Helgafell - 01.09.1944, Blaðsíða 194
352
HELGAFELL
verið gefin út að nýju fyrr en nú, og er það
góðra gjalda vert, er slík rit, sem lengi hafa út-
seld verið, eru endurprentuð, einkum þó, ef
svo vandvirknislega er að unnið sem hér, því að
frumútgáfunni hefur verið fylgt út í æsar, orð-
færi eða stafsetningu hvergi vikið við.
Formáli Sigurðar Guðmundssonar er mjög
mikill fengur. Hann er 62 blaðsíður með smáu
letri, og því eigi öllu styttri að lesmáli en ævi-
sagan sjálf. Fjallar hann langmest um Svein
Pálsson, enda segir Sigurður, að hann snerti
sig ,,fastar við hjartarætur en sjálfur sögu-
kappinn, þótt hans sjáist meiri minjar og merki
í menningu vorri og þjóðlífi**. Rekur Sigurður
æviferil Sveins og setur fram margar skarpleg-
ar skýringar um eðlisfar og ævirök þessa hins
forvitra afbragðsmanns, sem andstæð örlög,
fásinni og fátækt, sviptu verðskuldaðri heims-
frægð. Formálinn er ritaður af miklum næm-
leik, djúpsæi og hlýju. Máli Sigurðar eða stíl
þarf eigi að lýsa, því að hvorttveggja er þjóð-
kunnugt.
Sigurður L. Pálsson, menntaskólakennari, hef-
ur annazt útgáfu textans og samið við hann
nauðsynlegar skýringar. Það verk virðist mér
unnið af fágætri alúð og hófsemd. —
Pálmi Hannesson.
Hjartaprúður hugvitsmaður
An\er Aggebo: NÍELS FINSEN. Ævi-
saga. María Hallgrímsdóttir læknir ísl.
Víkingsútg. Rvík 1944. Verð: kr. 54—;
93—.
Bók þessi er nýkomin á markaðinn í þýð-
ingu Maríu Hallgrímsdóttur læknis. Formála
ritar dr. Gunnl. Claessen yfirl. Þetta er all-
stór bók, 302 bls., í stóru broti — kannski full-
stóru — prentuð á góðan pappír og prýdd
myndum. Band og annar frágangur er óvenju
góður, eftir því sem nú tíðkast. Þó saknar mað-
ur nafnaskrár og sömuleiðis formála höfund-
ar, og hefði hvorugu átt að sleppa. Prófarka-
lestur er vel af hendi leystur; ég hef aðeins orðið
var við fáar meinlausar prentvillur. Á titilblaði
er þó nafn höfundar greint Aggerbo í stað Agge-
bo. Þýðingin virðist samvizkusamlega gerð, en
við liggur þó, að manni sárni, að bókin skuli
ekki vera frumsamin á íslenzku, þar sem Finsen
var af íslenzku bergi brotinn, og talið er, að hug-
vit sitt hafi hann fengið að erfðum héðan. —
Danmörk veitti honum tækifærin, og þar vann
hann sitt ævistarf, og ekki má gleyma Fær-
eyjum, þar sem hann sá fyrst dagsins ljós.
Þessi þrjú lönd verða að sameinast um hann
í bróðerni.
Bókinni er skipt í 12 kafla. I fyrsta kaflan-
um er lýst æsku og uppvexti Finsens í Þórs-
höfn í Færeyjum, en þar var hann fram að
fermingaraldri. Faðir hans, Hannes Finsen,
sonar-sonur Hannesar biskups Finssonar í Skál-
holti, var þar amtmaður. Snemma ber á því,
að Níels er óvenju laghentur og hugvitssam-
ur, og skarar hann fram úr systkinum sínum.
Hann er dálítið sérsinna, en ljúfur og viðkvæm-
ur, — honum er t. d. um og ó að vera við-
staddur grindadrápið, eins og það tíðkast í
Færeyjum. Margar skemmtilegar lýsingar eru
frá uppvaxtarárunum í föðurhúsum. Börnin eru
mörg, alsystkinin fjögur og mörg hálfsystkini.
— Hannes Finsen var tvíkvæntur, missti
fyrri konuna unga frá fjórum börnum. Báðar
voru þær af dönskum ættum. — Nokkrir bréf-
kaflar eru frá Níelsi til Olafs, eldri bróður
hans, sem kominn er í skóla í Danmörku. —
Gaman hefði verið, að eitthvað þessara bréfa eða
síðari bréfa hans, sem mörg eru í bókinni,
hefði verið birt ljósprentað.
Næst segir frá námsárum Finsens í Dan-
mörku og hér í Latínuskólanum. Hann var
seinþroska og lítt hneigður fyrir latínunám,
svo að honum varð menntabrautin torsótt. —
Náttúruvísindi og stærðfræði áttu hug hans
allan, en kunnátta í fornmálunum var meira
metin í þá daga. Þegar í óefni var komið með
námið í Danmörku, var hann sendur í Latínu-
skólann í Reykjavík, og þaðan útskrifaðist hann
18. júlí 1882, 21 árs að aldri, 11. í röðinni af
15 nemendum. — Því er ekki að leyna, að
æskilegt hefði verið, að kaflinn, sem segir frá
veru hans hér, hefði verið nokkru ýtarlegri.
Nokkrir skólabræður hans eru enn á lífi, og er
ólíklegt annað en að einhver þeirra eigi í fór-
um sínum sögur frá skólaárunum og samvist-
um sínum við Finsen.
Næstu þættir eru um vistina á Garði og stú-
dentalífið, og viðkynningu hans við Ingeborg
Balslev biskupsdóttur, sem hann gekk síðar að
eiga. Finsen naut stúdentalífsins og frelsisins,
og eru um þetta margar fjörlegar frásagnir.
Hann tók mikinn þátt í ýmsum íþróttum fram-
an af, en á þessum árum fer sjúkdómur sá að
gera vart við sig, sem síðar dregur hann til
dauða. Hann tekur aldrei á heilum sér upp
frá þessu, en hann lætur ekki bugast, hversu