Helgafell - 01.09.1944, Blaðsíða 241
TIL LESENDANNA
399
lokið á miklu lofsorði, eru þessar: Two
Thieves (saga ræningjanna tveggja,
sem krossfestir voru á Golgata), Wat-
erloo (lýsir ósigri Napoleons), The
MagicBoW (umlíf Paganinis), Jugglers
Kiss og I, the Tiger. En mesta frægð
hefur hann getið sér fyrir smásögur
sínar, einkum safnið The Grace of
Lambs, sem ritdómarinn Edward 0
Brien kvaðst vilja skipa við hlið Maup-
assants og Andrjefs, og er þá óneitan-
lega mikið sagt. Ný bók eftir hann,
safn þrjátíu smásagna, kom út fyrir
nokkrum vikum, prentuð samtímis í
London og New York, og vel má vera,
að þýðingar úr henni birtist í Helga-
felli, áður en langt um líður. Loks
hefur Komroff annazt útgáfu eftirtal-
inna rita, sem margir Islendingar kann-
ast við: The Travels of Marco Polo,
Tales of the Mon\s, The History of
Herodotus, The Romances of Voltaire,
Nietzsches Zarathustra, The Apocry-
pha, The Great Fables og The Per-
sian Letters.
Eins og að líkum lætur, hefur Man-
uel Komröff látið sig miklu varða mál-
efni og félagssamtök bandarískra rit-
höfunda, leiðbeint byrjendum á ýms-
an hátt og hjálpað mörgum þeirra til
að koma fyrstu bókum sínum fyrir
almenningssjónir, enda hefur mikið til-
lit verið tekið til dóma hans og um-
sagna. Hann er frjálslyndur í skoðun-
um og svarinn fjandmaður andlegs ó-
frelsis, í hvaða mynd sem það kann
að birtast. Þess má geta, að í marz-
mánuði í fyrravetur ritaði hann, í sam-
vinnu við Pearl Buc\, Bernard de Voto
og Clifton Fadiman, harðorð mót-
mæli gegn banni Bostonbúa á skáld-
sögunni Strange Fruit, sem hefur síðan
farið sigurför meðal enskulæsra þjóða.
Ólafur Jóh. Sigurðsson.
HEILLAÓSK FRÁ HULDUKONU
Einhver vinkona Helgafells, er lætur ekki nafns síns getið, segir m. a. í
bréfi til ritstjóranna, skömmu eftir útkomu síðustu fjögurra hefta:
Þakka ykkm fyrir Helgafellið. Hélt, að þi<5 VœruÖ hœttir og Var farin
að hafa yfir málsháttinn: Svo bregðast þrosstré sem önnur tré. Nú Veit ég,
að jbið hafið aðeins verið að átta ykkm d /jringumsfœðunum. Og nú er rit-
ið Zjomið og fjölbreyttara en á&ur. Það /jemur til með að Verða voldugt, ef
ekki Verður slakað á kr°fum til efnisins. Ég Veit, að þið eruð menn til að
halda ykkur °S Þ°í hreinu af peningavaldinu og móral þess, enda ríður mik-
ið á því. . . . Þið hafið fengið góðan liðsmann þar sem Snorri Hjartarson
er . . . Snjöll hugmynd, þetta með ritdómana, og hressandi menningar-
bragur er á fyrsta bréfinu. U n d i r s Zji l n i n g s t r é n u er sérlega
gott, og œtti aldrei að gleymast að taka það með. . . . Tómas hefur hér leik-
ið það, sem ekki m öllum hent, að svara ruddalegu níði á klassískan hátt . . .
. . . Helgafell er sjálfkjörið til að Vera boðberi hinnar nýju heimsmenningar,
hversu óhlífin sem hún Zjann að verða við þá, sem fyrir eru. Ég skrifa þetta
af því að, mér finnst tímaritið koma til mín sem vinur og stefnuskm þess