Helgafell - 01.09.1944, Blaðsíða 27
BALDUR ANDRÉSSON:
Minningarorð um Emil Thoroddsen
Hann dó í sumar, fyrir aldur fram, þessi fjölgáfaði listamaður. Hann var
tónskáld, píanóleikari, listdómari, listmálari, gamanleikjaköfundur og rit-
höfundur. Hann var allt þetta í senn og í engu meðalmaður. Á öllum þess-
um sviðum mátti sjá hjá honum handbragð snillingsins.
Andlátsfregn hans kom ekki kunnugum á óvart. Hann hafði árum sam-
an búið við heilsuleysi og síðast tekið bráðan sjúkdóm og lífshsettulegan og
svifið milli heims og helju um hríð. Það var sem ský hefði dregið fyrir sólu,
er hann féll frá. ,,Ég sakna hans“, heyrði ég marga segja, sem jafnvel engin
persónuleg kynni höfðu haft af honum. Hann hafði átt mikinn þátt í að gera
líf þjóðarinnar ríkara. íslenzk menning hafði misst góðan liðsmann.
*
Hann var fæddur í Keflavík 16. júní 1898, sonur hjónanna Þórðar Thor-
oddsen, sem var þar héraðslæknir, og Onnu konu hans. Nokkrum árum
síðar fluttust foreldrar hans til Reykjavíkur, og þar óx hann upp og
ól mestan aldur sinn.
Listhneigðina sótti hann í báðar ættir, skáldskapargáfuna í föðurættina,
til afa síns Jóns skálds Thoroddsen, en tónlistargáfuna í móðurættina, en
móðir hans var dóttir Péturs organista GuÖjohnsen. Músikgáfa hans var
skáldleg. Hinn skáldlegi ilmur var sterkasta einkenni hans sem píanó-
leikara.
Við vorum næstum jafnaldrar og nágrannar í uppvextinum. Við urðum
því leikbræður og bekkjarbræður í Menntaskólanum, og síðar lágu leiðir
okkar oft saman, bæði utanlands og innan. Hann hefur sjálfsagt byrjað
mjög snemma að nema píanóleik hjá móður sinni, og er hann stækkaði,
varð frú Kristrún Benedihtsson kennari hans, en þá var hún einhver helzti
píanókennarinn hér í Reykjavík. Hann var orðinn svo fær í neðstu bekkjum
Menntaskólans, að hann gat m. a. leikið ,,pathetique sónötuna“ eftir Beetho-
tien. Um það bil sem hann varð stúdent, lék hann ungtiers\u rapsódiuna
nr. 2 eftir Liszt eitt sinn á skólaskemmtun. í þá daga dáðust menn að slíkri
leikni, því að fáir gátu talizt meira en bænabókarfærir í þeirri grein hér í
bænum um þær mundir.