Helgafell - 01.09.1944, Blaðsíða 100
258
HELGAFELL
nákvæmlega heima. Við þutum nú hin
tindilfættustu af stað út í Grænugötu.
Þar keypti Jóhann dökkblá föt og
svarta skó handa sér. Eftir það feng-
um við okkur konunglegan kvöldverð
á Grand við Kóngsins Nýjatorg.
Þegar ég minnist hér á skófatnað,
rifjast upp fyrir mér, hvað Jóhann hló
dátt einu sinni. Það var rétt eftir að
hann hafði ort söng Kára í Fjalla-
Eyvindi: ,,Hele er mine Strömper og
hele er mine Sko, og ingen Ting sem
ængster mig i Verden“. ,,Og ég, sem
átti þá hvorki til heila sokka né skó“,
sagði hann, ,,en bara yndislegustu
stúlkuna í víðri veröld“.
Hjúsk.apur og búsk.apur.
Árin liðu, og skipstjórinn minn góði
dó, en þá var bilið orðið svo langt á
milli okkar, að lát hans olli mér eng-
um verulegum harmi.
Ég sá auglýst í Politiken lítið hús
til sölu við Ole Bruunsvej í Charlotten-
lund. Ég fór þangað og keypti húsið.
Þá hafði ég þó alltaf þak yfir höfuðið.
Þó að við Jóhann værum alltaf saman,
var ég svo fornfáleg í hugsunarhætti,
að ég vildi ekki giftast honum fyrr en
að ári liðnu frá láti mannsins míns.
Einu sinni fékk gamall maður garð-
sláttuvélina mína að láni. Hann fór
að spjalla við mig um heima og geima
og spurði meðal annars um kaupverðið
á kofanum mínum. ,,Tíu þúsund“,
svaraði ég. ,,Guð sé oss næstur“, hróp-
aði karlinn. ,,Þá hefði frúin sannar-
lega heldur átt að kaupa hús, sem er
til sölu við Johannesvej 3 fyrir sama
verð. Það er miklu stærra en þetta og
garðurinn þrefalt víðáttumeiri en hérna,
og svo fylgir því hesthús í ofanálag“.
Það var eins og við manninn mælt,
— um leið og við Jóhann heyrðum
þetta, rukum við af stað til að skoða
húsið. Við vorum svo heppin, að
annar útidyralykillinn minn gekk að
aðaldyrunum, svo að við höfðum
engar vöflur á því, heldur skoðuðum
vandlega hvern krók og kima í mann-
lausu húsinu. Við vorum jafn stór-
hrifin af öllu, sem fyrir augun bar:
tveim viðhafnarmiklum blóðbeyki-
trjám, sem fögnuðu manni, þegar
komið var inn í garðinn, húsinu sjálfu
og þá ekki sízt garðinum á bak við,
með fallegum, gróskumiklum ávaxta-
trjám.
Klukkutíma síðar stóð ég inni í skrif-
stofu Bardrams málafærslumanns í
Stóru Strandgötu og sagðist ætla að
kaupa húseignina við Johannesvej 3. —
Nokkrum dögum síðar var húseign-
in nr. 3 við Johannesvej orðin mín
eign. Og margar yndislegar stundir
áttum við Jóhann minn elskulegur þar
saman.
Jóhann var alltaf hnugginn, þegar
honum fannst vinnunni ekki miða
nógu greiðlega hjá sér; honum lá blátt
áfram stundum við að örvænta. Hins
vegar lá alltaf ljómandi vel á honum,
þegar undan honum gekk. Hvað hann
gat oft verið barnslega glaður eftir vel
unnið dagsverk, — þegar ,,andinn
hafði verið yfir honum“, eins og hann
sagði.
Húsið okkar var svo rúmgott, að við
gátum alltaf hýst þá vini okkar, sem
urðu of síðbúnir í síðasta vagninn. —
Jóhann fékk á hverju ári fulla tunnu
af prýðilegu íslenzku saltkjöti heiman
að frá sér. Það spurðist venjulega
fljótt í kunningjahópnum, þegar tunn-
an kom. Þá var stóri potturinn settur
á hlóðir og fylltur feitum, gómsæt-
um spaðbitum. Þar ofan í var þá líka
stungið ljúffengri, heimagerðri rúllu-