því lausn. En verkleg fram-
kvæmdaratriði þeirrar lausnar verða
vísindin að annast, og undir beitingu
þeirra er það að mestu komið, hversu
fljótt má takast að koma á nýjum og
betri heimi. Þetta eru ærnar ástæður,
þótt ekki væri fleirum til að dreifa, til
þess að almenningur þarf að þekkja
og skilja hlutverk og gildi nútímavís-
indanna, jafnvel fullt svo vel og vís-
indamennirnir sjálfir.
Jóhann Sœmundsson íslenzkaði.